Sókndjarfari og ferskari Finnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2017 06:00 Heimir Hallgrímsson. vísir/anton Fátt kom á óvart í vali Heimis Hallgrímssonar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í byrjun næsta mánaðar. Aðeins tvær breytingar eru á hópnum frá leiknum gegn Króatíu í júní. Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Guðni Fjóluson koma inn fyrir Ögmund Kristinsson og Aron Sigurðarson. Ögmundur er búinn að missa sætið sitt í byrjunarliði Hammarby og fær tíma til að finna sér nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Það er oft erfitt að velja hópinn fyrir leiki í september. Leikmenn eru að byrja að spila með sínum liðum og margir ekki búnir með marga leiki. En leikmennirnir sem byrjuðu fyrir okkur síðast hafa staðið sig vel í þessum upphafsleikjum, við vorum ánægðir með hópinn síðast og þess vegna er ekki mikil breyting hjá okkur,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkum fyrir Maccabi Tel Aviv í byrjun tímabilsins er Viðar Örn Kjartansson ekki í landsliðshópnum, ekki frekar en Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Noregsmeistaranna Rosenborg. Líkt og gegn Króatíu eru aðeins þrír framherjar í íslenska hópnum; Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson. En er það vísbending um að íslenska liðið muni spila með einn framherja í næstu leikjum, líkt og það gerði gegn Króatíu? „Ekkert endilega. En við spiluðum annað leikkerfi síðast og það virkaði. Það er gott þegar við erum ekki auðlesnir. En það eru margir í hópnum sem geta spilað fleiri en eina stöðu,“ sagði Heimir sem segir að lið hafi verið farin að lesa það íslenska. „Já, á margan hátt. Við erum frekar auðlesnir. Við erum með frekar einfaldan leikstíl en hann virkar. Þessi breyting virkaði hjá okkur síðast.“ Á blaðamannafundinum í gær minntist Heimir á meðalaldurinn í íslenska hópnum og hvernig þjálfarateymið hefði unnið í því að lækka hann. Hluti af því er að gefa ungum leikmönnum tækifæri í vináttulandsleikjum. „Við verðum stundum að horfa til lengri tíma en til næsta leiks. Við höfum verið nokkuð fastheldnir á byrjunarliðið undanfarin ár og það er hættulegt því þá fá aðrir ekki reynslu á meðan. Þess vegna ákváðum við það fyrir tveimur árum að gefa strákunum sem eru ekki í byrjunarliðinu tækifæri til að spila alla vináttulandsleiki,“ sagði Heimir sem er ánægður með hvernig leikmennirnir, sem hafa fengið tækifæri í vináttulandsleikjunum, hafa staðið sig. Á fundinum ræddi íslenska þjálfarateymið aðallega um finnska liðið sem Ísland mætir í Tampere laugardaginn 2. september. Íslendingar unnu fyrri leik liðanna á dramatískan hátt. Síðan þá hafa Finnar skipt um þjálfara. Markku Kanerva, sem lék 59 landsleiki fyrir Finnland á sínum tíma, tók við af Svíanum Hans Backe. „Það er aðeins öðruvísi jafnvægi í liðinu. Þeir eru framar á vellinum og aðeins sókndjarfari en þeir voru gegn okkur. Liðið er mjög hávaxið og þeir eru kannski að bregðast við föstu leikatriðunum okkar sem skiluðu þremur mörkum gegn þeim síðast,“ sagði Heimir og bætti við að finnska liðið væri sýnd veiði en ekki gefin. „Það er meiri ferskleiki í því sem þessi þjálfari er að gera. Þeir voru mjög varnarsinnaðir undir stjórn Backe. Þeir hafa verið inni í öllum þessum leikjum sem þeir hafa spilað undir stjórn Kanerva og það er tímaspursmál hvenær þeir vinna leik. Vonandi verður það ekki gegn okkur.“ Hópinn í heild sinni má sjá inni á Vísi.is. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Fátt kom á óvart í vali Heimis Hallgrímssonar á íslenska landsliðshópnum sem mætir Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM 2018 í byrjun næsta mánaðar. Aðeins tvær breytingar eru á hópnum frá leiknum gegn Króatíu í júní. Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Guðni Fjóluson koma inn fyrir Ögmund Kristinsson og Aron Sigurðarson. Ögmundur er búinn að missa sætið sitt í byrjunarliði Hammarby og fær tíma til að finna sér nýtt félag áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Það er oft erfitt að velja hópinn fyrir leiki í september. Leikmenn eru að byrja að spila með sínum liðum og margir ekki búnir með marga leiki. En leikmennirnir sem byrjuðu fyrir okkur síðast hafa staðið sig vel í þessum upphafsleikjum, við vorum ánægðir með hópinn síðast og þess vegna er ekki mikil breyting hjá okkur,“ sagði Heimir í samtali við Fréttablaðið í gær. Þrátt fyrir að hafa raðað inn mörkum fyrir Maccabi Tel Aviv í byrjun tímabilsins er Viðar Örn Kjartansson ekki í landsliðshópnum, ekki frekar en Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Noregsmeistaranna Rosenborg. Líkt og gegn Króatíu eru aðeins þrír framherjar í íslenska hópnum; Alfreð Finnbogason, Jón Daði Böðvarsson og Björn Bergmann Sigurðarson. En er það vísbending um að íslenska liðið muni spila með einn framherja í næstu leikjum, líkt og það gerði gegn Króatíu? „Ekkert endilega. En við spiluðum annað leikkerfi síðast og það virkaði. Það er gott þegar við erum ekki auðlesnir. En það eru margir í hópnum sem geta spilað fleiri en eina stöðu,“ sagði Heimir sem segir að lið hafi verið farin að lesa það íslenska. „Já, á margan hátt. Við erum frekar auðlesnir. Við erum með frekar einfaldan leikstíl en hann virkar. Þessi breyting virkaði hjá okkur síðast.“ Á blaðamannafundinum í gær minntist Heimir á meðalaldurinn í íslenska hópnum og hvernig þjálfarateymið hefði unnið í því að lækka hann. Hluti af því er að gefa ungum leikmönnum tækifæri í vináttulandsleikjum. „Við verðum stundum að horfa til lengri tíma en til næsta leiks. Við höfum verið nokkuð fastheldnir á byrjunarliðið undanfarin ár og það er hættulegt því þá fá aðrir ekki reynslu á meðan. Þess vegna ákváðum við það fyrir tveimur árum að gefa strákunum sem eru ekki í byrjunarliðinu tækifæri til að spila alla vináttulandsleiki,“ sagði Heimir sem er ánægður með hvernig leikmennirnir, sem hafa fengið tækifæri í vináttulandsleikjunum, hafa staðið sig. Á fundinum ræddi íslenska þjálfarateymið aðallega um finnska liðið sem Ísland mætir í Tampere laugardaginn 2. september. Íslendingar unnu fyrri leik liðanna á dramatískan hátt. Síðan þá hafa Finnar skipt um þjálfara. Markku Kanerva, sem lék 59 landsleiki fyrir Finnland á sínum tíma, tók við af Svíanum Hans Backe. „Það er aðeins öðruvísi jafnvægi í liðinu. Þeir eru framar á vellinum og aðeins sókndjarfari en þeir voru gegn okkur. Liðið er mjög hávaxið og þeir eru kannski að bregðast við föstu leikatriðunum okkar sem skiluðu þremur mörkum gegn þeim síðast,“ sagði Heimir og bætti við að finnska liðið væri sýnd veiði en ekki gefin. „Það er meiri ferskleiki í því sem þessi þjálfari er að gera. Þeir voru mjög varnarsinnaðir undir stjórn Backe. Þeir hafa verið inni í öllum þessum leikjum sem þeir hafa spilað undir stjórn Kanerva og það er tímaspursmál hvenær þeir vinna leik. Vonandi verður það ekki gegn okkur.“ Hópinn í heild sinni má sjá inni á Vísi.is.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti