„Það er svo skrítið að finnast þetta bara krúttlegt“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 13:24 Hjólreiðahópurinn vinkaði Villa er hann ók framhjá þeim á trukknum. Skjáskot Leiðsögumaðurinn Villi Goði keyrði fram á lautarferð við Úlfljótsvatn í fyrradag. Það væri vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að hún átti sér ekki stað í gróðursælum lundi eða á tjaldsvæðinu - heldur á veginum sjálfum. Um var að ræða hóp hjólreiðamanna sem Villi segir að hafi verið hinn rólegasti - þrátt fyrir töluverða umferð. Villi birti myndband af hópnum á Facebook-síðu sinni enda segist hann hafa verið gáttaður á uppátæki hjólreiðamannanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. Hópurinn hafi ekki einungis ákveðið að vera á veginum heldur á hættulegum hluta hans í þokkabót. Skömmu eftir að Villi hafði keyrt framhjá kom bíll á miklum hraða aðvífandi og gera má ráð fyrir því að hann hafi séð hópinn seint, komandi úr beygju.„Það er svo skrítið að finnast þetta bara krúttlegt allt saman,“ segir Villi. „Vinka bílunum í stað þess að koma sér af veginum. Halda þau að þau séu ónæm fyrir dauða?“ spyr hann. Þrátt fyrir að Villi starfi sem leiðsögumaður og hafi marga fjöruna sopið í þessum efnum segist hann aldrei hafa keyrt fram á jafn stóran hóp fólks sem staðnæmst hefur á veginum. Í hans tilfelli hafi það einna helst verið ferðamenn sem leggja bílum sínum til að taka myndir af norðurljósunum sem valdið hafa óþægindum. „Þetta er bara gegnumgangandi vesen á þjóðvegum landsins,“ segir Villi og veltir fyrir sér hvernig hægt sé að koma skilaboðum til fólks; Íslendinga sem útlendinga, jafnt hjólandi sem akandi, um hætturnar sem af þessum uppátækjum kann að stafa. „Þetta er varla eitthvað sem ætti að þurfa að koma skila. Þetta er bara „kommon sens,““ segir Villi. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Leiðsögumaðurinn Villi Goði keyrði fram á lautarferð við Úlfljótsvatn í fyrradag. Það væri vart í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það að hún átti sér ekki stað í gróðursælum lundi eða á tjaldsvæðinu - heldur á veginum sjálfum. Um var að ræða hóp hjólreiðamanna sem Villi segir að hafi verið hinn rólegasti - þrátt fyrir töluverða umferð. Villi birti myndband af hópnum á Facebook-síðu sinni enda segist hann hafa verið gáttaður á uppátæki hjólreiðamannanna. Myndbandið má sjá hér að neðan. Hópurinn hafi ekki einungis ákveðið að vera á veginum heldur á hættulegum hluta hans í þokkabót. Skömmu eftir að Villi hafði keyrt framhjá kom bíll á miklum hraða aðvífandi og gera má ráð fyrir því að hann hafi séð hópinn seint, komandi úr beygju.„Það er svo skrítið að finnast þetta bara krúttlegt allt saman,“ segir Villi. „Vinka bílunum í stað þess að koma sér af veginum. Halda þau að þau séu ónæm fyrir dauða?“ spyr hann. Þrátt fyrir að Villi starfi sem leiðsögumaður og hafi marga fjöruna sopið í þessum efnum segist hann aldrei hafa keyrt fram á jafn stóran hóp fólks sem staðnæmst hefur á veginum. Í hans tilfelli hafi það einna helst verið ferðamenn sem leggja bílum sínum til að taka myndir af norðurljósunum sem valdið hafa óþægindum. „Þetta er bara gegnumgangandi vesen á þjóðvegum landsins,“ segir Villi og veltir fyrir sér hvernig hægt sé að koma skilaboðum til fólks; Íslendinga sem útlendinga, jafnt hjólandi sem akandi, um hætturnar sem af þessum uppátækjum kann að stafa. „Þetta er varla eitthvað sem ætti að þurfa að koma skila. Þetta er bara „kommon sens,““ segir Villi.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira