Mikill fjöldi ferðamanna leggur með fram veginum til að forðast gjaldskyld stæði við Seljalandsfoss Ingvar Þór Björnsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 19:56 Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Helgi Helgason Mikill fjöldi ferðamanna kýs að leggja úti á vegi í stað þess að leggja í bílastæði við Seljalandsfoss. Hefur þetta skapað talsverða slysahættu en 90 kílómetra hámarkshraði er á veginum. Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir í samtali við Vísi að hann hafi frétt af því að einhverjir reyni að komast hjá því að borga fyrir bílastæðin. Segir hann jafnframt að í stórum dráttum hafi tekist nokkuð vel að innleiða gjaldtökuna. „Í raun og veru erum við búnir að vera mjög lengi að velta þessum hlutum fyrir okkur. Sveitarfélagið hefur borið kostnað af rekstri á klósettunum, skipulagsmálum og mörgu fleira. Á meðan ríkið gefur jafn lítið og raun ber vitni neyðumst við til að gera þetta með þessum hætti. Þetta er engin óskastaða, hvorki hjá okkur né einhverjum öðrum,“ segir Ísólfur.Ökutækin trufla umferð Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að lögreglan hafi haft afskipti af bílum núna sem leggja þarna fyrir helgi og sé með þetta í skoðun. „Það er staðreynd að þarna eru ökutæki sem trufla og tefja umferð en ég veit ekki hvort ástæðan sé að menn tími ekki að borga eða að stæðin séu full. Ég þori ekki að fullyrða um það.“ Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi og formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir að það sé verið að leysa málið í samstarfi við Vegagerðina. Segir hann að unnið sé að því að setja upp merkingar við veginn en engar merkingar eru þar núna. „Þeta er þjóðvegur. Það er 90 kílómetra hámarkshraði þarna og þetta skapar talsverða slysahættu“. Spurður hvort hann telji að gjaldtakan hvetji ferðamenn til að leggja ekki í bílastæðin telur hann ekki svo vera. „Þegar einn byrjar að leggja þarna koma hinir í kjölfarið,“ sagði Kristján í samtali við Vísir. Kristján segir jafnframt að von sé á úrbótum. „Við erum í samstarfi við Vegagerðina, Rangárþing Eystra og landeigendur að merkja þetta almennilega. Þetta verður vonandi komið í betra horf í næstu viku.“Hér að neðan má sjá myndskeið af aðstæðum í námunda við Seljalandsfoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00 Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Mikill fjöldi ferðamanna kýs að leggja úti á vegi í stað þess að leggja í bílastæði við Seljalandsfoss. Hefur þetta skapað talsverða slysahættu en 90 kílómetra hámarkshraði er á veginum. Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir í samtali við Vísi að hann hafi frétt af því að einhverjir reyni að komast hjá því að borga fyrir bílastæðin. Segir hann jafnframt að í stórum dráttum hafi tekist nokkuð vel að innleiða gjaldtökuna. „Í raun og veru erum við búnir að vera mjög lengi að velta þessum hlutum fyrir okkur. Sveitarfélagið hefur borið kostnað af rekstri á klósettunum, skipulagsmálum og mörgu fleira. Á meðan ríkið gefur jafn lítið og raun ber vitni neyðumst við til að gera þetta með þessum hætti. Þetta er engin óskastaða, hvorki hjá okkur né einhverjum öðrum,“ segir Ísólfur.Ökutækin trufla umferð Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að lögreglan hafi haft afskipti af bílum núna sem leggja þarna fyrir helgi og sé með þetta í skoðun. „Það er staðreynd að þarna eru ökutæki sem trufla og tefja umferð en ég veit ekki hvort ástæðan sé að menn tími ekki að borga eða að stæðin séu full. Ég þori ekki að fullyrða um það.“ Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi og formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir að það sé verið að leysa málið í samstarfi við Vegagerðina. Segir hann að unnið sé að því að setja upp merkingar við veginn en engar merkingar eru þar núna. „Þeta er þjóðvegur. Það er 90 kílómetra hámarkshraði þarna og þetta skapar talsverða slysahættu“. Spurður hvort hann telji að gjaldtakan hvetji ferðamenn til að leggja ekki í bílastæðin telur hann ekki svo vera. „Þegar einn byrjar að leggja þarna koma hinir í kjölfarið,“ sagði Kristján í samtali við Vísir. Kristján segir jafnframt að von sé á úrbótum. „Við erum í samstarfi við Vegagerðina, Rangárþing Eystra og landeigendur að merkja þetta almennilega. Þetta verður vonandi komið í betra horf í næstu viku.“Hér að neðan má sjá myndskeið af aðstæðum í námunda við Seljalandsfoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00 Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00
Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16