Trans fólk ætti ekki að þurfa greiningu Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 09:15 Ugla og Fox fyrir utan Downingstræti 10. Aðsendmynd/FoxFisher Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, transaktivisti, segist vilja breyta því að transfólk þurfi að fá greiningu á kynama (e. gender dysphoria) til þess að geta breytt fæðingarvottorði sínu og lifa samkvæmt sinni kynvitund í að minnsta kosti tvö ár áður en hægt er að gangast undir kynleiðréttingu. „Sömuleiðis eru biðlistar til að fá heilbrigðisþjónustu sem tengist aðlögunarferli transfólks allt að tveggja ára bið. Það þurfa að verða miklar breytingar og transfólk ætti að geta breytt öllum skjölum og skilríkjum án þess að þurfa greiningu eða þurfa að bíða í tvö ár.”Fái að skrá kyn sitt sem X Sömuleiðis er mikilvægt að kynsegin fólk fá lagaleg réttindi og geti skráð kyn sitt sem 'x' á opinber skjöl og skilríki. Það þarf að tryggja þeim aðgang að heilbrigðiskerfinu og sjá til þess að allt fólk hafi aðgang burtséð frá kynvitund. Sömuleiðis þarf að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir transbörn og -unglinga og byggja þá þjónustu betur upp svo hún sé styðjandi og mun opnari og auðveldari til að koma í veg fyrir frekari vanlíðan transbarna og -unglinga. Samkvæmt nýrri rannsókn eru hátt í 50% transnemenda í Bretlandi sem hafa reynt eða íhugað sjálfsvíg vegna fordóma og eineltis," segir Ugla. Ugla býr í Bretlandi með maka sínum, Fox Fisher, sem einnig er aktivisti. Saman fengu hún og hán boð frá forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, um að koma í móttöku tileinkaða hinsegin fólki þann 19. júlí síðastliðinn. Slík móttaka er haldin árlega og er aktivistum og forystufólki hinseginhreyfinga boðið.Framarlega í umræðunni „Maki minn hefur verið mjög sýnilegur í þjóðfélagsumræðunni um transmálefni í Bretlandi síðan 2011 og ég hef líka látið á mér bera eftir að ég flutti þangað," útskýrir Ugla. „Forsætisráðherra hélt ræðu þar sem hún talaði um stöðu hinsegin fólks og nefndi þar mismunun gagnvart transfólki væri stórt vandamál í Bretlandi. Hún nefndi að flokkurinn hennar væri að endurskoða núgildandi lög, The Gender Recognition Act (2004), sem er mikið fagnaðarefni og mikil þörf á.Málefni transfólks í höndum Íhaldsflokksins undir forystu May – bindur þú miklar vonir við að eitthvað verði gert? „Flokkurinn hefur ekki verið þekktur fyrir að vera hinsegin fólki mjög vænn og þau hafa einnig farið í samstarf með DUP flokknum á Írlandi sem elur á hinsegin hatri, útlendingaandúð og vinnur gagngert gegn réttindum kvenna. Slíkt samstarf getur aldrei leitt til góðs og segir ýmislegt um siðferðisvitund Íhaldsflokksins að vilja vera kennd við DUP í formlegu samstarfi. Ef vegamiklar breytingar eiga sér stað mun það koma mér á óvart,“ segir Ugla. „Ísland og Bretland eru að mörgu leyti samstíga og til að tryggja transfólk hérlendis þarf sömuleiðis að lyfta sjúkdómsgreiningu burt hérlendis, sjá til þess að heilbrigðiskerfið sé aðgengilegt fyrir kynsegin fólk og það séu skýrar verklagsreglur í kringum heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis þarf að sjá til þess að heilbrigðisþjónusta fyrir transungmenni sé skýr, fagleg og aðgengileg. Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, transaktivisti, segist vilja breyta því að transfólk þurfi að fá greiningu á kynama (e. gender dysphoria) til þess að geta breytt fæðingarvottorði sínu og lifa samkvæmt sinni kynvitund í að minnsta kosti tvö ár áður en hægt er að gangast undir kynleiðréttingu. „Sömuleiðis eru biðlistar til að fá heilbrigðisþjónustu sem tengist aðlögunarferli transfólks allt að tveggja ára bið. Það þurfa að verða miklar breytingar og transfólk ætti að geta breytt öllum skjölum og skilríkjum án þess að þurfa greiningu eða þurfa að bíða í tvö ár.”Fái að skrá kyn sitt sem X Sömuleiðis er mikilvægt að kynsegin fólk fá lagaleg réttindi og geti skráð kyn sitt sem 'x' á opinber skjöl og skilríki. Það þarf að tryggja þeim aðgang að heilbrigðiskerfinu og sjá til þess að allt fólk hafi aðgang burtséð frá kynvitund. Sömuleiðis þarf að tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir transbörn og -unglinga og byggja þá þjónustu betur upp svo hún sé styðjandi og mun opnari og auðveldari til að koma í veg fyrir frekari vanlíðan transbarna og -unglinga. Samkvæmt nýrri rannsókn eru hátt í 50% transnemenda í Bretlandi sem hafa reynt eða íhugað sjálfsvíg vegna fordóma og eineltis," segir Ugla. Ugla býr í Bretlandi með maka sínum, Fox Fisher, sem einnig er aktivisti. Saman fengu hún og hán boð frá forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, um að koma í móttöku tileinkaða hinsegin fólki þann 19. júlí síðastliðinn. Slík móttaka er haldin árlega og er aktivistum og forystufólki hinseginhreyfinga boðið.Framarlega í umræðunni „Maki minn hefur verið mjög sýnilegur í þjóðfélagsumræðunni um transmálefni í Bretlandi síðan 2011 og ég hef líka látið á mér bera eftir að ég flutti þangað," útskýrir Ugla. „Forsætisráðherra hélt ræðu þar sem hún talaði um stöðu hinsegin fólks og nefndi þar mismunun gagnvart transfólki væri stórt vandamál í Bretlandi. Hún nefndi að flokkurinn hennar væri að endurskoða núgildandi lög, The Gender Recognition Act (2004), sem er mikið fagnaðarefni og mikil þörf á.Málefni transfólks í höndum Íhaldsflokksins undir forystu May – bindur þú miklar vonir við að eitthvað verði gert? „Flokkurinn hefur ekki verið þekktur fyrir að vera hinsegin fólki mjög vænn og þau hafa einnig farið í samstarf með DUP flokknum á Írlandi sem elur á hinsegin hatri, útlendingaandúð og vinnur gagngert gegn réttindum kvenna. Slíkt samstarf getur aldrei leitt til góðs og segir ýmislegt um siðferðisvitund Íhaldsflokksins að vilja vera kennd við DUP í formlegu samstarfi. Ef vegamiklar breytingar eiga sér stað mun það koma mér á óvart,“ segir Ugla. „Ísland og Bretland eru að mörgu leyti samstíga og til að tryggja transfólk hérlendis þarf sömuleiðis að lyfta sjúkdómsgreiningu burt hérlendis, sjá til þess að heilbrigðiskerfið sé aðgengilegt fyrir kynsegin fólk og það séu skýrar verklagsreglur í kringum heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis þarf að sjá til þess að heilbrigðisþjónusta fyrir transungmenni sé skýr, fagleg og aðgengileg.
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Sjá meira