Ferðamenn sníktu pítsuafganga á Laugaveginum: „Everything is so expensive here“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 13:30 Ferðamennirnir kátu frá Berlín gengu sáttir á brott með fjórar pítsusneiðar en þeir segja ástæðuna fyrir bóninni vera hátt verðlag í Reykjavík. Helga MArgrét guðmundsdóttir Hópur íslenskra vinkvenna sat og naut sólarinnar á Laugaveginum í gær þegar fjóra ferðamenn bar að garði. Ferðamennirnir spurðu hvort í lagi væri að þeir borðuðu pítsuafganga sem vinkonurnar höfðu skilið eftir á diskum sínum. Að sögn einnar vinkonunnar á staðnum báru ferðamennirnir fyrir sig háu verðlagi á Íslandi. Helga Margrét Gunnarsdóttir gerði sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur í gær. Hún og vinkonur hennar settust niður á veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Laugavegi, sleiktu sólina og pöntuðu sér pítsur. Þær náðu þó ekki að torga öllum sneiðunum en nokkrar voru eftir í lok máltíðar.Helga Margrét Gunnarsdóttir kom svöngum ferðamönnum til hjálpar á Laugaveginum í gær.Helga Margrét GuðmundsdóttirÞá komu aðvífandi fjórir ferðamenn, sem að sögn Helgu Margrétar virtust vera á þrítugsaldri, og spurðu hvort þeir mættu fá afgangana. Þeir gengu svo sáttir á brott með fjórar pítsusneiðar, að því er Helga Margrét greindi frá á Facebook-síðu sinni í gær.„You know, everything is so expensive here“ Í samtali við Vísi segir Helga Margrét að ferðamennirnir, sem sögðust vera frá Berlín í Þýskalandi, hafi aðspurðir sagt ástæðuna fyrir bóninni vera hátt verðlag á Íslandi. „Það var bara „you know, everything is so expensive here,“ bara að þetta væri allt svo dýrt hérna á Íslandi.“ Þá segir hún ferðamennina, tvo karla og tvær konur, hafa verið hina allra venjulegustu túrista. „Þau voru alls ekki fátækleg eða neitt svoleiðis, bara venjulegir ferðamenn.“ Ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, var marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016. Einn af undirþáttum ferðamannapúlsins sneri að því hvort Íslandsferðin hafi verið peninganna virði en sá þáttur hefur lækkað um tæp 7 stig síðastliðna 12 mánuði. Styrking krónunnar er þar talin spila stórt hlutverk.Svo krúttleg að þær gátu ekki sagt nei Vinkonurnar tóku vel í bón unga fólksins á Laugaveginum í gær en Helga Margrét segir sjálfsagt að sporna við matarsóun á þennan hátt. „Við hefðum líklega tekið afgangana með okkur en þau voru bara svo krúttleg að það var ekki hægt að segja nei við þau,“ segir Helga Margrét sem sýnir málinu fullan skilning. „Já, já, okkur fannst þetta aðallega bara fyndið. En bara flott hjá þeim, og gott að vera ekki að sóa mat.“ En er þetta í fyrsta sinn sem Helga Margrét fær dýrtíðina í Reykjavík, frá sjónarhorni túrista, svona beint í æð? „Já, ég hef allavega ekki lent í neinu svona áður.“Færslu Helgu Margrétar frá því í gær má skoða í heild sinni hér að neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Hópur íslenskra vinkvenna sat og naut sólarinnar á Laugaveginum í gær þegar fjóra ferðamenn bar að garði. Ferðamennirnir spurðu hvort í lagi væri að þeir borðuðu pítsuafganga sem vinkonurnar höfðu skilið eftir á diskum sínum. Að sögn einnar vinkonunnar á staðnum báru ferðamennirnir fyrir sig háu verðlagi á Íslandi. Helga Margrét Gunnarsdóttir gerði sér ferð niður í miðbæ Reykjavíkur í gær. Hún og vinkonur hennar settust niður á veitingastaðnum Eldsmiðjunni á Laugavegi, sleiktu sólina og pöntuðu sér pítsur. Þær náðu þó ekki að torga öllum sneiðunum en nokkrar voru eftir í lok máltíðar.Helga Margrét Gunnarsdóttir kom svöngum ferðamönnum til hjálpar á Laugaveginum í gær.Helga Margrét GuðmundsdóttirÞá komu aðvífandi fjórir ferðamenn, sem að sögn Helgu Margrétar virtust vera á þrítugsaldri, og spurðu hvort þeir mættu fá afgangana. Þeir gengu svo sáttir á brott með fjórar pítsusneiðar, að því er Helga Margrét greindi frá á Facebook-síðu sinni í gær.„You know, everything is so expensive here“ Í samtali við Vísi segir Helga Margrét að ferðamennirnir, sem sögðust vera frá Berlín í Þýskalandi, hafi aðspurðir sagt ástæðuna fyrir bóninni vera hátt verðlag á Íslandi. „Það var bara „you know, everything is so expensive here,“ bara að þetta væri allt svo dýrt hérna á Íslandi.“ Þá segir hún ferðamennina, tvo karla og tvær konur, hafa verið hina allra venjulegustu túrista. „Þau voru alls ekki fátækleg eða neitt svoleiðis, bara venjulegir ferðamenn.“ Ferðamannapúlsinn, sem mælir ánægju ferðamanna með dvöl sína á Íslandi, var marktækt lægri núna í maí en í maí árið 2016. Einn af undirþáttum ferðamannapúlsins sneri að því hvort Íslandsferðin hafi verið peninganna virði en sá þáttur hefur lækkað um tæp 7 stig síðastliðna 12 mánuði. Styrking krónunnar er þar talin spila stórt hlutverk.Svo krúttleg að þær gátu ekki sagt nei Vinkonurnar tóku vel í bón unga fólksins á Laugaveginum í gær en Helga Margrét segir sjálfsagt að sporna við matarsóun á þennan hátt. „Við hefðum líklega tekið afgangana með okkur en þau voru bara svo krúttleg að það var ekki hægt að segja nei við þau,“ segir Helga Margrét sem sýnir málinu fullan skilning. „Já, já, okkur fannst þetta aðallega bara fyndið. En bara flott hjá þeim, og gott að vera ekki að sóa mat.“ En er þetta í fyrsta sinn sem Helga Margrét fær dýrtíðina í Reykjavík, frá sjónarhorni túrista, svona beint í æð? „Já, ég hef allavega ekki lent í neinu svona áður.“Færslu Helgu Margrétar frá því í gær má skoða í heild sinni hér að neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira