Ólafía Þórunn ein í fjórða sæti í Indianapolis 9. september 2017 20:18 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lauk leik í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu með sigri Lexi Thompson en örn Ólafíu á lokaholunni kom henni úr tíunda sæti í það fjórða. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins en hún skaust úr 7-12. sæti í fjórða sætið með góðum lokaholum. Mun þetta eflaust efla sjálstraust hennar fyrir Evian-mótið um næstu helgi, síðasta stórmóts ársins á LPGA-mótaröðinni en hún hefur þegar tryggt sér þátttökurétt. Lexi Thompson bar sigur úr býtum í Indianapolis um helgina eftir baráttu við Lydia Ko en af efstu tíu kylfingum lék aðeins Minjee Lee sem hafnaði í 3. sæti betur en Ólafía á fimm höggum undir pari. Ekki er komið á hreint hversu mikið þessi sigur færir Ólafíu í verðlaunafé en ef miðað er við önnur mót á mótaröðinni þar sem verðlaunapotturinn var sá sami var Ólafía að tryggja sér á bilinu 80-100 þúsund dollara eða rúmlega tíu milljónir íslenskra króna. Það ætti að hjálpa henni all verulega að halda sæti sínu á LPGA-mótaröðinni en fram að þessu var hún búinn að vinna 72.090 dollara. Var hún í 106. á peningalistanum en hún ætti að lyfta sér verulega upp listann með þessu. Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, lauk leik í fjórða sæti á Indy Women in Tech-mótsins í Indianapolis sem lauk rétt í þessu með sigri Lexi Thompson en örn Ólafíu á lokaholunni kom henni úr tíunda sæti í það fjórða. Fékk hún þrjá fugla, einn örn og einn skolla í dag ásamt þrettán pörum á lokadegi mótsins en hún skaust úr 7-12. sæti í fjórða sætið með góðum lokaholum. Mun þetta eflaust efla sjálstraust hennar fyrir Evian-mótið um næstu helgi, síðasta stórmóts ársins á LPGA-mótaröðinni en hún hefur þegar tryggt sér þátttökurétt. Lexi Thompson bar sigur úr býtum í Indianapolis um helgina eftir baráttu við Lydia Ko en af efstu tíu kylfingum lék aðeins Minjee Lee sem hafnaði í 3. sæti betur en Ólafía á fimm höggum undir pari. Ekki er komið á hreint hversu mikið þessi sigur færir Ólafíu í verðlaunafé en ef miðað er við önnur mót á mótaröðinni þar sem verðlaunapotturinn var sá sami var Ólafía að tryggja sér á bilinu 80-100 þúsund dollara eða rúmlega tíu milljónir íslenskra króna. Það ætti að hjálpa henni all verulega að halda sæti sínu á LPGA-mótaröðinni en fram að þessu var hún búinn að vinna 72.090 dollara. Var hún í 106. á peningalistanum en hún ætti að lyfta sér verulega upp listann með þessu.
Golf Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Hugsaði að ég myndi aldrei gera þetta aftur“ Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira