Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Sæunn Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2017 07:00 Íbúum Reykjanesbæjar fjölgaði um 8,6 prósent á síðastliðnu ári. vísir/stefán „Á síðustu tólf mánuðum frá júlí 2016 til júlí 2017 er fólksfjölgunin 8,6 prósent í Reykjanesbæ. Þetta er algjörlega fordæmalaust. Þetta er það mesta sem við höfum séð. Talað er um í þessum fræðum að 1,3 til 1,5 prósent fjölgun sé eðlileg og æskileg,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mikil fólksfjölgun hefur orðið á Suðurnesjum undanfarin misseri og virðist ekkert lát á fjölguninni. Það sem af er ári hefur íbúum í Reykjanesbæ fjölgað um 7,3 prósent. En á síðasta ári fjölgaði íbúum um 8 prósent.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mynd/AðsendSamkvæmt spá Framtíðarseturs Íslands, rannsóknarseturs sem rannsakar samfélagstengda framtíðarþróun og önnur samfélagsverkefni, mun íbúum á Suðurnesjum fjölga um 55 prósent til ársins 2030 miðað við íbúafjölda síðasta árs og verða þá 34.800. Sé miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð má áætla að byggja þurfi hátt í 400 íbúðir á ári á Suðurnesjum næstu þrettán árin til að bregðast við fjölgun íbúa á svæðinu. Kjartan áætlar að miðað við að hægi aðeins á fjölgun íbúa eftir næstu tvö ár þá þurfi að byggja um 2.200 íbúðir í Reykjanesbæ til ársins 2030 eða tæplega 200 á ári. Hann telur þó að Reykjanesbær geti tekið við slíkri fólksfjölgun. „Við endurskoðuðum aðalskipulag Reykjanesbæjar og kláruðum það í vor. Nú er komið í gildi nýtt aðalskipulag sem gildir til 2030. Þar er gert ráð fyrir nokkrum sviðsmyndum varðandi íbúaþróun og íbúafjölgun. Fjölgun er gríðarleg núna, var gríðarleg í fyrra, en ef við gefum okkur síðan að þetta dragist aðeins saman og meðalfjölgun verði um 2,5 prósent á ári á þessu tímabili þá þurfum við að byggja um 2.200 íbúðir. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir því að það sé nægt framboð af landi,“ segir Kjartan. „Þannig að ég held að við séum klár í þennan kúf sem var í fyrra og er núna og verður að minnsta kosti á næstu tveimur árum. Við getum ráðið við hann, en ef við sjáum ekki fram á að fólksfjölgunin dragist saman þá þurfa menn að endurskoða deiliskipulag,“ segir Kjartan. Nú þegar hefur íbúum fjölgað töluvert á Suðurnesjum á árinu en á öðrum ársfjórðungi voru þeir rúmlega 25 þúsund, eða tæplega 5 prósent fleiri en í ársbyrjun, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Eftirspurn eftir íbúðum á svæðinu er nú þegar töluverð svo búast má við að þörfin fyrir húsnæði sé jafnvel enn meiri. Fréttastofa 365 hefur fjallað ítarlega um húsnæðisskort á svæðinu undanfarin misseri, sérstaklega meðal fólks á leigumarkaði. „Það er verið að taka í notkun hvern einasta fermetra á svæðinu,“ segir Kjartan. Hann bendir á að miklar byggingaframkvæmdir standi yfir um þessar mundir. Mikill viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum síðustu ár. Fram kemur í skýrslu Íslandsbanka, Suðurnes í sókn, að atvinnuleysi á svæðinu sé nú lítið sem ekkert og atvinnusköpun, sérstaklega í kringum flugvöllinn, hafi verið mikil. Íbúum á svæðinu hafi fjölgað gríðarlega, hlutfallslega langmest miðað við aðra landshluta, og nú sé svo komið að eftirspurn eftir húsnæði sé mjög mikil. Kjartan segir að flugvöllurinn trekki að töluvert af fólki, sérstaklega af erlendum uppruna. „Það er rosalega hátt hlutfall af íbúum núna með erlent ríkisfang, eða 19,4 prósent af íbúum Reykjanesbæjar. Í sumum skólum er hlutfall nemenda með erlent ríkisfang komið upp í 30 prósent. Í skýrslu sem gerð var fyrir Isavia, og er þá miðað við farþegaspá og vöxt í millilandafluginu, mun störfum í kringum millilandaflugið fjölga um að meðaltali 400 á ári, sem er eins og eitt stykki álver á ári,“ segir Kjartan. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
„Á síðustu tólf mánuðum frá júlí 2016 til júlí 2017 er fólksfjölgunin 8,6 prósent í Reykjanesbæ. Þetta er algjörlega fordæmalaust. Þetta er það mesta sem við höfum séð. Talað er um í þessum fræðum að 1,3 til 1,5 prósent fjölgun sé eðlileg og æskileg,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mikil fólksfjölgun hefur orðið á Suðurnesjum undanfarin misseri og virðist ekkert lát á fjölguninni. Það sem af er ári hefur íbúum í Reykjanesbæ fjölgað um 7,3 prósent. En á síðasta ári fjölgaði íbúum um 8 prósent.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mynd/AðsendSamkvæmt spá Framtíðarseturs Íslands, rannsóknarseturs sem rannsakar samfélagstengda framtíðarþróun og önnur samfélagsverkefni, mun íbúum á Suðurnesjum fjölga um 55 prósent til ársins 2030 miðað við íbúafjölda síðasta árs og verða þá 34.800. Sé miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð má áætla að byggja þurfi hátt í 400 íbúðir á ári á Suðurnesjum næstu þrettán árin til að bregðast við fjölgun íbúa á svæðinu. Kjartan áætlar að miðað við að hægi aðeins á fjölgun íbúa eftir næstu tvö ár þá þurfi að byggja um 2.200 íbúðir í Reykjanesbæ til ársins 2030 eða tæplega 200 á ári. Hann telur þó að Reykjanesbær geti tekið við slíkri fólksfjölgun. „Við endurskoðuðum aðalskipulag Reykjanesbæjar og kláruðum það í vor. Nú er komið í gildi nýtt aðalskipulag sem gildir til 2030. Þar er gert ráð fyrir nokkrum sviðsmyndum varðandi íbúaþróun og íbúafjölgun. Fjölgun er gríðarleg núna, var gríðarleg í fyrra, en ef við gefum okkur síðan að þetta dragist aðeins saman og meðalfjölgun verði um 2,5 prósent á ári á þessu tímabili þá þurfum við að byggja um 2.200 íbúðir. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir því að það sé nægt framboð af landi,“ segir Kjartan. „Þannig að ég held að við séum klár í þennan kúf sem var í fyrra og er núna og verður að minnsta kosti á næstu tveimur árum. Við getum ráðið við hann, en ef við sjáum ekki fram á að fólksfjölgunin dragist saman þá þurfa menn að endurskoða deiliskipulag,“ segir Kjartan. Nú þegar hefur íbúum fjölgað töluvert á Suðurnesjum á árinu en á öðrum ársfjórðungi voru þeir rúmlega 25 þúsund, eða tæplega 5 prósent fleiri en í ársbyrjun, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Eftirspurn eftir íbúðum á svæðinu er nú þegar töluverð svo búast má við að þörfin fyrir húsnæði sé jafnvel enn meiri. Fréttastofa 365 hefur fjallað ítarlega um húsnæðisskort á svæðinu undanfarin misseri, sérstaklega meðal fólks á leigumarkaði. „Það er verið að taka í notkun hvern einasta fermetra á svæðinu,“ segir Kjartan. Hann bendir á að miklar byggingaframkvæmdir standi yfir um þessar mundir. Mikill viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum síðustu ár. Fram kemur í skýrslu Íslandsbanka, Suðurnes í sókn, að atvinnuleysi á svæðinu sé nú lítið sem ekkert og atvinnusköpun, sérstaklega í kringum flugvöllinn, hafi verið mikil. Íbúum á svæðinu hafi fjölgað gríðarlega, hlutfallslega langmest miðað við aðra landshluta, og nú sé svo komið að eftirspurn eftir húsnæði sé mjög mikil. Kjartan segir að flugvöllurinn trekki að töluvert af fólki, sérstaklega af erlendum uppruna. „Það er rosalega hátt hlutfall af íbúum núna með erlent ríkisfang, eða 19,4 prósent af íbúum Reykjanesbæjar. Í sumum skólum er hlutfall nemenda með erlent ríkisfang komið upp í 30 prósent. Í skýrslu sem gerð var fyrir Isavia, og er þá miðað við farþegaspá og vöxt í millilandafluginu, mun störfum í kringum millilandaflugið fjölga um að meðaltali 400 á ári, sem er eins og eitt stykki álver á ári,“ segir Kjartan.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira