Ekki stjórnvalda að reisa upp æru manna Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2017 13:44 Brynjar Níelsson segir að þeir sem uppfylli skilyrði laga um uppreist æru fái hana veitta. Vísir/Vilhelm Hugtakið „uppreist æru“ hefur ruglað umræðu um hvort veita eigi einstaklingum sem hafa hlotið refsidóma aftur borgararéttindi, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segir ekki sjálfgefið að menn fái fyrri starfsréttindi aftur eftir dóm. Mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarson, hefur vakið mikla athygli. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum árið 2008 en fékk uppreist æru í fyrra. Hæstiréttur staðfesti fyrr á þessu ári að hann gæti óskað eftir að fá lögmannsréttindi aftur.Ekki nokkurs konar syndaaflausnBrynjar var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann hugtakið „uppreist æru“ leiða umræðuna um víðan völl. „Þetta þarf auðvitað ekkert að heita uppreist æru. Mér finnst það rugla umræðuna mjög mikið. Það er eins og menn líti þá á að stjórnvöld séu bara að stroka yfir þetta og veita mönnum syndaaflaun eða eitthvað slíkt. Þetta er auðvitað ekkert þannig," segir Brynjar sem telur það ekki hlutverk stjórnvalda að reisa upp æru manna. Lögin um uppreist æru eru gömul og segir Brynjar ástæðu til að taka þau til endurskoðunar eins og dómsmálaráðherra sé að gera.Ekki sjálfgefið að menn geti fengið starfsréttindi afturHugsunin á bak við refsidómum sé að refsingu sé lokið þegar menn hafi afplánað þá og að þeim sé ekki refsað endalaust þannig að þeir eigi ekki möguleika á að endurheimta borgararéttindi sem þeir hafi misst við dóm. „Ég hef auðvitað verið þeirrar skoðunar að það eigi allir sem hafa fengið dóm, líka fyrir alvarleg brot, að geta fengið sín borgaralegu réttindi aftur,“ segir Brynjar. Hann telur þó ekki endilega sjálfgefið að menn geti fengið ákveðin starfsréttindi aftur. Það fari að hans mati eftir eðli starfsréttindanna og hvernig brot þeirra hafi verið. Uppreist æru Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Hugtakið „uppreist æru“ hefur ruglað umræðu um hvort veita eigi einstaklingum sem hafa hlotið refsidóma aftur borgararéttindi, að mati Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann segir ekki sjálfgefið að menn fái fyrri starfsréttindi aftur eftir dóm. Mál Roberts Downey, sem áður hét Róbert Árni Hreiðarson, hefur vakið mikla athygli. Hann var dæmdur í fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum árið 2008 en fékk uppreist æru í fyrra. Hæstiréttur staðfesti fyrr á þessu ári að hann gæti óskað eftir að fá lögmannsréttindi aftur.Ekki nokkurs konar syndaaflausnBrynjar var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann hugtakið „uppreist æru“ leiða umræðuna um víðan völl. „Þetta þarf auðvitað ekkert að heita uppreist æru. Mér finnst það rugla umræðuna mjög mikið. Það er eins og menn líti þá á að stjórnvöld séu bara að stroka yfir þetta og veita mönnum syndaaflaun eða eitthvað slíkt. Þetta er auðvitað ekkert þannig," segir Brynjar sem telur það ekki hlutverk stjórnvalda að reisa upp æru manna. Lögin um uppreist æru eru gömul og segir Brynjar ástæðu til að taka þau til endurskoðunar eins og dómsmálaráðherra sé að gera.Ekki sjálfgefið að menn geti fengið starfsréttindi afturHugsunin á bak við refsidómum sé að refsingu sé lokið þegar menn hafi afplánað þá og að þeim sé ekki refsað endalaust þannig að þeir eigi ekki möguleika á að endurheimta borgararéttindi sem þeir hafi misst við dóm. „Ég hef auðvitað verið þeirrar skoðunar að það eigi allir sem hafa fengið dóm, líka fyrir alvarleg brot, að geta fengið sín borgaralegu réttindi aftur,“ segir Brynjar. Hann telur þó ekki endilega sjálfgefið að menn geti fengið ákveðin starfsréttindi aftur. Það fari að hans mati eftir eðli starfsréttindanna og hvernig brot þeirra hafi verið.
Uppreist æru Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira