Segir Brynjar Níelsson vera siðleysingja Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 23:46 Gunnar Hrafn krefst þess að Brynjar biðjist afsökunar á ummælum sem hann hefur látið falla um andleg veikindi. Vísir/anton/Eyþór Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, afhjúpa sig sem siðleysingja fyrir að hæðast að andlegum veikindum. Hann krefst þess að hann biðji þá sem hafa þjáðst af þeim sökum afsökunar á ummælum sínum. Þetta segir Gunnar á Facebookþræði þar sem Brynjar segir, í hæðni, að sér finnist Gunnar bestur þegar hann segi frá veikindum sínum. Kveikjan að þessum snörpu orðaskiptum var umfjöllun Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins af þolendum Robert Downeys, sem vakti á því athygli að Brynjar ætti það sameiginlegt með Robert að hafa sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn Bóhem sem rekinn var við Grensásveg á árum áður.Bergur Þór Ingólfsson, faðir þolanda í máli Robert Downeys vakti athygli á því að Brynjar hefði sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn BóhemVísir/stefánBrynjar kannaðist ekki við að hafa starfað fyrir hönd staðarins og brást raunar ókvæða við á Facebook síðu sinni. Þar segir að honum fallist hendur yfir „óheiðarleika og illgirni netsóða“ og segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að sá tortryggni í hans garð og Sjálfstæðisflokksins.Tveimur dögum síðar birti Stundin aftur á móti bréf sem Brynjar Níelsson sendi fyrir hönd Bóhem til Reykjavíkurborgar árið 2003. Gunnar Hrafn gerði stöðu Brynjars að umfjöllunarefni í pistli eftir að þetta kom í ljós. Gunnar segir Brynjar verða að útskýra ummæli sín um tengsl við strippstaðinn Bóhem. Hann segir auk þess að nefndin „sé marklaus á meðan formaður hennar er frá meirihlutanum, svo ekki sé talað um þá stöðu sem Brynjar er búinn að koma sér í.“Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmJakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, deildi frétt DV um viðbrögð Gunnars Hrafns á Facebook-síðu sinni. Brynjar beindi þar sjónum sínum að veikindum Gunnars Hrafns sem hefur ekki farið í felur með glímu sína við þunglyndi. „Mér finnst Gunnar bestur þegar hann segir okkur frá veikindum sínum. Kannski þarf ég að útskýra næst öll tengsl mín við brotamenn sem ég hef varið í gegnum tíðina,“ skrifaði Brynjar. Þegar honum var bent á að hann hefði í frammi útúrsnúning og hroka, brást Brynjar við með því að segja að umræðan um lögmannsstörfin væri hinn raunverulegi útúrsnúningur. Í kjölfarið ritaði Gunnar Hrafn stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann talar um árás Brynjars á andlega veikt fólk. Gunnar segir þar: „Ég krefst þess að hann biðji alla AÐRA sem þjáðst hafa af andlegum veikindum afsökunar, hann má alveg taka mig út fyrir sviga enda ljóst að hann svífst einskis í pólitískum árásum. Brynjar: Láttu þær þá beinast gegn mér en ekki sjúkdómi sem dregur fjölda Íslendinga til dauða á hverju ári. Skammastu þín,“ segir Gunnar. Uppreist æru Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, afhjúpa sig sem siðleysingja fyrir að hæðast að andlegum veikindum. Hann krefst þess að hann biðji þá sem hafa þjáðst af þeim sökum afsökunar á ummælum sínum. Þetta segir Gunnar á Facebookþræði þar sem Brynjar segir, í hæðni, að sér finnist Gunnar bestur þegar hann segi frá veikindum sínum. Kveikjan að þessum snörpu orðaskiptum var umfjöllun Bergs Þórs Ingólfssonar, föður eins af þolendum Robert Downeys, sem vakti á því athygli að Brynjar ætti það sameiginlegt með Robert að hafa sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn Bóhem sem rekinn var við Grensásveg á árum áður.Bergur Þór Ingólfsson, faðir þolanda í máli Robert Downeys vakti athygli á því að Brynjar hefði sinnt lögmannsstörfum fyrir skemmtistaðinn BóhemVísir/stefánBrynjar kannaðist ekki við að hafa starfað fyrir hönd staðarins og brást raunar ókvæða við á Facebook síðu sinni. Þar segir að honum fallist hendur yfir „óheiðarleika og illgirni netsóða“ og segir hann að unnið sé hörðum höndum að því að sá tortryggni í hans garð og Sjálfstæðisflokksins.Tveimur dögum síðar birti Stundin aftur á móti bréf sem Brynjar Níelsson sendi fyrir hönd Bóhem til Reykjavíkurborgar árið 2003. Gunnar Hrafn gerði stöðu Brynjars að umfjöllunarefni í pistli eftir að þetta kom í ljós. Gunnar segir Brynjar verða að útskýra ummæli sín um tengsl við strippstaðinn Bóhem. Hann segir auk þess að nefndin „sé marklaus á meðan formaður hennar er frá meirihlutanum, svo ekki sé talað um þá stöðu sem Brynjar er búinn að koma sér í.“Brynjar Níelsson er formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmJakob Bjarnar Grétarsson, blaðamaður á Vísi, deildi frétt DV um viðbrögð Gunnars Hrafns á Facebook-síðu sinni. Brynjar beindi þar sjónum sínum að veikindum Gunnars Hrafns sem hefur ekki farið í felur með glímu sína við þunglyndi. „Mér finnst Gunnar bestur þegar hann segir okkur frá veikindum sínum. Kannski þarf ég að útskýra næst öll tengsl mín við brotamenn sem ég hef varið í gegnum tíðina,“ skrifaði Brynjar. Þegar honum var bent á að hann hefði í frammi útúrsnúning og hroka, brást Brynjar við með því að segja að umræðan um lögmannsstörfin væri hinn raunverulegi útúrsnúningur. Í kjölfarið ritaði Gunnar Hrafn stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann talar um árás Brynjars á andlega veikt fólk. Gunnar segir þar: „Ég krefst þess að hann biðji alla AÐRA sem þjáðst hafa af andlegum veikindum afsökunar, hann má alveg taka mig út fyrir sviga enda ljóst að hann svífst einskis í pólitískum árásum. Brynjar: Láttu þær þá beinast gegn mér en ekki sjúkdómi sem dregur fjölda Íslendinga til dauða á hverju ári. Skammastu þín,“ segir Gunnar.
Uppreist æru Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira