Telja fjölda ferðamanna ofmetinn um fjórtán þúsund Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2017 18:08 Fjöldi ferðamanna sem fer í gegnum Keflavíkurflugvöll hefur aukist gríðarlega undanfarin ár. Vísir/Eyþór Isavia og Ferðamálastofa telja að fjöldi ferðamanna sem hingað kom til lands í júlí hafi verið ofmetinn um fjórtán þúsund ferðamenn. Ákveðið var að framkvæma könnun á meðal brottfararfarþega eftir að umræða skapaðist í vor um áreiðanleika fjöldatalningu á Keflavíkurflugvelli. Gerð varð úrtakskönnun á tímabilinu 24. júlí til 6. ágúst á meðal brottfararfarþega til að meta vægi þeirra sem tengja á eigin vegum í gegnum flugvöllinn en lenda í brottfarartalningum. Var það gert til að meta vægi þessara ferðamanna í í heildarfjölda ferðamanna samkvæmt talningum. Í tilkynningu frá Isavia og Ferðamálastofu segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að fimm prósent brottfararfarþega nota flugvöllinn eingöngu til millilendingar. Er það því mat Isavia og Ferðamálastofu að af þeim 272 ferðamönnum sem hingað komu í júlí hafi fjórtán þúsund verið sjálftengifarþegar og teljist þar með ekki til ferðamanna.Niðurstöður könnunarinnarVísir/AðsendAthygli vekur þó að samkvæmt könnuninni er þrjú prósent brottfararfarþega sjálftengifarþegar erlendir ríkisborgarar sem búa á Íslandi til skemmri eða lengri tíma. Þá nýttu sex prósent þeirra farþega sem millilentu á Keflavíkurflugvelli tækifærið til þess að skoða sig um, án þess að gista. Þessir tveir hópar hafa ávallt verið taldir með í ferðamannatalningum en séu þeir undanskildir má reikna með að fjöldi ferðamanna hafi verið ofmetinn um átta til fjórtán prósent eða 21 þúsund til 38 þúsund farþega. Í tilkynningunni segir þó að brottfarartalningar á Keflavíkurflugvelli hafa frá upphafi verið birtar með ákveðnum fyrirvörum og taka niðurstöður mið af þeirri aðferðafræði sem viðhöfð. Gert er ráð fyrir að gerð verði önnur úrtakskönnun að vetri til svo sjá hvort munir sé á milli árstíða. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Samtök ferðaþjónustunnar: Fjöldatölur og gistinætur haldast ekki í hendur Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að að þær fjöldatölur sem liggja til grundvallar fyrirætlunum stjórnvalda gefi alls ekki raunsanna mynd. 21. maí 2017 22:40 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Isavia og Ferðamálastofa telja að fjöldi ferðamanna sem hingað kom til lands í júlí hafi verið ofmetinn um fjórtán þúsund ferðamenn. Ákveðið var að framkvæma könnun á meðal brottfararfarþega eftir að umræða skapaðist í vor um áreiðanleika fjöldatalningu á Keflavíkurflugvelli. Gerð varð úrtakskönnun á tímabilinu 24. júlí til 6. ágúst á meðal brottfararfarþega til að meta vægi þeirra sem tengja á eigin vegum í gegnum flugvöllinn en lenda í brottfarartalningum. Var það gert til að meta vægi þessara ferðamanna í í heildarfjölda ferðamanna samkvæmt talningum. Í tilkynningu frá Isavia og Ferðamálastofu segir að niðurstöður könnunarinnar sýni að fimm prósent brottfararfarþega nota flugvöllinn eingöngu til millilendingar. Er það því mat Isavia og Ferðamálastofu að af þeim 272 ferðamönnum sem hingað komu í júlí hafi fjórtán þúsund verið sjálftengifarþegar og teljist þar með ekki til ferðamanna.Niðurstöður könnunarinnarVísir/AðsendAthygli vekur þó að samkvæmt könnuninni er þrjú prósent brottfararfarþega sjálftengifarþegar erlendir ríkisborgarar sem búa á Íslandi til skemmri eða lengri tíma. Þá nýttu sex prósent þeirra farþega sem millilentu á Keflavíkurflugvelli tækifærið til þess að skoða sig um, án þess að gista. Þessir tveir hópar hafa ávallt verið taldir með í ferðamannatalningum en séu þeir undanskildir má reikna með að fjöldi ferðamanna hafi verið ofmetinn um átta til fjórtán prósent eða 21 þúsund til 38 þúsund farþega. Í tilkynningunni segir þó að brottfarartalningar á Keflavíkurflugvelli hafa frá upphafi verið birtar með ákveðnum fyrirvörum og taka niðurstöður mið af þeirri aðferðafræði sem viðhöfð. Gert er ráð fyrir að gerð verði önnur úrtakskönnun að vetri til svo sjá hvort munir sé á milli árstíða.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Samtök ferðaþjónustunnar: Fjöldatölur og gistinætur haldast ekki í hendur Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að að þær fjöldatölur sem liggja til grundvallar fyrirætlunum stjórnvalda gefi alls ekki raunsanna mynd. 21. maí 2017 22:40 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar: Fjöldatölur og gistinætur haldast ekki í hendur Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar hefur sent frá sér ályktun þar sem því er haldið fram að að þær fjöldatölur sem liggja til grundvallar fyrirætlunum stjórnvalda gefi alls ekki raunsanna mynd. 21. maí 2017 22:40