Segja stjórnleysi ríkja í nefndinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 16:07 Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Vísir/Anton Brink Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir stjórnleysi ríkja í nefndinni og lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp við umfjöllun um reglur um uppreist æru. Nefndin fundaði í dag um reglurnar en fram hefur komið að dómsmálaráðherra hafi í hyggju að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um verulegar breytingar á þessu sviði. Nefndin hefur haft þessi mál til umfjöllunar allt frá því að mál Roberts Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, komst í hámæli en honum var veitt uppreist æra undir lok síðasta árs. Fram kemur í bókun þeirra Svandísar Svavardóttur, Birgittu Jónsdóttur, Lilju Daggar Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur að á fundi nefndarinnar í dag hafi meirihluti hennar, að frátöldum formanni nefndarinnar Brynjari Níelssyni, gengið út áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Minnihlutinn segir umrædd meðmælabréf hafa vakið nýjar spurningar um framkvæmd laganna um uppreist æru af hálfu ráðuneytisins og ráðherra. Segir hann því vandséð að fulltrúar meirihlutans geti fjallað um málið í nefndinni í framhaldinu. Fulltrúar meirihlutans hafa sagt í fjölmiðlum í dag að þeir hafi ekki talið þörf á því að kynna sér meðmælabréfin til að taka efnislega afstöðu í málinu. Í bókun minnihlutans segir að hann hafi óskað eftir eftirtöldu: Nánari greiningu á gögnum sem fylgt hafa beiðnum um uppreist æru á undanförnum árum og afgreiðslu þeirra.Upplýsingum um ferli sambærilegra mála í nágrannalöndunum og að fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komi sem fyrst á fund nefndarinnar til að svara spurningum sem vaknað hafa um feril mála um uppreist æru og stjórnsýsluhætti.Að sá hópur sem gagnrýnt hefur ferlið á undanförnum misserum komi á fund nefndarinnar til að reifa sín sjónarmið milliliðalaust.Minnisblaði frá yfirlögfræðingi Alþingis um stöðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar fjórir nefndarmenn hafa neitað að taka við gögnum sem eru á dagskrá nefndarinnar og þar með hafa áhrif á næstu skref í umfjöllun um uppreist æru.Að forsætisnefnd fjalli um þá stöðu sem upp er komin í nefndinni í ljósi þess að nefndin fer með afar mikilvægt hlutverk gagnvart almenningi og þinginu og á samkvæmt lögum að „kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu“. Þetta hlutverk getur ekki verið valkvætt fyrir þá fulltrúa sem nefndina skipa. Uppreist æru Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir stjórnleysi ríkja í nefndinni og lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp við umfjöllun um reglur um uppreist æru. Nefndin fundaði í dag um reglurnar en fram hefur komið að dómsmálaráðherra hafi í hyggju að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um verulegar breytingar á þessu sviði. Nefndin hefur haft þessi mál til umfjöllunar allt frá því að mál Roberts Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, komst í hámæli en honum var veitt uppreist æra undir lok síðasta árs. Fram kemur í bókun þeirra Svandísar Svavardóttur, Birgittu Jónsdóttur, Lilju Daggar Alfreðsdóttur og Oddnýjar G. Harðardóttur að á fundi nefndarinnar í dag hafi meirihluti hennar, að frátöldum formanni nefndarinnar Brynjari Níelssyni, gengið út áður en meðmælabréf í máli Roberts voru lögð fram í trúnaði. Minnihlutinn segir umrædd meðmælabréf hafa vakið nýjar spurningar um framkvæmd laganna um uppreist æru af hálfu ráðuneytisins og ráðherra. Segir hann því vandséð að fulltrúar meirihlutans geti fjallað um málið í nefndinni í framhaldinu. Fulltrúar meirihlutans hafa sagt í fjölmiðlum í dag að þeir hafi ekki talið þörf á því að kynna sér meðmælabréfin til að taka efnislega afstöðu í málinu. Í bókun minnihlutans segir að hann hafi óskað eftir eftirtöldu: Nánari greiningu á gögnum sem fylgt hafa beiðnum um uppreist æru á undanförnum árum og afgreiðslu þeirra.Upplýsingum um ferli sambærilegra mála í nágrannalöndunum og að fulltrúar dómsmálaráðuneytisins komi sem fyrst á fund nefndarinnar til að svara spurningum sem vaknað hafa um feril mála um uppreist æru og stjórnsýsluhætti.Að sá hópur sem gagnrýnt hefur ferlið á undanförnum misserum komi á fund nefndarinnar til að reifa sín sjónarmið milliliðalaust.Minnisblaði frá yfirlögfræðingi Alþingis um stöðu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar fjórir nefndarmenn hafa neitað að taka við gögnum sem eru á dagskrá nefndarinnar og þar með hafa áhrif á næstu skref í umfjöllun um uppreist æru.Að forsætisnefnd fjalli um þá stöðu sem upp er komin í nefndinni í ljósi þess að nefndin fer með afar mikilvægt hlutverk gagnvart almenningi og þinginu og á samkvæmt lögum að „kanna ákvarðanir einstakra ráðherra eða verklag þeirra sem ástæða þykir til að athuga á grundvelli þess eftirlitshlutverks sem Alþingi hefur gagnvart framkvæmdarvaldinu“. Þetta hlutverk getur ekki verið valkvætt fyrir þá fulltrúa sem nefndina skipa.
Uppreist æru Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira