Fræða ferðamenn um berrassaða Íslendinga Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. ágúst 2017 07:00 Hjónin Lora og Eric Newman með börnunum fimm. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi í tólf vikur sumarið 2016 og safnaði efni á vefsíðuna. Lora og Eric Newman, bandarísk hjón með fimm börn, eiga vefsíðuna icelandwithkids.com þar sem þau deila reynslu sinni af fjölskylduferðum til Íslands. Vefsíðan nýtur töluverðra vinsælda segir Eric, sem er með ferðahandbók í smíðum um fjölskylduferðir til Íslands. „Þetta er sjálfstætt verkefni hjá okkur og ekki unnið í samstarfi við neina ferðaþjónustuaðila á Íslandi,“ segir Eric en bætir við að Promote Iceland hafi aðstoðað þau aðeins í aðdraganda ferðarinnar sem þau fóru hingað árið 2016. „En að öðru leyti erum við alfarið á eigin vegum með þetta verkefni.“ Newman-fjölskyldan kom fyrst til Íslands árið 2009, þá með þrjú börn og það fjórða á leiðinni. Eric, sem starfar fyrir lítið fjármálafyrirtæki í nágrenni Philadelphiu, átti langt sumarfrí sumarið 2016 og fjölskyldan ákvað að fara í frí til Íslands og vinna í leiðinni að hugmyndinni um vefsíðuna sem kviknað hafði hjá þeim. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi í 12 vikur, ferðaðist í tvo mánuði og vann að vefsíðunni síðasta mánuð dvalarinnar. Á síðunni má finna upplýsingar um allt frá undirbúningi fjölskylduferðar til Íslands, hverju á að pakka, hvenær best sé að heimsækja það, áhugaverða áfangastaði, hvað eigi að gera og hvað alls ekki að gera. Þar er einnig orðabanki með hagnýtum orðum og orðasamböndum á íslensku, meðal annars orðin Ófært og Lokað með útskýringunni „Ef þið sjáið skilti með þessum orðum, snúið við, Íslendingar nota ekki þessi orð nema þeim sé alvara.“ Aðspurður segir Eric leiðbeiningar Loru eiginkonu hans, um sturtuklefa íslenskra sundlauga, meðal þess sem er hvað vinsælast. Leiðbeiningarnar varpa ljósi á upplifun erlendra ferðamanna af hreinlætisreglum í íslenskum sundlaugum. „Það sem þið hafið heyrt er satt, þið þurfið að þvo ykkur nakin áður en haldið er til laugar,“ segir þar meðal annars. „Það er bannað að sleppa þessum þætti. Nei, börnin geta ekki sleppt þessu, alveg sama þótt þau vilji ekki vera allsnakin innan um annað fólk.“ Meðal þess sem Lora mælir sérstaklega með er að sundlaugargestir byrji á því þegar komið er í sundklefann að taka svæðið út og átta sig á staðháttum, í stað þess að berhátta sig strax, standa svo ráðvilltur fyrir framan alla og allsnakinn í þokkabót. Fjölskyldan stefnir á enn eina ferð til Íslands næsta sumar, enda þurfi að halda vefnum vel við og ljúka við gerð bókarinnar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Lora og Eric Newman, bandarísk hjón með fimm börn, eiga vefsíðuna icelandwithkids.com þar sem þau deila reynslu sinni af fjölskylduferðum til Íslands. Vefsíðan nýtur töluverðra vinsælda segir Eric, sem er með ferðahandbók í smíðum um fjölskylduferðir til Íslands. „Þetta er sjálfstætt verkefni hjá okkur og ekki unnið í samstarfi við neina ferðaþjónustuaðila á Íslandi,“ segir Eric en bætir við að Promote Iceland hafi aðstoðað þau aðeins í aðdraganda ferðarinnar sem þau fóru hingað árið 2016. „En að öðru leyti erum við alfarið á eigin vegum með þetta verkefni.“ Newman-fjölskyldan kom fyrst til Íslands árið 2009, þá með þrjú börn og það fjórða á leiðinni. Eric, sem starfar fyrir lítið fjármálafyrirtæki í nágrenni Philadelphiu, átti langt sumarfrí sumarið 2016 og fjölskyldan ákvað að fara í frí til Íslands og vinna í leiðinni að hugmyndinni um vefsíðuna sem kviknað hafði hjá þeim. Fjölskyldan dvaldi á Íslandi í 12 vikur, ferðaðist í tvo mánuði og vann að vefsíðunni síðasta mánuð dvalarinnar. Á síðunni má finna upplýsingar um allt frá undirbúningi fjölskylduferðar til Íslands, hverju á að pakka, hvenær best sé að heimsækja það, áhugaverða áfangastaði, hvað eigi að gera og hvað alls ekki að gera. Þar er einnig orðabanki með hagnýtum orðum og orðasamböndum á íslensku, meðal annars orðin Ófært og Lokað með útskýringunni „Ef þið sjáið skilti með þessum orðum, snúið við, Íslendingar nota ekki þessi orð nema þeim sé alvara.“ Aðspurður segir Eric leiðbeiningar Loru eiginkonu hans, um sturtuklefa íslenskra sundlauga, meðal þess sem er hvað vinsælast. Leiðbeiningarnar varpa ljósi á upplifun erlendra ferðamanna af hreinlætisreglum í íslenskum sundlaugum. „Það sem þið hafið heyrt er satt, þið þurfið að þvo ykkur nakin áður en haldið er til laugar,“ segir þar meðal annars. „Það er bannað að sleppa þessum þætti. Nei, börnin geta ekki sleppt þessu, alveg sama þótt þau vilji ekki vera allsnakin innan um annað fólk.“ Meðal þess sem Lora mælir sérstaklega með er að sundlaugargestir byrji á því þegar komið er í sundklefann að taka svæðið út og átta sig á staðháttum, í stað þess að berhátta sig strax, standa svo ráðvilltur fyrir framan alla og allsnakinn í þokkabót. Fjölskyldan stefnir á enn eina ferð til Íslands næsta sumar, enda þurfi að halda vefnum vel við og ljúka við gerð bókarinnar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira