„Stemningin í hópnum er mjög góð og mikil tilhlökkun,” segir Birgitta Líf Björnsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland við Vísi.

Titilhafarnir í fyrra krýna arftaka sína. Valin er Ungfrú Ísland, Íþróttastúlkan, Hæfileikastúlkan, Vinsælasta stúlkan og Fyrirsætustúlkan.
„Lokaæfingin gekk mjög vel og sömuleiðis rennslið í dag, það er allt að smella,“ segir Birgitta.
Útskrifaðir nemendur úr Reykjavík Makeup School sjá um förðunina á keppninni og stelpurnar greiða sér sjálfar. „Þær fengu kennslu í hárgreiðslu hjá bpro og Harakademiunni í sumar.“
24 stúlkur keppa um titilinn og segir Birgitta Líf að hópurinn sé fjölbreyttur. „Við hlökkum til að sýna afrakstur sumarsins með frábæru showi þar sem íslensk fegurð, hönnun og tónlist verður í hávegum höfð.“