Vilja sekta fyrir of mikinn meðalhraða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 19:30 Myndavélar sem mæla meðalhraða á vegum hafa leitt til umtalsverðrar fækkunar á alvarlegum umferðarslysum í Noregi. Sams konar eftirlit er nú komið í útboðsferli hér á landi. Vegagerðin leggur til eftirlitið verði sett upp víða þar sem slys vegna hraðaksturs eru algeng. Meðalhraðaeftirlit virkar þannig að tveimur myndavélum er komið fyrir sitt hvoru megin við endann á tilteknum vegkafla. Ein mynd er tekin af ökumanni þegar hann kemur inn á kaflann og önnur þegar farið er út af honum. Lengdin liggur fyrir og er meðalhraðinn reiknaður sjálfvirkt miðað við tímann sem það tekur ökumanninn að komast á milli myndavéla. Þeir sem fara of hratt eru sektaðir. Forstöðukona hjá Vegagerðinni segir þetta hafa reynst vel í Noregi. „Slysum og alvarlega slösuðum og látnum í Noregi fækkaði um 49 til 54% við uppsetningu þessa sjálfvirka meðaltalseftirlits," segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðukona hjá Vegagerðinni. Tæknin var nýverið prófuð á Hringveginum og hefur nú þegar verið leitað eftir tilboðum í uppsetningu á tveimur vegköflum. „Það hefur þegar verið ákveðið að hafa möguleika á að taka þetta sjálfvirka meðaltalseftirlit upp í nýjum Norðfjarðargöngum og jafnvel hugsanlega á Grindavíkurvegi á kaflanum milli Reykanesbrautar og Bláa Lónsins," segir Auður. Mun fleiri staðir koma þá einnig til greina og ætlar Vegagerðin að leggja til að meðalhraðaeftirliti verði komið fyrir í næstu samgönguáætlun. „Þetta hefur fengið ágætan hljómgrunn, bæði hér innan Vegagerðarinnar og hjá lögreglu en einnig hjá ráðuneytinu," segir Auður. Kostnaður við uppsetningu á hverjum kafla gæti verið um sextíu milljónir króna en samkvæmt skýrslu sem Mannvit vann fyrir Vegagerðina gæti fjárfestingin borgað sig upp á um það bil einu ári. Efitirlitið yrði þó einungis sett upp á köflum þar sem mörg slys verða sem hægt að tengja hraðakstri. „Þetta yrði mjög fljótt að borga sig upp, fyrst og fremst í minni slysakostnaði. Við erum ekki að þessu til að hanka ökumenn heldur fyrst og fremst til að auka öryggi fólks," segir Auður. Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Svokallaðar meðalhraðamyndavélar hafa gefið góða raun víða. Lögreglan hefur áhuga á að innleiða kerfið hér. 23. september 2015 13:03 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Enn skelfur jörð við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Myndavélar sem mæla meðalhraða á vegum hafa leitt til umtalsverðrar fækkunar á alvarlegum umferðarslysum í Noregi. Sams konar eftirlit er nú komið í útboðsferli hér á landi. Vegagerðin leggur til eftirlitið verði sett upp víða þar sem slys vegna hraðaksturs eru algeng. Meðalhraðaeftirlit virkar þannig að tveimur myndavélum er komið fyrir sitt hvoru megin við endann á tilteknum vegkafla. Ein mynd er tekin af ökumanni þegar hann kemur inn á kaflann og önnur þegar farið er út af honum. Lengdin liggur fyrir og er meðalhraðinn reiknaður sjálfvirkt miðað við tímann sem það tekur ökumanninn að komast á milli myndavéla. Þeir sem fara of hratt eru sektaðir. Forstöðukona hjá Vegagerðinni segir þetta hafa reynst vel í Noregi. „Slysum og alvarlega slösuðum og látnum í Noregi fækkaði um 49 til 54% við uppsetningu þessa sjálfvirka meðaltalseftirlits," segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðukona hjá Vegagerðinni. Tæknin var nýverið prófuð á Hringveginum og hefur nú þegar verið leitað eftir tilboðum í uppsetningu á tveimur vegköflum. „Það hefur þegar verið ákveðið að hafa möguleika á að taka þetta sjálfvirka meðaltalseftirlit upp í nýjum Norðfjarðargöngum og jafnvel hugsanlega á Grindavíkurvegi á kaflanum milli Reykanesbrautar og Bláa Lónsins," segir Auður. Mun fleiri staðir koma þá einnig til greina og ætlar Vegagerðin að leggja til að meðalhraðaeftirliti verði komið fyrir í næstu samgönguáætlun. „Þetta hefur fengið ágætan hljómgrunn, bæði hér innan Vegagerðarinnar og hjá lögreglu en einnig hjá ráðuneytinu," segir Auður. Kostnaður við uppsetningu á hverjum kafla gæti verið um sextíu milljónir króna en samkvæmt skýrslu sem Mannvit vann fyrir Vegagerðina gæti fjárfestingin borgað sig upp á um það bil einu ári. Efitirlitið yrði þó einungis sett upp á köflum þar sem mörg slys verða sem hægt að tengja hraðakstri. „Þetta yrði mjög fljótt að borga sig upp, fyrst og fremst í minni slysakostnaði. Við erum ekki að þessu til að hanka ökumenn heldur fyrst og fremst til að auka öryggi fólks," segir Auður.
Samgöngur Tengdar fréttir Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Svokallaðar meðalhraðamyndavélar hafa gefið góða raun víða. Lögreglan hefur áhuga á að innleiða kerfið hér. 23. september 2015 13:03 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Enn skelfur jörð við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Lögreglan vill fara nýjar leiðir til að koma upp um hraðakstur Svokallaðar meðalhraðamyndavélar hafa gefið góða raun víða. Lögreglan hefur áhuga á að innleiða kerfið hér. 23. september 2015 13:03