Óttarr Proppé um uppreist æru: „Borðleggjandi að leggja af þessar fáránlegu reglur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 13:15 Reglur um veiting uppreist æru hafa verið í brennidepli síðan greint var frá því í júní að Robert Downey, áður Róberti Árna, dæmdum barnaníðingi var veitt uppreist æra í fyrra. Vísir Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. „Þess vegna eigum við saman að hysja upp um okkur og láta hendur standa fram úr ermum við að afleggja þennan nítjandu-aldar sið. Það er grundvallaratriði að standa vörð um mannréttindi,“ skrifar Óttarr. Hann segir að þolendur eigi alltaf að njóta vafans, bæði í regluverki og framkvæmd. „Kerfin okkar og lagaumhverfi eru til þess að styðja við þá sem standa höllum fæti, eru veikari fyrir og þurfa aðstoð eða þjónustu. Þetta á að vera leiðarljós. Sögulega hefur því oft verið öfugt farið og þess sér ennþá merki hér og hvar í kerfunum okkar. Það þarf að skoða það sem úrskeiðis fer, læra af því, og umfram allt að ganga í að færa til betra horfs. Ég lít á þetta sem lykilverkefni í stjórnmálum og ábyrgðin er okkar allra.“Uppákoman í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd furðuleg Hann bendir jafnframt á að Björt framtíð eigi ekki fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Uppákoman í nefndinni í gær virkar furðuleg. Hún þarfnast skýringa og ég skil ekki þau rök sem komið hafa fram . Það flækir og gerir erfitt fyrir því að ná saman um góð og bætt vinnubrögð. Ef ekki er þörf á að kynna sér mál í nefnd má óska eftir frávísun eða frestun.“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem fundaði í gær um reglur um uppreist æru, gekk út áður en meðmælabréf í máli Roberts Downey voru lögð fram í trúnaði. Fram hefur komið að dómsmálaráðherra hafi í hyggju að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um verulegar breytingar á þessu sviði. Nefndin hefur haft þessi mál til umfjöllunar allt frá því að mál Roberts Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, komst í hámæli en honum var veitt uppreist æra undir lok síðasta árs. Óttarr segir að stjórnmálamenn þurfi að vanda sig þegar þeir fjalli um viðkvæm mál. „Mannréttindi eru ekki flokkspólitísk í eðli sínu heldur verkefni allra sem starfa í stjórnmálum. Það er margt ófullkomið og sumt getur verið erfitt í framkvæmd en það er engin afsökun fyrir því að ganga ekki til verks og ganga til góðs. Þá er borðleggjandi að leggja af þessar fáranlegu reglur sem gefa í skyn að æra sé eitthvað sem sé á færi opinbera aðila að möndla með eða reisa við.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundi í dag. 14. ágúst 2017 16:07 Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35 Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Hugtakið „upppreist æru“ um það þegar dæmdir menn fá borgararéttindi aftur hafa ruglað umræðuna, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 13. ágúst 2017 13:44 Kynnir gögn um mál Róberts Downey Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. 9. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að stjórnmálamenn beri sameiginlega ábyrgð á því að hafa ekki aflagt, eða að minnsta kosti breytt reglum um veitingu uppreist æru. „Þess vegna eigum við saman að hysja upp um okkur og láta hendur standa fram úr ermum við að afleggja þennan nítjandu-aldar sið. Það er grundvallaratriði að standa vörð um mannréttindi,“ skrifar Óttarr. Hann segir að þolendur eigi alltaf að njóta vafans, bæði í regluverki og framkvæmd. „Kerfin okkar og lagaumhverfi eru til þess að styðja við þá sem standa höllum fæti, eru veikari fyrir og þurfa aðstoð eða þjónustu. Þetta á að vera leiðarljós. Sögulega hefur því oft verið öfugt farið og þess sér ennþá merki hér og hvar í kerfunum okkar. Það þarf að skoða það sem úrskeiðis fer, læra af því, og umfram allt að ganga í að færa til betra horfs. Ég lít á þetta sem lykilverkefni í stjórnmálum og ábyrgðin er okkar allra.“Uppákoman í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd furðuleg Hann bendir jafnframt á að Björt framtíð eigi ekki fulltrúa í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. „Uppákoman í nefndinni í gær virkar furðuleg. Hún þarfnast skýringa og ég skil ekki þau rök sem komið hafa fram . Það flækir og gerir erfitt fyrir því að ná saman um góð og bætt vinnubrögð. Ef ekki er þörf á að kynna sér mál í nefnd má óska eftir frávísun eða frestun.“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, sem fundaði í gær um reglur um uppreist æru, gekk út áður en meðmælabréf í máli Roberts Downey voru lögð fram í trúnaði. Fram hefur komið að dómsmálaráðherra hafi í hyggju að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um verulegar breytingar á þessu sviði. Nefndin hefur haft þessi mál til umfjöllunar allt frá því að mál Roberts Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, komst í hámæli en honum var veitt uppreist æra undir lok síðasta árs. Óttarr segir að stjórnmálamenn þurfi að vanda sig þegar þeir fjalli um viðkvæm mál. „Mannréttindi eru ekki flokkspólitísk í eðli sínu heldur verkefni allra sem starfa í stjórnmálum. Það er margt ófullkomið og sumt getur verið erfitt í framkvæmd en það er engin afsökun fyrir því að ganga ekki til verks og ganga til góðs. Þá er borðleggjandi að leggja af þessar fáranlegu reglur sem gefa í skyn að æra sé eitthvað sem sé á færi opinbera aðila að möndla með eða reisa við.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundi í dag. 14. ágúst 2017 16:07 Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35 Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Hugtakið „upppreist æru“ um það þegar dæmdir menn fá borgararéttindi aftur hafa ruglað umræðuna, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 13. ágúst 2017 13:44 Kynnir gögn um mál Róberts Downey Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. 9. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar gekk út af fundi í dag. 14. ágúst 2017 16:07
Telur Robert Downey hafa fengið sérstaka meðferð við umsókn um uppreist æru Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri og faðir stúlku sem Robert Downey braut á, segir nýjustu fréttir af málinu hafa reynst þolendum þungbærar. 15. ágúst 2017 00:35
Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Hugtakið „upppreist æru“ um það þegar dæmdir menn fá borgararéttindi aftur hafa ruglað umræðuna, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. 13. ágúst 2017 13:44
Kynnir gögn um mál Róberts Downey Ákvörðunin hefur sætt mikilli gagnrýni, en Róbert var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum fyrir um áratug. 9. ágúst 2017 06:00