Körfubolti

Payton myndi ekki heldur vilja hitta Trump

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gary Payton er ekki hrifinn af Donald Trump.
Gary Payton er ekki hrifinn af Donald Trump. vísir/getty
Heiðurshallarmeðlimurinn Gary Payton segir að hann myndi ekki þekkjast boð Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að heimsækja Hvíta húsið.

Í síðustu viku greindi Kevin Durant frá því að hann ætli ekki að hitta Trump ef Golden State Warriors verður boðið í Hvíta húsið eins og venjan er með NBA-meistara. Durant sagðist ekki bera virðingu fyrir hinum umdeilda Trump.

Payton, sem lék í 17 ár í NBA, var spurður að því á dögunum hvort hann myndi fara sömu leið og Durant og hafna boði Trumps.

„Eins og staðan er núna myndi ég ekki fara,“ svaraði Payton sem hefur aldrei verið þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.

Payton varð NBA-meistari með Miami Heat 2006 og var með í för þegar Flórídaliðið heimsótti Hvíta húsið sama ár. Þá sat George W. Bush á forsetastóli.

NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×