Áheitin renna óskert til góðgerðafélaga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 20:26 Mörgum hefur þótt gagnrýnivert að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála en Íslandsbanki ætlar að auka stuðning við hlaupið í ár. Í ár munu áheit á hlaupara Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka renna óskert til góðgerðafélaga. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Nokkuð hefur borið á gagnrýni sem lýtur að því að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála. Meðal þeirra sem lýstu óánægju sinni með þá staðreynd að áheitin færu ekki óskipt til góðgerðarmála var Lára Guðrún Jóhönnudóttir, ein af söfnunarstjörnum maraþonsins, en hún tjáði sig um málið í dag:Lára Guðrún Jóhönnudóttir hafði sannarlega áhrif með skrifum sínum í dag.Visir/VilhelmSafnaði í góðri trú „Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI!” sagði Lára þegar hún deildi leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla, úr Fréttablaðinu í gær. Þar vakti Kristín athygli á því að peningarnir færu ekki allir til góðgerðamála: „Það sem ekki allir vita er að þær upphæðir sem safnast gegnum síðuna hlaupastyrkur.is renna ekki óskiptar til þeirra góðu málefna sem hlauparar hafa valið sér. Á síðunni, sem Íslandsbanki rekur og er kirfilega merkt bankanum í auglýsingaskyni, kemur fram að 10% söfnunarfjár að hámarki fari í kostnað við rekstur vefsins, greiðslu færslugjalda og fleira. Í fyrra var þessi kostnaður um fimm milljónir króna.” Lára lýkur stöðuuppfærslu sinni á því að segjast hafa staðið við sitt og hlaupið tíu kílómetra þvert gegn læknisráði. Þetta gerði Lára vegna þess að hún hafði strengt þess heit: „ég var búin að gefa loforð, loforð um að skrölta alla þessa kílómetra gegn því að fólk myndi styrkja málefni sem er mér svo gríðarlega mikilvægt,” segir Lára. Stöðuuppfærslunni hefur verið deilt á þriðja hundrað sinnum og þá hafa á sjötta hundrað líka við hana þegar þetta er skrifað.Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.Hafa engar tekjur af söfnuninni Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka verður annar háttur hafður á í ár og munu áheitin renna óskert til góðgerðafélaga. Í tilkynningunni kemur auk þess fram að bankinn greiði allan kostnað sem fellur til við söfnunina eins og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðu maraþonsins og færslugjöld vegna áheita. Íslandsbanki hafi ekki neinar tekjur af söfnuninni „hvorki beinar né óbeinar.” Íslandsbanki stofnaði Hlaupastyrkur.is fyrir tíu árum síðan og meira en 100 góðgerðafélög skrá sig til þátttöku árlega. Reykjavíkurmaraþonið í safnaði í ár hæstu upphæð frá upphafi.Uppfært klukkan 22:48: Fyrirsögninni hefur verið breytt þar sem sú fyrri gaf til kynna að Íslandsbanki hefði áður fengið hluta áheitanna til sín. Hið rétta er að 5% áheitanna hafa runnið til Íþróttabandalags Reykjavíkur sem hefur umsjón með hlaupinu. Tengdar fréttir Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Í ár munu áheit á hlaupara Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka renna óskert til góðgerðafélaga. Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur umsjón með hlaupinu og hafa 5% af áheitum farið í kostnað. Nokkuð hefur borið á gagnrýni sem lýtur að því að upphæðin renni ekki óskipt til góðgerðamála. Meðal þeirra sem lýstu óánægju sinni með þá staðreynd að áheitin færu ekki óskipt til góðgerðarmála var Lára Guðrún Jóhönnudóttir, ein af söfnunarstjörnum maraþonsins, en hún tjáði sig um málið í dag:Lára Guðrún Jóhönnudóttir hafði sannarlega áhrif með skrifum sínum í dag.Visir/VilhelmSafnaði í góðri trú „Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI!” sagði Lára þegar hún deildi leiðara Kristínar Þorsteinsdóttur, aðalritstjóra 365 miðla, úr Fréttablaðinu í gær. Þar vakti Kristín athygli á því að peningarnir færu ekki allir til góðgerðamála: „Það sem ekki allir vita er að þær upphæðir sem safnast gegnum síðuna hlaupastyrkur.is renna ekki óskiptar til þeirra góðu málefna sem hlauparar hafa valið sér. Á síðunni, sem Íslandsbanki rekur og er kirfilega merkt bankanum í auglýsingaskyni, kemur fram að 10% söfnunarfjár að hámarki fari í kostnað við rekstur vefsins, greiðslu færslugjalda og fleira. Í fyrra var þessi kostnaður um fimm milljónir króna.” Lára lýkur stöðuuppfærslu sinni á því að segjast hafa staðið við sitt og hlaupið tíu kílómetra þvert gegn læknisráði. Þetta gerði Lára vegna þess að hún hafði strengt þess heit: „ég var búin að gefa loforð, loforð um að skrölta alla þessa kílómetra gegn því að fólk myndi styrkja málefni sem er mér svo gríðarlega mikilvægt,” segir Lára. Stöðuuppfærslunni hefur verið deilt á þriðja hundrað sinnum og þá hafa á sjötta hundrað líka við hana þegar þetta er skrifað.Edda Hermannsdóttir, samskiptastjóri Íslandsbanka.Hafa engar tekjur af söfnuninni Eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslandsbanka verður annar háttur hafður á í ár og munu áheitin renna óskert til góðgerðafélaga. Í tilkynningunni kemur auk þess fram að bankinn greiði allan kostnað sem fellur til við söfnunina eins og viðhald á tölvukerfi vegna heimasíðu maraþonsins og færslugjöld vegna áheita. Íslandsbanki hafi ekki neinar tekjur af söfnuninni „hvorki beinar né óbeinar.” Íslandsbanki stofnaði Hlaupastyrkur.is fyrir tíu árum síðan og meira en 100 góðgerðafélög skrá sig til þátttöku árlega. Reykjavíkurmaraþonið í safnaði í ár hæstu upphæð frá upphafi.Uppfært klukkan 22:48: Fyrirsögninni hefur verið breytt þar sem sú fyrri gaf til kynna að Íslandsbanki hefði áður fengið hluta áheitanna til sín. Hið rétta er að 5% áheitanna hafa runnið til Íþróttabandalags Reykjavíkur sem hefur umsjón með hlaupinu.
Tengdar fréttir Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Hreyfingarhátíð Reykjavíkurmaraþonið fer fram í dag í 33. skipti. Maraþonið hefur fyrir löngu skipað sér sess sem einn af stærstu almenningsviðburðum á Íslandi. Tugir þúsunda fólks á öllum aldri safnast saman í miðborg Reykjavíkur. Sumir hlaupa, aðrir fylgjast með og hvetja hlauparana. 19. ágúst 2017 06:00