Umdeildur innkaupapoki áfram á Lækjartorgi næstu daga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. ágúst 2017 22:13 Auglýsingin er flennistór. Vísir/Stefán Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd er pokinn nokkuð fyrirferðarmikill, auk þess sem textinn á skiltinu er á ensku. Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir á opnun verslunarinnar í Smáralind 26. ágúst næstkomandi. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á pokanum fyrr í dag og velti því upp hver gæfi leyfi fyrir slíkri auglýsingunum. Tengir hann við frétt Stundarinnar þar sem greint er frá því að Reykjavíkurborg hafi ekki gefið leyfi fyrir uppsetningu innkaupapokans og að hann verði fjarlægður á morgun.Æi þetta er ekki fallegt. Hver leyfir svona? pic.twitter.com/yykn7LqSWO— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) August 21, 2017 Í samtali við Vísi segir Guðmundur Vignir Óskarsson, verkefnastjóri leyfisveitinga borgarlands þó að ekki sé rétt að pokinn verði fjarlægður á morgun. H&M hafi sótt um tilskilin leyfi fyrir innkaupapokanum og að hann fái að standa fram yfir mánaðamót. Borgin meti það sem svo að verið sé að kynna viðburð. „Okkur hugsun er bara sú að þetta er jákvætt innlegg í verslunarrekstur í miðborginni. Við leyfum þetta í tilgangi, að kynna þessa stórverslun sem er að koma hingað inn,“ segir Guðmundur Vignir en H&M mun einnig opna verslun í Kringlunni sem og í Hafnartorgi, í grennd við innkaupapokann.Getum við ekki sleppt því að brenna IKEA geitina í ár og kveikt frekar öll í ógeðslega ljóta H&M innkaupapokanum sem er kominn á Lækjatorg?— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) August 21, 2017 Guðmundur líkir þessu við það leyfi sem Kóklestin svokallaða hefur fengið í kringum jólin til að keyra í gegnum miðbæinn. Hann segir þó að borgin geri sér vel grein fyrir því að slíkar auglýsingar geti verið umdeildar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru örugglega mjög skiptar skoðanir um hvað á að ganga langt í þessum efnum.“ Stærð innkaupapokans er þó ekki það eina sem hefur verið gagnrýnd en sú staðreynd að auglýsingin er á ensku hefur vakið mismikla lukku.Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.Vísir/EyþórKristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra gagnrýndi skiltið í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Sagði hann enskunotkun fyrirtækja vera dapurlega. „Mér finnst það mjög dapurt. Ég sé núna auglýsingar á einhverri verslun sem er að fara að opna. Það er enska sem tröllríður þar, eitthvert stærðarinnar skilti á Lækjartorgi. Mér finnst þetta dapurt. Vegna þess að það er ósköp einfalt að við eigum að nota íslensku til alls. Við eigum orð á íslensku yfir alla mögulega hluti,“ sagði Kristján Þór. Vakið hefur athygli að fyrirtæki með starfsemi á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér ensku á kostnað íslenskunnar, stutt er síðan Flugfélag Íslands breytti nafni sínu í Air Iceland Connect. Hefur þetta verið tengt við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi en ráðherrann gefur lítið fyrir þær skýringar. „Mér finnst þetta svona frekar slakt, bara svo ég láti nú vaða. Ég meina, útlendingar, erlendir ferðamenn, eru að koma hingað til að upplifa Ísland. Hluti af Íslandi er að geta boðið erlendu fólki upp á það sem íslenskt er. Og ef að málið okkar er ekki gjaldgengt í þeirri upplifun, þá spyr ég: Hvað eru menn að gagga þarna þegar þeir eru að reyna að berja saman einhverja texta á erlendu máli?" sagði Kristján í samtali við Síðdegisútvarp Rásar 2.Þá hnýtir rithöfundurinn Andri Snær Magnason í auglýsinguna og gagnrýnir að enskt heiti ágústmánaðar sé notað í stað þess íslenska, líkt og sjá má hér að neðan.HM opnar í August, skv ljósaskilti. #fokkíslenska— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) August 20, 2017 Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Risavöxnum innkaupapoka sem auglýsir opnun verslunarinnar H&M um næstu helgi var komið fyrir á Lækjartorgi í Reykjavík í morgun. Auglýsingin er umdeild en fær að standa fram yfir mánaðamótin. Líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd er pokinn nokkuð fyrirferðarmikill, auk þess sem textinn á skiltinu er á ensku. Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir á opnun verslunarinnar í Smáralind 26. ágúst næstkomandi. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á pokanum fyrr í dag og velti því upp hver gæfi leyfi fyrir slíkri auglýsingunum. Tengir hann við frétt Stundarinnar þar sem greint er frá því að Reykjavíkurborg hafi ekki gefið leyfi fyrir uppsetningu innkaupapokans og að hann verði fjarlægður á morgun.Æi þetta er ekki fallegt. Hver leyfir svona? pic.twitter.com/yykn7LqSWO— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) August 21, 2017 Í samtali við Vísi segir Guðmundur Vignir Óskarsson, verkefnastjóri leyfisveitinga borgarlands þó að ekki sé rétt að pokinn verði fjarlægður á morgun. H&M hafi sótt um tilskilin leyfi fyrir innkaupapokanum og að hann fái að standa fram yfir mánaðamót. Borgin meti það sem svo að verið sé að kynna viðburð. „Okkur hugsun er bara sú að þetta er jákvætt innlegg í verslunarrekstur í miðborginni. Við leyfum þetta í tilgangi, að kynna þessa stórverslun sem er að koma hingað inn,“ segir Guðmundur Vignir en H&M mun einnig opna verslun í Kringlunni sem og í Hafnartorgi, í grennd við innkaupapokann.Getum við ekki sleppt því að brenna IKEA geitina í ár og kveikt frekar öll í ógeðslega ljóta H&M innkaupapokanum sem er kominn á Lækjatorg?— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) August 21, 2017 Guðmundur líkir þessu við það leyfi sem Kóklestin svokallaða hefur fengið í kringum jólin til að keyra í gegnum miðbæinn. Hann segir þó að borgin geri sér vel grein fyrir því að slíkar auglýsingar geti verið umdeildar. „Við gerum okkur grein fyrir því að það eru örugglega mjög skiptar skoðanir um hvað á að ganga langt í þessum efnum.“ Stærð innkaupapokans er þó ekki það eina sem hefur verið gagnrýnd en sú staðreynd að auglýsingin er á ensku hefur vakið mismikla lukku.Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra.Vísir/EyþórKristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra gagnrýndi skiltið í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag. Sagði hann enskunotkun fyrirtækja vera dapurlega. „Mér finnst það mjög dapurt. Ég sé núna auglýsingar á einhverri verslun sem er að fara að opna. Það er enska sem tröllríður þar, eitthvert stærðarinnar skilti á Lækjartorgi. Mér finnst þetta dapurt. Vegna þess að það er ósköp einfalt að við eigum að nota íslensku til alls. Við eigum orð á íslensku yfir alla mögulega hluti,“ sagði Kristján Þór. Vakið hefur athygli að fyrirtæki með starfsemi á Íslandi hafa í auknum mæli nýtt sér ensku á kostnað íslenskunnar, stutt er síðan Flugfélag Íslands breytti nafni sínu í Air Iceland Connect. Hefur þetta verið tengt við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi en ráðherrann gefur lítið fyrir þær skýringar. „Mér finnst þetta svona frekar slakt, bara svo ég láti nú vaða. Ég meina, útlendingar, erlendir ferðamenn, eru að koma hingað til að upplifa Ísland. Hluti af Íslandi er að geta boðið erlendu fólki upp á það sem íslenskt er. Og ef að málið okkar er ekki gjaldgengt í þeirri upplifun, þá spyr ég: Hvað eru menn að gagga þarna þegar þeir eru að reyna að berja saman einhverja texta á erlendu máli?" sagði Kristján í samtali við Síðdegisútvarp Rásar 2.Þá hnýtir rithöfundurinn Andri Snær Magnason í auglýsinguna og gagnrýnir að enskt heiti ágústmánaðar sé notað í stað þess íslenska, líkt og sjá má hér að neðan.HM opnar í August, skv ljósaskilti. #fokkíslenska— Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) August 20, 2017
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Segir enskunotkun Íslendinga snuða ferðamenn Tíð enskunotkun Íslendinga og íslenskra fyrirtækja snuðar ferðamenn sem hingað sækja um hluta af þeirri upplifun sem væntingar stóðu til að mati lektors við Háskólann á Akureyri. 1. júní 2017 11:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent