Sorg í Finnlandi: Dóttir Silju varaði hana við árásinni í Turku Erna Agnes Sigurgeirsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 19. ágúst 2017 20:09 Talið er að hnífaárásin í Turku í Finnlandi í gær hafi verið beint sérstaklega að konum en tveir létust og minnst átta særðust þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Finnsk kona, sem búsett var hér á landi um árabil, segir að lögreglan hafi komið í veg fyrir frekari ódæðisverk - en að þjóðin sé í sárum vegna atburðanna. Árásin átti sér stað á Puutori markaðstorginu í miðbæ Turku um klukkan fjögur að staðartíma í Finnlandi í gær en torgið er vinsælt viðkomustaður ferða- og heimamanna.Hafði sótt um hæli Árásarmaðurinn er átján ára og innflytjandi í Finnlandi ættaður frá Marokkó réðst að fólki og stakk með hnífi en lögreglan náði honum á flótta skammt frá staðnum þar sem hann var skotinn í fætur. Þar var hann handtekinn. Árásarmaðurinn kom til landsins á síðasta ári og sótti um hæli. Tvær finnskar konur létust í árásinni, en átta aðrir sem slösuðust koma frá Bretlandi, Svíþjóð og Ítalíu og er aldur þeirra á bilinu 15 til 67 ára. Grunur leikur á að árásin hafi sérstaklega beinst að konum því sex af þeim átta sem urðu fyrir árás eru konur. Strax vaknaði grunur um að fleiri væru viðriðnir árásina og var viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í Finnlandi hækkað. Lögreglan handtók fjóra í viðamiklum aðgerðum í nótt en talið er að þeir tengist árásinni á einn eða anna hátt. Lýst hefur verið eftir sjötta manninum sem talið er að hafi flúið land. Aðild þeirra að árásinni er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum.Óttast um ættingja og vini Finnsk kona sem búsett var hér á landi á níunda áratugnum býr í Turku, sem er friðsæll bær, svipaður að stærð og Reykjavík. Hún segir að fyrstu fréttir af atvikinu hafi verið óljósar. „Ég fékk að vita þetta frá dóttur minni, sem sendi mér sms og sagði: Í guðanna bænum ekki fara niður í bæ. Síðan hringdi ég í dóttur mína og hún var grátandi og sagði að það væri búið að stinga fólk með hníf niður í bæ,“ segir Silja Ketonen íbúi í Turku. Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. „Það eru allir mjög sorgmæddir og hafa verið hræddir um sitt eigið fólk,“ segir Silja og nefnir að fólk hafi lagt blóm og kerti við árásarstaðinn. Hún segir hryðjuverkin hafa vofað yfir en að lögreglan hafi náð að koma í veg fyrir fleiri árásir. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Talið er að hnífaárásin í Turku í Finnlandi í gær hafi verið beint sérstaklega að konum en tveir létust og minnst átta særðust þegar árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Finnsk kona, sem búsett var hér á landi um árabil, segir að lögreglan hafi komið í veg fyrir frekari ódæðisverk - en að þjóðin sé í sárum vegna atburðanna. Árásin átti sér stað á Puutori markaðstorginu í miðbæ Turku um klukkan fjögur að staðartíma í Finnlandi í gær en torgið er vinsælt viðkomustaður ferða- og heimamanna.Hafði sótt um hæli Árásarmaðurinn er átján ára og innflytjandi í Finnlandi ættaður frá Marokkó réðst að fólki og stakk með hnífi en lögreglan náði honum á flótta skammt frá staðnum þar sem hann var skotinn í fætur. Þar var hann handtekinn. Árásarmaðurinn kom til landsins á síðasta ári og sótti um hæli. Tvær finnskar konur létust í árásinni, en átta aðrir sem slösuðust koma frá Bretlandi, Svíþjóð og Ítalíu og er aldur þeirra á bilinu 15 til 67 ára. Grunur leikur á að árásin hafi sérstaklega beinst að konum því sex af þeim átta sem urðu fyrir árás eru konur. Strax vaknaði grunur um að fleiri væru viðriðnir árásina og var viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka í Finnlandi hækkað. Lögreglan handtók fjóra í viðamiklum aðgerðum í nótt en talið er að þeir tengist árásinni á einn eða anna hátt. Lýst hefur verið eftir sjötta manninum sem talið er að hafi flúið land. Aðild þeirra að árásinni er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum.Óttast um ættingja og vini Finnsk kona sem búsett var hér á landi á níunda áratugnum býr í Turku, sem er friðsæll bær, svipaður að stærð og Reykjavík. Hún segir að fyrstu fréttir af atvikinu hafi verið óljósar. „Ég fékk að vita þetta frá dóttur minni, sem sendi mér sms og sagði: Í guðanna bænum ekki fara niður í bæ. Síðan hringdi ég í dóttur mína og hún var grátandi og sagði að það væri búið að stinga fólk með hníf niður í bæ,“ segir Silja Ketonen íbúi í Turku. Silja segir íbúa hafa óttast um ættingja sína og vini þegar fregnir bárust út. „Það eru allir mjög sorgmæddir og hafa verið hræddir um sitt eigið fólk,“ segir Silja og nefnir að fólk hafi lagt blóm og kerti við árásarstaðinn. Hún segir hryðjuverkin hafa vofað yfir en að lögreglan hafi náð að koma í veg fyrir fleiri árásir.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira