Ferðamenn sátu sem límdir yfir dýrðinni í Arnarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 14. ágúst 2017 11:15 Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Þetta mátti sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan og á ljósmyndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns hér að neðan. Ferðamenn höfðu komið sér fyrir á útilegustólum til að njóta útsýnisins af Hálfdáni yfir þokuna á Arnarfirði. Í veðurfréttunum heitir það þokuloft og Austfjarðaþokan hefur verið nafnkunnust hérlendis. En Vestfirðir geta líka fengið þoku, eins og við sáum í fréttinni þegar horft var yfir Arnarfjörð ofan af Hálfdáni, en svo nefnist heiðin milli Bíldudals og Tálknafjarðar.Ferðamönnunum fjölgaði sem vildu njóta útsýnisins yfir þokuna sem lá yfir Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hjón frá Hollandi sátu þar uppi á heiðinni og nutu dýrðarinnar, nánast sem límd í sætunum. Þau sátu lengi vel þarna alein en svo þegar aðrir ferðamenn sáu þau þá ákváðu fleiri að stoppa á sama stað og taka samskonar ljósmyndir af þokunni yfir Arnarfirði. „Við komum í morgun upp úr þokunni, við vorum á Patreksfirði þar sem var mikil þoka. Svo komum við hingað upp og það var stórkostlegt. Sólskin og stórkostlegt útsýni,” sagði Linda Otten, ferðamaður frá Delft í Hollandi. Bjart yfir Bíldudal en þokubakkinn rétt undan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Uppi á heiðinni í sólskininu var 17-18 stiga hiti en niðri í þokunni ekki nema 10-11 gráður. Þau hollensku sögðust því ekkert vera að flýta sér niður, þau væru í fríi. Þegar komið var niður á Bíldudal hafði rofað til og þorpið var baðað í sólskini en þokubakkinn rétt undan.Þokan yfir Geirþjófsfirði séð af Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ofan af Dynjandisheiði var einnig magnað að sjá yfir innfirði Arnarfjarðar. Verra var að fossinn Dynjandi var að mestu falinn inni í þokunni inni í botni Dynjandisvogs.Fossinn Dynjandi hulinn þoku. Þá er bara að ganga stíginn upp að honum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Segist hristast svakalega í hliðarvagni vélhjólsins á íslensku malarvegunum Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli. 13. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Þetta mátti sjá í frétt Stöðvar 2 hér að ofan og á ljósmyndum Egils Aðalsteinssonar kvikmyndatökumanns hér að neðan. Ferðamenn höfðu komið sér fyrir á útilegustólum til að njóta útsýnisins af Hálfdáni yfir þokuna á Arnarfirði. Í veðurfréttunum heitir það þokuloft og Austfjarðaþokan hefur verið nafnkunnust hérlendis. En Vestfirðir geta líka fengið þoku, eins og við sáum í fréttinni þegar horft var yfir Arnarfjörð ofan af Hálfdáni, en svo nefnist heiðin milli Bíldudals og Tálknafjarðar.Ferðamönnunum fjölgaði sem vildu njóta útsýnisins yfir þokuna sem lá yfir Arnarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hjón frá Hollandi sátu þar uppi á heiðinni og nutu dýrðarinnar, nánast sem límd í sætunum. Þau sátu lengi vel þarna alein en svo þegar aðrir ferðamenn sáu þau þá ákváðu fleiri að stoppa á sama stað og taka samskonar ljósmyndir af þokunni yfir Arnarfirði. „Við komum í morgun upp úr þokunni, við vorum á Patreksfirði þar sem var mikil þoka. Svo komum við hingað upp og það var stórkostlegt. Sólskin og stórkostlegt útsýni,” sagði Linda Otten, ferðamaður frá Delft í Hollandi. Bjart yfir Bíldudal en þokubakkinn rétt undan.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Uppi á heiðinni í sólskininu var 17-18 stiga hiti en niðri í þokunni ekki nema 10-11 gráður. Þau hollensku sögðust því ekkert vera að flýta sér niður, þau væru í fríi. Þegar komið var niður á Bíldudal hafði rofað til og þorpið var baðað í sólskini en þokubakkinn rétt undan.Þokan yfir Geirþjófsfirði séð af Dynjandisheiði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ofan af Dynjandisheiði var einnig magnað að sjá yfir innfirði Arnarfjarðar. Verra var að fossinn Dynjandi var að mestu falinn inni í þokunni inni í botni Dynjandisvogs.Fossinn Dynjandi hulinn þoku. Þá er bara að ganga stíginn upp að honum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Segist hristast svakalega í hliðarvagni vélhjólsins á íslensku malarvegunum Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli. 13. ágúst 2017 21:15 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30
Segist hristast svakalega í hliðarvagni vélhjólsins á íslensku malarvegunum Íslenskir firðir heilla erlenda ferðamenn jafnvel þótt dimm þoka liggi stundum yfir þeim. Holóttir malarvegir spilltu þó upplifun Hollendinganna sem óku um Vestfirði á mótorhjóli. 13. ágúst 2017 21:15