Umhverfisráðherra stefnir að því rafbílar taki yfir innan þrettán ára Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2017 22:50 Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, virðist afar bjartsýn á að Íslendingum takist að rafvæða bílaflota sinn á mettíma. Visir/Stefán Stefnt er að því að allur bílafloti Íslands verði raf- og metanvæddur fyrir árið 2030 til að bregðast við loftslagsvandanum. Þetta sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra í viðtali við RÚV í kvöld. Ráðherrann telur rafmagnsbíla vera helsta vopn Íslendinga í baráttunni við loftslagsbreytingar. Vísar hún til gnægtar grænna orku sem Íslendingar eigi sem hægt sé að knýja rafvæddan bílaflota með. „Við eigum alla þessa grænu orku og erum í okkar aðgerðaáætlun varðandi loftslagsvandann að stefna að því að rafbílavæða og metanbílavæða ef því er að skipta allan bílaflotann,“ sagði Björt í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Nefndi hún jafnframt að það markmið ætti að nást fyrir árið 2030 og að hún væri vongóð um að það tækist. „Við eigum gnótt af grænni orku og við getum svo vel rafbílavætt hér allt landið. Þangað eigum við að stefna og þangað erum við að stefna,“ sagði Björt við RÚV.Hlutfall rafknúinna bíla aðeins 1,5% núRafbílum hefur fjölgað nokkuð á götum Íslands undanfarin misseri. Í umfjöllun Kjarnans fyrr í þessum mánuði kom þannig fram að fjöldi mánaðarlegra nýskráninga hefði þrefaldast á einu ári. Hreinir rafbílar eru nú 1.400 talsins en tvinnbílar 1.700. Þrátt fyrir þennan vöxt eru bílar sem eru knúnir rafmagni að öllu eða einhverju leyti aðeins 1,5% af virkum bílaflota Íslendinga. Rafbílar eru enn sem komið er dýrari en sambærilegir bensínbílar þó að sérfræðingar spái því að það muni breytast hratt á allra næstu árum. Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti sem var samþykkt sem þingsályktun er það markmið sett að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á Íslandi verði 40% árið 2030. Loftslagsmál Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Stefnt er að því að allur bílafloti Íslands verði raf- og metanvæddur fyrir árið 2030 til að bregðast við loftslagsvandanum. Þetta sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra í viðtali við RÚV í kvöld. Ráðherrann telur rafmagnsbíla vera helsta vopn Íslendinga í baráttunni við loftslagsbreytingar. Vísar hún til gnægtar grænna orku sem Íslendingar eigi sem hægt sé að knýja rafvæddan bílaflota með. „Við eigum alla þessa grænu orku og erum í okkar aðgerðaáætlun varðandi loftslagsvandann að stefna að því að rafbílavæða og metanbílavæða ef því er að skipta allan bílaflotann,“ sagði Björt í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Nefndi hún jafnframt að það markmið ætti að nást fyrir árið 2030 og að hún væri vongóð um að það tækist. „Við eigum gnótt af grænni orku og við getum svo vel rafbílavætt hér allt landið. Þangað eigum við að stefna og þangað erum við að stefna,“ sagði Björt við RÚV.Hlutfall rafknúinna bíla aðeins 1,5% núRafbílum hefur fjölgað nokkuð á götum Íslands undanfarin misseri. Í umfjöllun Kjarnans fyrr í þessum mánuði kom þannig fram að fjöldi mánaðarlegra nýskráninga hefði þrefaldast á einu ári. Hreinir rafbílar eru nú 1.400 talsins en tvinnbílar 1.700. Þrátt fyrir þennan vöxt eru bílar sem eru knúnir rafmagni að öllu eða einhverju leyti aðeins 1,5% af virkum bílaflota Íslendinga. Rafbílar eru enn sem komið er dýrari en sambærilegir bensínbílar þó að sérfræðingar spái því að það muni breytast hratt á allra næstu árum. Í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar um orkuskipti sem var samþykkt sem þingsályktun er það markmið sett að hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum á Íslandi verði 40% árið 2030.
Loftslagsmál Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira