Guðmundur Þórarinsson og Jón Fjóluson voru á sínum stað í byrjunarliði Norrköping sem vann 0-1 sigur á Sirius í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Sebastian Andersson skoraði sigurmark Norrköping sem jafnar Sirius að stigum með sigrinum og fer upp í 5. sæti deildarinnar.
Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted voru ónotaðir varamenn fyrir Norrköping.
Elías Már Ómarsson kom inn fyrir Mikael Boman á 68. mínútu í 1-1 jafntefli Göteborg við Hacken á heimavelli í dag.
Sebastian Eriksson kom Göteborg yfir á 28. mínútu en Nasiru Mohammed jafnaði leikinn á 32. mínútu fyrir Hacken.
Göteborg er með 29 stig í deildinni eftir 20 umferðir og sitja í 7. sæti.
Norrköping sigraði | Göteborg gerði jafntefli

Tengdar fréttir

Norrköping missti af mikilvægum stigum á heimavelli
Íslendingar áttu ekkert neitt sérstakan dag í skandinavíska boltanum en flestir léku þeir í tapleikjum en nokkrir náðu þó jafntefli.

Elías Már og félagar að rétta úr kútnum | Aalesund úr leik
IFK Göteborg er aðeins að rétta úr kútnum í sænsku úrvalsdeildinni en í kvöld vann liðið 2-1 sigur á AIK á heimavelli.