Ferðaþjónusta við Mývatn í lausu lofti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Sérfræðingar hafa þugnar áhyggjur af lífríki Mývatns og aðgerðir í fráveitumálum á svæðinu hafa lengi verið á dagskrá. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra mun afturkalla starfsleyfi þeirra fyrirtækja á verndarsvæði Mývatns, sem bjóða aðstöðu fyrir 50 manns eða fleiri, verði fjármagnaðri úrbótaáætlun í fráveitumálum ekki skilað fyrir 15. september. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ítrekað óskað eftir aðstoð ríkisins við að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs fráveituvanda sem hefur mjög neikvæð áhrif á lífríki Mývatns, en verndarsvæðið er á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eiga á hættu að tapa verndargildi sínu. Kostnaður við nauðsynlegar framkvæmdir er talinn hlaupa á hundruðum milljóna króna.Þorsteinn Gunnarsson, Sveitarstjóri Skútustaðahrepps.Heilbrigðisnefndin hafnaði úrbótaáætlun sem sveitarfélagið og stærri ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu unnu að kröfu nefndarinnar, þar sem hún var ekki fjármögnuð. Frestur til að skila fjármagnaðri úrbótaáætlun er gefinn til 15. september. „Þá verður vonandi búið að lenda þessu samtali um hugsanlega aðkomu ríkisvaldsins. Vonandi tekst það,“ segir Alfred Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins. „En ef það tekst ekki, og þeim tekst ekki að skila fjármagnaðri áætlun fyrir 15. september, er það hlutverk heilbrigðisnefndar að afturkalla starfsleyfi þessara fyrirtækja í Skútustaðahreppi, þar sem mengunarstigið er yfir því sem nemur 50 persónueiningum,“ segir Alfred og vísar til fyrirtækja sem hafa aðstöðu til að þjónusta 50 manns eða fleiri. Aðspurður segir hann þetta fyrst og fremst vera hótel og gisti- og veitingaþjónustur á svæðinu, bæði í þéttbýliskjörnum Reykjahlíðar, Voga og Skútustaða en einnig fyrirtæki í sveitinni utan þéttbýlis. „Það eru mjög jákvæðar samræður í gangi. Þetta er í ferli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, spurður um hinn langþráða ríkisstuðning. „Úrbótaáætlun okkar gerir ráð fyrir því að samningaviðræður við ríkið taki alveg fram að áramótum og við erum að vinna eftir því. Ef þeim verður ekki lokið fyrir 15. september munum við líklega sækja um frest.“ Í skriflegu svari umhverfisráðherra við fyrirspurn Óla Halldórssonar, sem birt var á vef Alþingis á föstudag, er engu lofað um hvort eða hve mikils fjárstuðnings sé að vænta. Af svarinu verður ekki séð að ráðherra telji sig lagalega skuldbundinn til að koma sveitarfélaginu eða atvinnurekendum til aðstoðar. „Hins vegar er ljóst að sveitarstjórn stendur frammi fyrir stóru verkefni og ströngum tímafresti sem önnur sveitarfélög búa ekki við. Í því ljósi samþykkti ríkisstjórn að verða við ósk sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að hefja viðræður um væntanlegar úrbætur í fráveitumálum og fjármögnun þess,“ segir í svari ráðherra. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra mun afturkalla starfsleyfi þeirra fyrirtækja á verndarsvæði Mývatns, sem bjóða aðstöðu fyrir 50 manns eða fleiri, verði fjármagnaðri úrbótaáætlun í fráveitumálum ekki skilað fyrir 15. september. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ítrekað óskað eftir aðstoð ríkisins við að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs fráveituvanda sem hefur mjög neikvæð áhrif á lífríki Mývatns, en verndarsvæðið er á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eiga á hættu að tapa verndargildi sínu. Kostnaður við nauðsynlegar framkvæmdir er talinn hlaupa á hundruðum milljóna króna.Þorsteinn Gunnarsson, Sveitarstjóri Skútustaðahrepps.Heilbrigðisnefndin hafnaði úrbótaáætlun sem sveitarfélagið og stærri ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu unnu að kröfu nefndarinnar, þar sem hún var ekki fjármögnuð. Frestur til að skila fjármagnaðri úrbótaáætlun er gefinn til 15. september. „Þá verður vonandi búið að lenda þessu samtali um hugsanlega aðkomu ríkisvaldsins. Vonandi tekst það,“ segir Alfred Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins. „En ef það tekst ekki, og þeim tekst ekki að skila fjármagnaðri áætlun fyrir 15. september, er það hlutverk heilbrigðisnefndar að afturkalla starfsleyfi þessara fyrirtækja í Skútustaðahreppi, þar sem mengunarstigið er yfir því sem nemur 50 persónueiningum,“ segir Alfred og vísar til fyrirtækja sem hafa aðstöðu til að þjónusta 50 manns eða fleiri. Aðspurður segir hann þetta fyrst og fremst vera hótel og gisti- og veitingaþjónustur á svæðinu, bæði í þéttbýliskjörnum Reykjahlíðar, Voga og Skútustaða en einnig fyrirtæki í sveitinni utan þéttbýlis. „Það eru mjög jákvæðar samræður í gangi. Þetta er í ferli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, spurður um hinn langþráða ríkisstuðning. „Úrbótaáætlun okkar gerir ráð fyrir því að samningaviðræður við ríkið taki alveg fram að áramótum og við erum að vinna eftir því. Ef þeim verður ekki lokið fyrir 15. september munum við líklega sækja um frest.“ Í skriflegu svari umhverfisráðherra við fyrirspurn Óla Halldórssonar, sem birt var á vef Alþingis á föstudag, er engu lofað um hvort eða hve mikils fjárstuðnings sé að vænta. Af svarinu verður ekki séð að ráðherra telji sig lagalega skuldbundinn til að koma sveitarfélaginu eða atvinnurekendum til aðstoðar. „Hins vegar er ljóst að sveitarstjórn stendur frammi fyrir stóru verkefni og ströngum tímafresti sem önnur sveitarfélög búa ekki við. Í því ljósi samþykkti ríkisstjórn að verða við ósk sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að hefja viðræður um væntanlegar úrbætur í fráveitumálum og fjármögnun þess,“ segir í svari ráðherra.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira