Körfubolti

Spá því að Tryggvi verði valinn í nýliðavali NBA á næsta ári

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason er væntanlega leið með íslenska landsliðinu á EM í Finnlandi.
Tryggvi Snær Hlinason er væntanlega leið með íslenska landsliðinu á EM í Finnlandi. vísir/anton
Samkvæmt nýjustu spá vefsíðunnar DraftExpress.com verður Tryggvi Snær Hlinason valinn númer 49 í nýliðavali NBA-deildarinnar 2018.

Tryggvi vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína á EM U-20 ára liða á Krít fyrr í sumar.

Tryggvi var í lykilhluti í íslenska liðinu sem komst í 8-liða úrslit í fyrsta sinn. Hann var framlagshæsti leikmaður mótsins með 25,6 framlagsstig að meðaltali í leik. Tryggvi var svo valinn í fimm manna úrvalslið mótsins.

Fjöldi NBA-njósnara var á EM og Tryggvi er svo sannarlega kominn inn á radarinn hjá liðum í NBA-deildinni vestanhafs. Tryggvi vakti einnig athygli erlendra blaðamanna og ESPN fjallaði m.a. ítarlega um þennan öfluga miðherja sem hefur náð ótrúlega langt á skömmum tíma.

Þótt Tryggvi sé búinn að semja við Spánarmeistara Valencia hefur verið rætt um að hann fari í nýliðavalið í NBA á næsta ári.

DraftExpress.com, sem er sennilega stærsta síðan sem fjallar um nýliðavalið í NBA, spáir því að Tryggvi verði tekinn númer 49 í nýliðavalinu á næsta ári. Eins og staðan er núna er sá valréttur í eigu Denver Nuggets.

Pétur Guðmundsson er eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA. Hann var valinn númer 61 af Portland Trail Blazers í nýliðavalinu 1981.

Pétur hefur fylgst vel með uppgangi Tryggva og telur að hann gæti veitt honum félagsskap í íslenska NBA-klúbbnum í framtíðinni. Viðtal sem Arnar Björnsson tók við Pétur má sjá hér að neðan.

NBA

Tengdar fréttir

Tryggvi í úrvalsliði EM

Tryggvi Snær Hlinason var valinn í fimm manna úrvalslið A-deildar Evrópumóts U-20 ára í körfubolta.

NBA-njósnararnir farnir að fylgjast vel með Tryggva

Íslensku strákarnir í tuttugu ára landsliðinu eru að gera frábæra hluti á Evrópumóti U20 í Grikklandi og tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum í dag með sannfærandi sigri á Svíum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×