Óvenjulegir þjóðflutningar Stefán Pálsson skrifar 20. ágúst 2017 14:00 Skólabörn í velska samfélaginu í Argentínu. Einhver metnaðarfyllsta en um leið óraunhæfasta hugmynd Íslandssögunnar var Alaskaævintýri ritstjórans Jóns Ólafssonar á ofanverðri nítjándu öld. Tildrögin voru þau að árið 1867 keypti ríkisstjórn Bandaríkjanna Alaska af Rússum. Kaupverðið var af mörgum talið hátt og óljóst að margir fengjust til að flytjast til hinna hrjóstrugu og afskekktu landssvæða í norðrinu á meðan enn væri gnótt lands að finna annars staðar í Bandaríkjunum. Ævintýramaðurinn Jón Ólafsson sá í þessu sóknarfæri. Jón hrökklaðist frá Íslandi til Vesturheims árið 1873 eftir að hafa lent upp á kant við yfirvöld vegna hvatvíslegra blaðaskrifa sinna. Í Ameríku dvaldist hann næstu tvö árin og þar kviknaði hugmyndin um að beina Íslendingum, sem um þær mundir fóru til Kanada í stríðum straumum, frekar til Alaska. Jón sá fyrir sér að í Alaska yrði til nýtt Ísland, þar sem íslensk tunga og menning yrðu í öndvegi. Í krafti eðlislægra yfirburða sinna og auðugra náttúruauðlinda á nýja staðnum yrðu Íslendingar stórþjóð og myndu jafnvel með tímanum ráða stórum hluta Norður-Ameríku. Slík var sannfæring ritstjórans í málinu að honum tókst að hrífa bandaríska ráðamenn með sér, kjaftasagan hermdi jafnvel að Jón hefði komist á rækilegt fyllerí með Grant forseta í Washington, þar sem Alaskalandnámið var handsalað. Hvað svo sem er hæft í því féllst Bandaríkjastjórn á að lána skip til að kanna landkosti og studdi útgáfu ritlings þar sem hvatt var til stofnunar Íslendinganýlendunnar. Þótt Alaskahugmyndir Jóns hljómi eins og hálfgerðir skýjakastalar, þá áttu þær sér fyrirmyndir eða í það minnsta samsvaranir. Nokkrum árum fyrr hafði svipuðu verkefni verið hrint af stokkunum, sem byggði á keimlíkri hugmyndafræði. Þar voru á ferðinni þjóðernissinnar í Wales og fyrirheitna landið var öllu sunnar á veraldarkúlunni.Velsk vakning Iðnbyltingin hafði í för með sér mikið samfélagslegt umrót í Wales. Gamlir búskaparhættir létu undan síga en fram kom stétt róttækra verkamanna, einkum í kolanámugeiranum. Í trúmálum náðu smásöfnuðir utan ensku biskupakirkjunnar sterkri stöðu og urðu lykilstofnanir í sjálfsmynd Walesverja, sem fannst menningu og tungu sinni ógnað af sívaxandi enskum áhrifum í landinu. Í hugum margra var baráttan í raun töpuð, velskan dæmd til að víkja fyrir enskunni á öllum sviðum og Wales til að verða jaðarsvæði innan Stóra-Bretlands. Einn þeirra fyrstu til að veita mótspyrnu var prestur að nafni Michael D. Jones, sem fæddur var árið 1822. Hann ferðaðist ungur til Bandaríkjanna, þangað sem ófáir landar hans höfðu flutt á liðnum árum. Jones var gallharður velskur þjóðernissinni og var því á báðum áttum í afstöðu sinni til vesturfara. Honum fannst að sönnu illt að missa ungt fólk úr landi, en leit þó svo á að fólksflutningar til Ameríku væru óhjákvæmilegt fyrirbæri sem vonlaust væri að berjast gegn. Jones rann hins vegar til rifja hversu hratt velsku innflytjendurnir virtust gleyma siðum sínum og menningu. Enskan var allsráðandi í nýbúasamfélögum þeirra vestanhafs og í stað þess að halda hópinn virtist fólkið kappkosta að hverfa í fjöldann. Niðurstaða klerksins var einföld: til þess að standa vörð um menningu og gildi Walesverja yrðu þeir að byggja ný samfélög sín í einangrun og án of mikillar blöndunar við aðra hópa, einkum enskumælandi. Í þessu skyni tók Jones að svipast um eftir vænlegum búsvæðum. Vancouver-eyja á Kyrrahafsströnd Kanada þótti fýsilegur kostur, með mildu loftslagi og ýmsum landkostum. Önnur hugmynd, sem rædd var af fullri alvöru, var á þá leið að flytja á Biblíuslóðir í Palestínu. Sú hugmynd hafði augljóslega fremur trúarlegar skírskotanir en hagnýtar, enda fátt sameiginlegt með staðháttum í Wales og Palestínu. Hálfri öld eftir að Michael D. Jones leitaðist við að skapa þjóð sinni nýtt þjóðarheimili lagði ungverski gyðingurinn Theodor Herzl grunn að zíonismanum þegar hann kynnti hugmyndir sínar um að stórir hópar evrópskra gyðinga flyttust búferlum og kæmu sér upp nýju ríki. Herzl endaði á að velja Palestínu sem vænlegasta kostinn, en hafði áður velt fyrir sér fjölmörgum möguleikum, þar á meðal í Afríku og á sléttum Patagóníu í Argentínu. Það var hins vegar nákvæmlega þar sem Michael D. Jones kaus hinni nýju velsku nýlendu stað. Samningar náðust við ríkisstjórn Argentínu, sem sá sér hag í að fá evrópska landnema til að setjast að á sléttum Patagóníu. Landið var nær einvörðungu byggt fámennum hópum innfæddra og ekki talið sérlega búsældarlegt. Útsendarar stjórnarinnar hikuðu þó ekki við að gylla það fyrir hinum verðandi nýbúum og Jones og félagar hófu að prédika landkosti svæðisins fyrir löndum sínum og sögðu það minna mjög á blómlega dalina í sunnanverðu Wales.Skrykkjótt gæfa Skipuleggjendur Argentínufararinnar tóku skip á leigu árið 1865 fyrir á annað hundrað manns sem vildu freista gæfunnar í nýju landi. Hið fyrirhugaða skip til fararinnar kom hins vegar of seint á brottfararstað í Liverpool og þurfti því í skyndingu að bjarga öðrum farkosti, hálfgerðum fúadalli sem ekki hafði verið ætlaður til farþegaflutninga, með reynslulitla áhöfn og skipstjóra sem var betur fallinn til að flytja varning en manneskjur. Eftir erfiða tveggja mánaða siglingu kom hópurinn að landi í Suður-Ameríku nánast með tvær hendur tómar. Fólkið hafði litlar vistir og vantaði flest tæki og tól til að fóta sig á ókunnum slóðum og fljótlega kom í ljós að loforðin um blómlegu bújarðirnar voru orðum aukin. Margir létu lífið fyrstu mánuðina og hætt er við að landnámið hefði farið algjörlega út um þúfur ef ekki hefði komið til aðstoð vinveittra frumbyggja sem veittu góð ráð varðandi lífið á sléttunni. Eftir nokkurra missera barning og hokur við erfiðar aðstæður á ræktarlandi sem var hálfgerð eyðimörk, fór landið að rísa. Rachel Jenkins, eiginkona helsta forystumanns landnemanna, hafði frumkvæði að því að koma upp áveitukerfi með því að veita vatni úr nálægu fljóti á ræktarlönd. Með því móti urðu til afbragðsgóðir akrar til ræktunar á hveiti og öðrum landbúnaðarvörum. Fregnir af velgengni hópsins bárust til heimalandsins og næstu áratugina bættust stórir hópar Walesverja við samfélagið í „Nýlendunni“ eða Y Wladfa eins og hún nefndist á velsku. Stofnendur nýlendunnar höfðu búist við að öðlast mikið pólitískt sjálfstæði í nýja landinu, en ekki leið á löngu uns ráðamenn í Argentínu vildu færa nýju landnemabyggðirnar undir miðstjórnarvald sitt. Járnbrautarsamgöngur undir lok nítjándu aldar juku samskiptin milli héraðsins og stjórnarinnar í Buenos Aires og vöxtur landbúnaðarins dró til sín spænskumælandi íbúa Argentínu ekki síður en innflytjendur alla leið frá Wales. Með fyrri heimsstyrjöldinni tók endanlega fyrir innflutning Walesverja til Argentínu og tengslin við gamla landið voru fljót að rofna.Tengslin endurvakin Argentínustjórn fyrirskipaði að spænska skyldi vera aðaltungumálið í öllum skólum og í opinberum samskiptum. Yngra fólkið sá ekki tilganginn með því að halda í velskuna og leit á hana sem fjötur um fót. Hægt og bítandi var velska samfélagið að renna inn í argentínskt þjóðfélag. Stöku siðir lifðu þó áfram, þar á meðal velska ávaxtakakan sem enn í dag er vinsælt bakkelsi víða í Argentínu. Þegar leið að aldarafmæli velska landnámsins jókst áhuginn á að rifja upp söguna. Stór sendinefnd frá Wales ferðaðist til Argentínu árið 1965 og ný tengsl mynduðust. Walesverjum fannst mikið til þess koma að kynnast þessu litla velskumælandi samfélagi á suðurhveli Jarðar og áhugi þeirra varð líka örvandi fyrir Suður-Walesverjana að rækta menningararfleifð sína. Á síðustu áratugum hefur miklu fé og orku verið varið í að varðveita og byggja upp patagóníska velsku. Hún er sérkennileg mállýska með spænskum hreim og fjölda spænskra tökuorða. Nokkur þúsund manns tala mállýsku þessa, en fáir eða engir þó sem fyrsta mál. Áhuginn er engan veginn bundinn við afkomendur Walesverjanna sem fluttust til Patagóníu á sínum tíma og þykir nokkurt stöðutákn að geta slegið um sig á velsku. Tilkoma útvarps- og sjónvarpssendinga á tungumálinu á vegum BBC hefur sömuleiðis hjálpað til við varðveisluna. Að mörgu leyti minnir suður-velska samfélagið í Argentínu á hið vestur-íslenska í Kanada. Íbúar þeirra beggja skilgreina sig fyrst og fremst sem Argentínumenn og Kanadabúa, en finnst skemmtilegt að halda í ræturnar með gagnkvæmum heimsóknum og með því að kunna hrafl í tungumálinu. En í hvorugu tilvikinu rættust draumarnir um nýtt fósturland sem að lokum yrði öflugt ríki með tungu og menningu gömlu ættjarðarinnar. Saga til næsta bæjar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Einhver metnaðarfyllsta en um leið óraunhæfasta hugmynd Íslandssögunnar var Alaskaævintýri ritstjórans Jóns Ólafssonar á ofanverðri nítjándu öld. Tildrögin voru þau að árið 1867 keypti ríkisstjórn Bandaríkjanna Alaska af Rússum. Kaupverðið var af mörgum talið hátt og óljóst að margir fengjust til að flytjast til hinna hrjóstrugu og afskekktu landssvæða í norðrinu á meðan enn væri gnótt lands að finna annars staðar í Bandaríkjunum. Ævintýramaðurinn Jón Ólafsson sá í þessu sóknarfæri. Jón hrökklaðist frá Íslandi til Vesturheims árið 1873 eftir að hafa lent upp á kant við yfirvöld vegna hvatvíslegra blaðaskrifa sinna. Í Ameríku dvaldist hann næstu tvö árin og þar kviknaði hugmyndin um að beina Íslendingum, sem um þær mundir fóru til Kanada í stríðum straumum, frekar til Alaska. Jón sá fyrir sér að í Alaska yrði til nýtt Ísland, þar sem íslensk tunga og menning yrðu í öndvegi. Í krafti eðlislægra yfirburða sinna og auðugra náttúruauðlinda á nýja staðnum yrðu Íslendingar stórþjóð og myndu jafnvel með tímanum ráða stórum hluta Norður-Ameríku. Slík var sannfæring ritstjórans í málinu að honum tókst að hrífa bandaríska ráðamenn með sér, kjaftasagan hermdi jafnvel að Jón hefði komist á rækilegt fyllerí með Grant forseta í Washington, þar sem Alaskalandnámið var handsalað. Hvað svo sem er hæft í því féllst Bandaríkjastjórn á að lána skip til að kanna landkosti og studdi útgáfu ritlings þar sem hvatt var til stofnunar Íslendinganýlendunnar. Þótt Alaskahugmyndir Jóns hljómi eins og hálfgerðir skýjakastalar, þá áttu þær sér fyrirmyndir eða í það minnsta samsvaranir. Nokkrum árum fyrr hafði svipuðu verkefni verið hrint af stokkunum, sem byggði á keimlíkri hugmyndafræði. Þar voru á ferðinni þjóðernissinnar í Wales og fyrirheitna landið var öllu sunnar á veraldarkúlunni.Velsk vakning Iðnbyltingin hafði í för með sér mikið samfélagslegt umrót í Wales. Gamlir búskaparhættir létu undan síga en fram kom stétt róttækra verkamanna, einkum í kolanámugeiranum. Í trúmálum náðu smásöfnuðir utan ensku biskupakirkjunnar sterkri stöðu og urðu lykilstofnanir í sjálfsmynd Walesverja, sem fannst menningu og tungu sinni ógnað af sívaxandi enskum áhrifum í landinu. Í hugum margra var baráttan í raun töpuð, velskan dæmd til að víkja fyrir enskunni á öllum sviðum og Wales til að verða jaðarsvæði innan Stóra-Bretlands. Einn þeirra fyrstu til að veita mótspyrnu var prestur að nafni Michael D. Jones, sem fæddur var árið 1822. Hann ferðaðist ungur til Bandaríkjanna, þangað sem ófáir landar hans höfðu flutt á liðnum árum. Jones var gallharður velskur þjóðernissinni og var því á báðum áttum í afstöðu sinni til vesturfara. Honum fannst að sönnu illt að missa ungt fólk úr landi, en leit þó svo á að fólksflutningar til Ameríku væru óhjákvæmilegt fyrirbæri sem vonlaust væri að berjast gegn. Jones rann hins vegar til rifja hversu hratt velsku innflytjendurnir virtust gleyma siðum sínum og menningu. Enskan var allsráðandi í nýbúasamfélögum þeirra vestanhafs og í stað þess að halda hópinn virtist fólkið kappkosta að hverfa í fjöldann. Niðurstaða klerksins var einföld: til þess að standa vörð um menningu og gildi Walesverja yrðu þeir að byggja ný samfélög sín í einangrun og án of mikillar blöndunar við aðra hópa, einkum enskumælandi. Í þessu skyni tók Jones að svipast um eftir vænlegum búsvæðum. Vancouver-eyja á Kyrrahafsströnd Kanada þótti fýsilegur kostur, með mildu loftslagi og ýmsum landkostum. Önnur hugmynd, sem rædd var af fullri alvöru, var á þá leið að flytja á Biblíuslóðir í Palestínu. Sú hugmynd hafði augljóslega fremur trúarlegar skírskotanir en hagnýtar, enda fátt sameiginlegt með staðháttum í Wales og Palestínu. Hálfri öld eftir að Michael D. Jones leitaðist við að skapa þjóð sinni nýtt þjóðarheimili lagði ungverski gyðingurinn Theodor Herzl grunn að zíonismanum þegar hann kynnti hugmyndir sínar um að stórir hópar evrópskra gyðinga flyttust búferlum og kæmu sér upp nýju ríki. Herzl endaði á að velja Palestínu sem vænlegasta kostinn, en hafði áður velt fyrir sér fjölmörgum möguleikum, þar á meðal í Afríku og á sléttum Patagóníu í Argentínu. Það var hins vegar nákvæmlega þar sem Michael D. Jones kaus hinni nýju velsku nýlendu stað. Samningar náðust við ríkisstjórn Argentínu, sem sá sér hag í að fá evrópska landnema til að setjast að á sléttum Patagóníu. Landið var nær einvörðungu byggt fámennum hópum innfæddra og ekki talið sérlega búsældarlegt. Útsendarar stjórnarinnar hikuðu þó ekki við að gylla það fyrir hinum verðandi nýbúum og Jones og félagar hófu að prédika landkosti svæðisins fyrir löndum sínum og sögðu það minna mjög á blómlega dalina í sunnanverðu Wales.Skrykkjótt gæfa Skipuleggjendur Argentínufararinnar tóku skip á leigu árið 1865 fyrir á annað hundrað manns sem vildu freista gæfunnar í nýju landi. Hið fyrirhugaða skip til fararinnar kom hins vegar of seint á brottfararstað í Liverpool og þurfti því í skyndingu að bjarga öðrum farkosti, hálfgerðum fúadalli sem ekki hafði verið ætlaður til farþegaflutninga, með reynslulitla áhöfn og skipstjóra sem var betur fallinn til að flytja varning en manneskjur. Eftir erfiða tveggja mánaða siglingu kom hópurinn að landi í Suður-Ameríku nánast með tvær hendur tómar. Fólkið hafði litlar vistir og vantaði flest tæki og tól til að fóta sig á ókunnum slóðum og fljótlega kom í ljós að loforðin um blómlegu bújarðirnar voru orðum aukin. Margir létu lífið fyrstu mánuðina og hætt er við að landnámið hefði farið algjörlega út um þúfur ef ekki hefði komið til aðstoð vinveittra frumbyggja sem veittu góð ráð varðandi lífið á sléttunni. Eftir nokkurra missera barning og hokur við erfiðar aðstæður á ræktarlandi sem var hálfgerð eyðimörk, fór landið að rísa. Rachel Jenkins, eiginkona helsta forystumanns landnemanna, hafði frumkvæði að því að koma upp áveitukerfi með því að veita vatni úr nálægu fljóti á ræktarlönd. Með því móti urðu til afbragðsgóðir akrar til ræktunar á hveiti og öðrum landbúnaðarvörum. Fregnir af velgengni hópsins bárust til heimalandsins og næstu áratugina bættust stórir hópar Walesverja við samfélagið í „Nýlendunni“ eða Y Wladfa eins og hún nefndist á velsku. Stofnendur nýlendunnar höfðu búist við að öðlast mikið pólitískt sjálfstæði í nýja landinu, en ekki leið á löngu uns ráðamenn í Argentínu vildu færa nýju landnemabyggðirnar undir miðstjórnarvald sitt. Járnbrautarsamgöngur undir lok nítjándu aldar juku samskiptin milli héraðsins og stjórnarinnar í Buenos Aires og vöxtur landbúnaðarins dró til sín spænskumælandi íbúa Argentínu ekki síður en innflytjendur alla leið frá Wales. Með fyrri heimsstyrjöldinni tók endanlega fyrir innflutning Walesverja til Argentínu og tengslin við gamla landið voru fljót að rofna.Tengslin endurvakin Argentínustjórn fyrirskipaði að spænska skyldi vera aðaltungumálið í öllum skólum og í opinberum samskiptum. Yngra fólkið sá ekki tilganginn með því að halda í velskuna og leit á hana sem fjötur um fót. Hægt og bítandi var velska samfélagið að renna inn í argentínskt þjóðfélag. Stöku siðir lifðu þó áfram, þar á meðal velska ávaxtakakan sem enn í dag er vinsælt bakkelsi víða í Argentínu. Þegar leið að aldarafmæli velska landnámsins jókst áhuginn á að rifja upp söguna. Stór sendinefnd frá Wales ferðaðist til Argentínu árið 1965 og ný tengsl mynduðust. Walesverjum fannst mikið til þess koma að kynnast þessu litla velskumælandi samfélagi á suðurhveli Jarðar og áhugi þeirra varð líka örvandi fyrir Suður-Walesverjana að rækta menningararfleifð sína. Á síðustu áratugum hefur miklu fé og orku verið varið í að varðveita og byggja upp patagóníska velsku. Hún er sérkennileg mállýska með spænskum hreim og fjölda spænskra tökuorða. Nokkur þúsund manns tala mállýsku þessa, en fáir eða engir þó sem fyrsta mál. Áhuginn er engan veginn bundinn við afkomendur Walesverjanna sem fluttust til Patagóníu á sínum tíma og þykir nokkurt stöðutákn að geta slegið um sig á velsku. Tilkoma útvarps- og sjónvarpssendinga á tungumálinu á vegum BBC hefur sömuleiðis hjálpað til við varðveisluna. Að mörgu leyti minnir suður-velska samfélagið í Argentínu á hið vestur-íslenska í Kanada. Íbúar þeirra beggja skilgreina sig fyrst og fremst sem Argentínumenn og Kanadabúa, en finnst skemmtilegt að halda í ræturnar með gagnkvæmum heimsóknum og með því að kunna hrafl í tungumálinu. En í hvorugu tilvikinu rættust draumarnir um nýtt fósturland sem að lokum yrði öflugt ríki með tungu og menningu gömlu ættjarðarinnar.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira