Ferðaþjónusta við Mývatn í lausu lofti Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Sérfræðingar hafa þugnar áhyggjur af lífríki Mývatns og aðgerðir í fráveitumálum á svæðinu hafa lengi verið á dagskrá. Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra mun afturkalla starfsleyfi þeirra fyrirtækja á verndarsvæði Mývatns, sem bjóða aðstöðu fyrir 50 manns eða fleiri, verði fjármagnaðri úrbótaáætlun í fráveitumálum ekki skilað fyrir 15. september. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ítrekað óskað eftir aðstoð ríkisins við að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs fráveituvanda sem hefur mjög neikvæð áhrif á lífríki Mývatns, en verndarsvæðið er á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eiga á hættu að tapa verndargildi sínu. Kostnaður við nauðsynlegar framkvæmdir er talinn hlaupa á hundruðum milljóna króna.Þorsteinn Gunnarsson, Sveitarstjóri Skútustaðahrepps.Heilbrigðisnefndin hafnaði úrbótaáætlun sem sveitarfélagið og stærri ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu unnu að kröfu nefndarinnar, þar sem hún var ekki fjármögnuð. Frestur til að skila fjármagnaðri úrbótaáætlun er gefinn til 15. september. „Þá verður vonandi búið að lenda þessu samtali um hugsanlega aðkomu ríkisvaldsins. Vonandi tekst það,“ segir Alfred Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins. „En ef það tekst ekki, og þeim tekst ekki að skila fjármagnaðri áætlun fyrir 15. september, er það hlutverk heilbrigðisnefndar að afturkalla starfsleyfi þessara fyrirtækja í Skútustaðahreppi, þar sem mengunarstigið er yfir því sem nemur 50 persónueiningum,“ segir Alfred og vísar til fyrirtækja sem hafa aðstöðu til að þjónusta 50 manns eða fleiri. Aðspurður segir hann þetta fyrst og fremst vera hótel og gisti- og veitingaþjónustur á svæðinu, bæði í þéttbýliskjörnum Reykjahlíðar, Voga og Skútustaða en einnig fyrirtæki í sveitinni utan þéttbýlis. „Það eru mjög jákvæðar samræður í gangi. Þetta er í ferli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, spurður um hinn langþráða ríkisstuðning. „Úrbótaáætlun okkar gerir ráð fyrir því að samningaviðræður við ríkið taki alveg fram að áramótum og við erum að vinna eftir því. Ef þeim verður ekki lokið fyrir 15. september munum við líklega sækja um frest.“ Í skriflegu svari umhverfisráðherra við fyrirspurn Óla Halldórssonar, sem birt var á vef Alþingis á föstudag, er engu lofað um hvort eða hve mikils fjárstuðnings sé að vænta. Af svarinu verður ekki séð að ráðherra telji sig lagalega skuldbundinn til að koma sveitarfélaginu eða atvinnurekendum til aðstoðar. „Hins vegar er ljóst að sveitarstjórn stendur frammi fyrir stóru verkefni og ströngum tímafresti sem önnur sveitarfélög búa ekki við. Í því ljósi samþykkti ríkisstjórn að verða við ósk sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að hefja viðræður um væntanlegar úrbætur í fráveitumálum og fjármögnun þess,“ segir í svari ráðherra. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra mun afturkalla starfsleyfi þeirra fyrirtækja á verndarsvæði Mývatns, sem bjóða aðstöðu fyrir 50 manns eða fleiri, verði fjármagnaðri úrbótaáætlun í fráveitumálum ekki skilað fyrir 15. september. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur ítrekað óskað eftir aðstoð ríkisins við að fjármagna nauðsynlegar aðgerðir vegna alvarlegs fráveituvanda sem hefur mjög neikvæð áhrif á lífríki Mývatns, en verndarsvæðið er á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir svæði sem eiga á hættu að tapa verndargildi sínu. Kostnaður við nauðsynlegar framkvæmdir er talinn hlaupa á hundruðum milljóna króna.Þorsteinn Gunnarsson, Sveitarstjóri Skútustaðahrepps.Heilbrigðisnefndin hafnaði úrbótaáætlun sem sveitarfélagið og stærri ferðaþjónustufyrirtækin á svæðinu unnu að kröfu nefndarinnar, þar sem hún var ekki fjármögnuð. Frestur til að skila fjármagnaðri úrbótaáætlun er gefinn til 15. september. „Þá verður vonandi búið að lenda þessu samtali um hugsanlega aðkomu ríkisvaldsins. Vonandi tekst það,“ segir Alfred Schiöth, framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlitsins. „En ef það tekst ekki, og þeim tekst ekki að skila fjármagnaðri áætlun fyrir 15. september, er það hlutverk heilbrigðisnefndar að afturkalla starfsleyfi þessara fyrirtækja í Skútustaðahreppi, þar sem mengunarstigið er yfir því sem nemur 50 persónueiningum,“ segir Alfred og vísar til fyrirtækja sem hafa aðstöðu til að þjónusta 50 manns eða fleiri. Aðspurður segir hann þetta fyrst og fremst vera hótel og gisti- og veitingaþjónustur á svæðinu, bæði í þéttbýliskjörnum Reykjahlíðar, Voga og Skútustaða en einnig fyrirtæki í sveitinni utan þéttbýlis. „Það eru mjög jákvæðar samræður í gangi. Þetta er í ferli,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, spurður um hinn langþráða ríkisstuðning. „Úrbótaáætlun okkar gerir ráð fyrir því að samningaviðræður við ríkið taki alveg fram að áramótum og við erum að vinna eftir því. Ef þeim verður ekki lokið fyrir 15. september munum við líklega sækja um frest.“ Í skriflegu svari umhverfisráðherra við fyrirspurn Óla Halldórssonar, sem birt var á vef Alþingis á föstudag, er engu lofað um hvort eða hve mikils fjárstuðnings sé að vænta. Af svarinu verður ekki séð að ráðherra telji sig lagalega skuldbundinn til að koma sveitarfélaginu eða atvinnurekendum til aðstoðar. „Hins vegar er ljóst að sveitarstjórn stendur frammi fyrir stóru verkefni og ströngum tímafresti sem önnur sveitarfélög búa ekki við. Í því ljósi samþykkti ríkisstjórn að verða við ósk sveitarstjórnar Skútustaðahrepps um að hefja viðræður um væntanlegar úrbætur í fráveitumálum og fjármögnun þess,“ segir í svari ráðherra.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira