Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 12:11 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun leggja til breytingar á lögum er varða uppreist æru á þingi í haust. Vísir/Ernir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann á opnum nefndarfundi út í það hvað væri gert til þess að kanna hvort að viðkomandi aðilar hefðu hagað sér vel í aðdraganda þess að uppreist væri veitt. „Auðvitað er ekki hægt að sannreyna þetta með nokkrum hætti. Það þarf að spyrja löggjafann hvað hann var að hugsa árið 1940 þegar lögin voru sett,“ sagði ráðherra á fundinum. Umsagnir af ýmsu tagiSigríður vísaði svo í það að til að sannreyna þetta með einhverjum hætti að menn hafi sýnt af sér góða hegðun þá hafi myndast stjórnsýsluvenja sem snúi að því að ráðuneytið óski eftir því að umsækjendur skili inn umsögnum frá að minnsta kosti tveimur aðilum um hegðun, framkomu og atferli. „Þessar umsagnir eru af margs konar tagi og geta verið frá til dæmis læknum og vinnuveitendum. [...] Það er kannski illa komið fyrir mönnum ef þeir geta ekki fundið tvö einstaklinga um að viðkomandi sé óbrjálaður,“ sagði ráðherra. Þá benti hún á að ekki væri tekið við umsögnum frá fjölskyldumeðlimum og þá hringdi það ákveðnum viðvörunarbjöllum ef umsagnaraðili væri væri mjög ungur. Auk þess væri það sérstaklega kannað en almennt væri það svo að gögnum sem skilað væri til ráðuneytisins væri tekið sem sönnum nema ástæða væri til að kanna þau sérstaklega.Ábyrgðin alltaf hjá ráðherraÞórhildur Sunna spurði líka út í það hver það væri sem bæri ábyrgð á því að uppreist æru væri veitt og hvort það væri svo að því væri alltaf haldið leyndu hverjir umsagnaraðilarnir væru. Sagði Sigríður að ráðherra bæri alltaf ábyrgðina en ekki embættismenn. „Ábyrgðin liggur alltaf á ráðherra. Það er ekki um annarskonar ábyrgð að ræða. Embættismenn í ráðuneytum verða ekki dregnir til ábyrgðar. Ábyrgðin er auðvitað ráðherrans.“ Varðandi umsagnirnar sagði ráðherrann að dómsmálaráðuneytið væri það ráðuneyti sem tæki við hvað viðkvæmustu persónuupplýsingum manna. Menn fari oft þangað með sín hjartans mál og eitt af þeim væri uppreist æru. Þá benti Sigríður á mikilvægt að hafa í huga að mörg þeirra dómsmála sem tengist uppreist æru hafi farið fram í lokuðu þinghaldi og það sé þá gert af tilliti við brotaþola. Þar sem þar fari fram sé ekki reifað opinberlega. Þá komi fram í þeim gögnum sem send séu inn með umsóknum viðkvæmar persónuleguuplýsingar, þar með talið í umsögnunum. Því væri ekki hægt að opinbera slík gögn. Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann á opnum nefndarfundi út í það hvað væri gert til þess að kanna hvort að viðkomandi aðilar hefðu hagað sér vel í aðdraganda þess að uppreist væri veitt. „Auðvitað er ekki hægt að sannreyna þetta með nokkrum hætti. Það þarf að spyrja löggjafann hvað hann var að hugsa árið 1940 þegar lögin voru sett,“ sagði ráðherra á fundinum. Umsagnir af ýmsu tagiSigríður vísaði svo í það að til að sannreyna þetta með einhverjum hætti að menn hafi sýnt af sér góða hegðun þá hafi myndast stjórnsýsluvenja sem snúi að því að ráðuneytið óski eftir því að umsækjendur skili inn umsögnum frá að minnsta kosti tveimur aðilum um hegðun, framkomu og atferli. „Þessar umsagnir eru af margs konar tagi og geta verið frá til dæmis læknum og vinnuveitendum. [...] Það er kannski illa komið fyrir mönnum ef þeir geta ekki fundið tvö einstaklinga um að viðkomandi sé óbrjálaður,“ sagði ráðherra. Þá benti hún á að ekki væri tekið við umsögnum frá fjölskyldumeðlimum og þá hringdi það ákveðnum viðvörunarbjöllum ef umsagnaraðili væri væri mjög ungur. Auk þess væri það sérstaklega kannað en almennt væri það svo að gögnum sem skilað væri til ráðuneytisins væri tekið sem sönnum nema ástæða væri til að kanna þau sérstaklega.Ábyrgðin alltaf hjá ráðherraÞórhildur Sunna spurði líka út í það hver það væri sem bæri ábyrgð á því að uppreist æru væri veitt og hvort það væri svo að því væri alltaf haldið leyndu hverjir umsagnaraðilarnir væru. Sagði Sigríður að ráðherra bæri alltaf ábyrgðina en ekki embættismenn. „Ábyrgðin liggur alltaf á ráðherra. Það er ekki um annarskonar ábyrgð að ræða. Embættismenn í ráðuneytum verða ekki dregnir til ábyrgðar. Ábyrgðin er auðvitað ráðherrans.“ Varðandi umsagnirnar sagði ráðherrann að dómsmálaráðuneytið væri það ráðuneyti sem tæki við hvað viðkvæmustu persónuupplýsingum manna. Menn fari oft þangað með sín hjartans mál og eitt af þeim væri uppreist æru. Þá benti Sigríður á mikilvægt að hafa í huga að mörg þeirra dómsmála sem tengist uppreist æru hafi farið fram í lokuðu þinghaldi og það sé þá gert af tilliti við brotaþola. Þar sem þar fari fram sé ekki reifað opinberlega. Þá komi fram í þeim gögnum sem send séu inn með umsóknum viðkvæmar persónuleguuplýsingar, þar með talið í umsögnunum. Því væri ekki hægt að opinbera slík gögn.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54
Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06
Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00