Íslensk jarðarber seljast ekki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2017 20:20 Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber því það selst lítið sem ekkert af berjunum. Jarðaberjabóndi á Flúðum er hættur að týna ber í nokkrum gróðurhúsum enda hefur það engan tilgang þegar þau seljast ekki. Á hverju ári eru um tuttugu tonn af íslenskum jarðarberjum ræktuð á Silfurtúni á Flúðum. Ástandið hefur aldrei verið jafn dapurt og í sumar. „Það hefur gengið erfiðlega að koma þessu út. Við höfum orðið að lækka verð töluvert og við erum að velta á undan okkur allt of miklu magni af berjum. Þar af leiðandi verður þetta gamalt og ekki nógu seljanleg vara í búðunum. Þetta helgast af því að það er flutt alveg gríðarlegt magn inn af jarðarberjum. Það má segja að með tilkomu þessarar nýju verslunarkeðju sem kom núna um miðjan júní, að þá breyttist öll staðan hjá okkur íslenskum framleiðendum,“ segir Eiríkur Ágústsson. Hann segir afar erfitt að sjá garðyrkjustöðina sína koðna smátt og smátt niður þegar jarðarberin seljast svona illa. „Það er hundfúlt að vera að vinna hérna allan daginn og langt fram á kvöld og vita ekkert hvað verður um vöruna. Við þurfum jafnvel að henda og það er bara svona.“ Eiríkur segist fagna því að fá Costco inn á markaðinn og segir samkeppnina af hinu góða. „En mér finnst allt of lítil áhersla lögð á íslensku vöruna, íslensku berin, í þessum gömlu góðu búðum okkar. Sem voru að sinna okkur mjög vel og eru enn að sinna okkur. Ég vil bara sjá góða framstillingu á íslenskri vöru,“ segir Eiríkur. Til að bregðast við ástandinu hefur fjölskyldan í Silfurtúni ákveðið að bjóða fólki að koma í gróðurhúsin sín á morgun frá 11:00 til 15:00 og týna jarðarber fyrir sig og sína, í stað þess að þeim verði hent. „Við ætlum að gera það. Ég ætla bara að vona að það verði ekki allt of margt, en þetta er skemmtileg tilbreyting, að fá fólk hingað og leyfa því að týna.“ Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber því það selst lítið sem ekkert af berjunum. Jarðaberjabóndi á Flúðum er hættur að týna ber í nokkrum gróðurhúsum enda hefur það engan tilgang þegar þau seljast ekki. Á hverju ári eru um tuttugu tonn af íslenskum jarðarberjum ræktuð á Silfurtúni á Flúðum. Ástandið hefur aldrei verið jafn dapurt og í sumar. „Það hefur gengið erfiðlega að koma þessu út. Við höfum orðið að lækka verð töluvert og við erum að velta á undan okkur allt of miklu magni af berjum. Þar af leiðandi verður þetta gamalt og ekki nógu seljanleg vara í búðunum. Þetta helgast af því að það er flutt alveg gríðarlegt magn inn af jarðarberjum. Það má segja að með tilkomu þessarar nýju verslunarkeðju sem kom núna um miðjan júní, að þá breyttist öll staðan hjá okkur íslenskum framleiðendum,“ segir Eiríkur Ágústsson. Hann segir afar erfitt að sjá garðyrkjustöðina sína koðna smátt og smátt niður þegar jarðarberin seljast svona illa. „Það er hundfúlt að vera að vinna hérna allan daginn og langt fram á kvöld og vita ekkert hvað verður um vöruna. Við þurfum jafnvel að henda og það er bara svona.“ Eiríkur segist fagna því að fá Costco inn á markaðinn og segir samkeppnina af hinu góða. „En mér finnst allt of lítil áhersla lögð á íslensku vöruna, íslensku berin, í þessum gömlu góðu búðum okkar. Sem voru að sinna okkur mjög vel og eru enn að sinna okkur. Ég vil bara sjá góða framstillingu á íslenskri vöru,“ segir Eiríkur. Til að bregðast við ástandinu hefur fjölskyldan í Silfurtúni ákveðið að bjóða fólki að koma í gróðurhúsin sín á morgun frá 11:00 til 15:00 og týna jarðarber fyrir sig og sína, í stað þess að þeim verði hent. „Við ætlum að gera það. Ég ætla bara að vona að það verði ekki allt of margt, en þetta er skemmtileg tilbreyting, að fá fólk hingað og leyfa því að týna.“
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira