"Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2017 09:00 Bríet hefur dæmt í Pepsi-deild kvenna undanfarin fimm ár. KSÍ Bríet Bragadóttir, eina konan sem dæmir í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, segir að Íslendingar verði að fjölga konum í dómarastéttinni. Bríet er reynslumesti kvendómari landsins en hún hefur dæmt í efstu deild kvenna undanfarin fimm ár og sjö ár alls. Mikil umræða skapaðist um dómgæsluna á EM í Hollandi eftir fyrstu tvo leiki Íslands á mótinu. Þótti mörgum hverjum dómgæslan óboðleg og meðal þeirra sem gagnrýndu hana harðlega var Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna. Konur sáu um dómgæslu á Evrópumótinu og benti Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, á að það væri hennar skoðun að bestu dómararnir ættu að dæma á stóra sviðinu, óháð kyni. Sagðist hún frekar vilja „typpaling“ með flautuna ef hann væri betri en kollegi sem væri kona. Bríet notar tækifærið og minnir á stöðu mála hér á landi í hugleiðingu um dómaramál á heimasíðu KSÍ. Bríet segir nauðsynlegt að fjölga konum í stétt dómara hér á landi. „Flest önnur lönd hafa nær eingöngu kvendómara á kvennaleikjum. Flestum finnst eðlilegt að land með landslið í toppklassa, þar sem áhugi á kvennaknattspyrnu er gífurlega mikill, hefði einnig marga sterka kvendómara.. en svo er ekki. Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan. Áhuginn er takmarkaður og stuðningurinn lítill,“ skrifar Bríet. Fólk furði sig á því hvernig hún nenni þessu eða hvort það sé ekki erfitt að láta öskra á sig. „Til að geta verið með bestu mögulegu dómarana þarf að vera hægt að velja úr þeim. Þessi pistill er ekki hugsaður til að afsaka dómgæsluna á Em eða gagnrýna hana. Hins vegar vil ég minna Íslendinga á að líta heim,“ segir Bríet. Hver fyrirsögnin á eftir annarri hafi snúist um vonbrigði vegna dómgæslunnar á EM. „Ég segi: tökum málin í okkar eigin hendur. Búum til toppdómara sem hægt er að vera stoltur af. Hvort sem þær dæma íslensku deildinni eða ná lengra!“Lesa má pistilinn í heild sinni með því að smella hér. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira
Bríet Bragadóttir, eina konan sem dæmir í Pepsi-deild kvenna í fótbolta, segir að Íslendingar verði að fjölga konum í dómarastéttinni. Bríet er reynslumesti kvendómari landsins en hún hefur dæmt í efstu deild kvenna undanfarin fimm ár og sjö ár alls. Mikil umræða skapaðist um dómgæsluna á EM í Hollandi eftir fyrstu tvo leiki Íslands á mótinu. Þótti mörgum hverjum dómgæslan óboðleg og meðal þeirra sem gagnrýndu hana harðlega var Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna. Konur sáu um dómgæslu á Evrópumótinu og benti Edda Garðarsdóttir, fyrrverandi landsliðskona, á að það væri hennar skoðun að bestu dómararnir ættu að dæma á stóra sviðinu, óháð kyni. Sagðist hún frekar vilja „typpaling“ með flautuna ef hann væri betri en kollegi sem væri kona. Bríet notar tækifærið og minnir á stöðu mála hér á landi í hugleiðingu um dómaramál á heimasíðu KSÍ. Bríet segir nauðsynlegt að fjölga konum í stétt dómara hér á landi. „Flest önnur lönd hafa nær eingöngu kvendómara á kvennaleikjum. Flestum finnst eðlilegt að land með landslið í toppklassa, þar sem áhugi á kvennaknattspyrnu er gífurlega mikill, hefði einnig marga sterka kvendómara.. en svo er ekki. Hægt er að segja að kvendómarar séu á sama stað og kvennalandsliðið fyrir 15 árum síðan. Áhuginn er takmarkaður og stuðningurinn lítill,“ skrifar Bríet. Fólk furði sig á því hvernig hún nenni þessu eða hvort það sé ekki erfitt að láta öskra á sig. „Til að geta verið með bestu mögulegu dómarana þarf að vera hægt að velja úr þeim. Þessi pistill er ekki hugsaður til að afsaka dómgæsluna á Em eða gagnrýna hana. Hins vegar vil ég minna Íslendinga á að líta heim,“ segir Bríet. Hver fyrirsögnin á eftir annarri hafi snúist um vonbrigði vegna dómgæslunnar á EM. „Ég segi: tökum málin í okkar eigin hendur. Búum til toppdómara sem hægt er að vera stoltur af. Hvort sem þær dæma íslensku deildinni eða ná lengra!“Lesa má pistilinn í heild sinni með því að smella hér.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Sjá meira