Sótthreinsunarstarf framundan á Úlfljótsvatni Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 10:36 Fólk þurfti að klæðast hlífðarbúnaði í fjöldahjálparstöðinni í Hveragerði í nótt enda nóróveirusýkingin bráðsmitandi. Vísir/JKJ Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni á Suðurlandi í nótt eftir að 175 skátar veiktust hastarlega á Úlfljótsvatni. Þó svo að enn sé beðið niðurstaðna rannsókna á sýnum sem tekin voru á vettvangi í gærkvöldi telur Haraldur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða - eins og heimildir Vísis hermdu í nótt. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikindaÞegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almenna áhyggur af ástandinu. Þó of snemmt sé að segja til um hvernig sýkingin bar að vísar Haraldur til tilfellis, sem svipaði til nóróveirusýkingar, á Úlfljótsvatni fyrir um tveimur sólarhringum. Hann útilokar ekki að upptökin megi rekja til þessa en vill ekki fullyrða um það á þessari stundu. Sjá einnig: Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra dagaEins og Vísir greindi frá í morgun fóru þrír veikir skátar af sjálfsdáðum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands upp úr miðnætti. Aðspurður um hvort skátarnir kunni að hafa skapað hættu með því að bera jafn smitandi sjúkdóm inn á heilbrigðsstofnun þar sem fyrir kunna að vera sjúklingar segir Haraldur að svo þurfi ekki að vera - nema þá helst ef þeir hafi kastað upp innanhúss. Honum hafi ekki borist neinar slíkar fregnir til eyrna og vonar að skátarnir þrír hafi fengið góða þjónustu án þess að smita neitt út frá sér. Af samtölum Haraldar við lækna á Suðurlandi í dag eru horfurnar taldar góðar og ástandið sagt vera að færast til betri vegar. Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, segir að skátarnir hafa tekið þá ákvörðun að loka útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni fram yfir helgi á meðan beðið er eftir niðurstöðu fyrstu sýna. Þeim skátum sem ætluðu að dvelja þar um helgina verður komið fyrir í Hraunbyrgi í Hafnarfirði kjósa þeir að þiggja það boð. Væntanlega verður ráðist í sótthreinsunarstarfssemi í samráði við heilbrigðiseftirlitið á Úlfljótsvatni á næstu dögum. Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir það hafa verið mjög skynsamlega ákvörðun að koma á laggirnar fjöldahjálparmiðstöðinni á Suðurlandi í nótt eftir að 175 skátar veiktust hastarlega á Úlfljótsvatni. Þó svo að enn sé beðið niðurstaðna rannsókna á sýnum sem tekin voru á vettvangi í gærkvöldi telur Haraldur líklegt að um nóróveirusýkingu sé að ræða - eins og heimildir Vísis hermdu í nótt. Helstu einkenni séu uppköst, magakrampar og í sumum tilfellum niðurgangur. Hann segir uppköstin vera mjög smitandi og þá berist sýkingin einnig frá manni til manns. Sýkingin geti því dreifst hratt - ekki síst þegar mikið af fólki er saman komið á tiltölulega afmörkuðu svæði eins og raunin var í útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni. Sambærilegar hópsýkingar hafi þannig komið upp áður við sambærilegar aðstæður, svo sem í skemmtiferðaskipum. Sjá einnig: 175 skátar fluttir af Úlfjótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikindaÞegar slík tilfelli koma upp er sjaldgæft að sýkingin dreifist langt út fyrir hópinn sem sýktist í upphafi og því segir Haraldur að fólk ætti að geta ferðast áhyggjulaust um Suðurland í dag. Ekki sé ástæða til að hafa almenna áhyggur af ástandinu. Þó of snemmt sé að segja til um hvernig sýkingin bar að vísar Haraldur til tilfellis, sem svipaði til nóróveirusýkingar, á Úlfljótsvatni fyrir um tveimur sólarhringum. Hann útilokar ekki að upptökin megi rekja til þessa en vill ekki fullyrða um það á þessari stundu. Sjá einnig: Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra dagaEins og Vísir greindi frá í morgun fóru þrír veikir skátar af sjálfsdáðum á Heilbrigðisstofnun Suðurlands upp úr miðnætti. Aðspurður um hvort skátarnir kunni að hafa skapað hættu með því að bera jafn smitandi sjúkdóm inn á heilbrigðsstofnun þar sem fyrir kunna að vera sjúklingar segir Haraldur að svo þurfi ekki að vera - nema þá helst ef þeir hafi kastað upp innanhúss. Honum hafi ekki borist neinar slíkar fregnir til eyrna og vonar að skátarnir þrír hafi fengið góða þjónustu án þess að smita neitt út frá sér. Af samtölum Haraldar við lækna á Suðurlandi í dag eru horfurnar taldar góðar og ástandið sagt vera að færast til betri vegar. Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, segir að skátarnir hafa tekið þá ákvörðun að loka útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni fram yfir helgi á meðan beðið er eftir niðurstöðu fyrstu sýna. Þeim skátum sem ætluðu að dvelja þar um helgina verður komið fyrir í Hraunbyrgi í Hafnarfirði kjósa þeir að þiggja það boð. Væntanlega verður ráðist í sótthreinsunarstarfssemi í samráði við heilbrigðiseftirlitið á Úlfljótsvatni á næstu dögum.
Ferðamennska á Íslandi Veikindi hjá skátum Skátar Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir 175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04 Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
175 skátar fluttir af Úlfljótsvatni í einangrun vegna alvarlegra veikinda Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í grunnskólanum í Hveragerði. 11. ágúst 2017 03:04
Veiku skátarnir gætu þurft að dvelja í skólanum í fjóra daga Ekki var hægt að flytja skátana sem veiktust á Úlfljótsvatni í nótt á heilbrigðsstofnanir eða Landspítalann vegna sýkingarhættu. Ekki er útilokað að fleiri smitist. 11. ágúst 2017 06:29