Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. september 2017 17:57 Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94 prósent sýnana voru menguð. Vísir/Getty Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. Sýnatökur munu hefjast á næstu mánuðum, segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. „Við höfum þegar brugðist við. Okkar vísindamenn hafa sett sig í samband við þá sem gerðu rannsóknina úti og við höfum áhuga á að láta skoða vatnið okkar. Við viljum vita hvort það sé að finna plast í vatninu okkar. Þau tóku jákvætt í erindið okkar og við erum með málið í farvegi,“ segir Ólöf. Um er að ræða rannsókn sem greint var frá á vef Guardian í vikunni, en þar kom fram að plastagnir hafi fundist í 83 prósent þeirra sýna sem tekin voru. Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94,4 prósent sýnanna voru menguð. Líbanon og Indland komu þar á eftir. Ástandið var skárra í Evrópu. Í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fannst plastið í um 72 prósent tilfella. Ólöf segist binda vonir við að fá niðurstöður rannsókna hér á landi hið fyrsta. „Við viljum vita hvað er í vatninu okkar sem við teljum svo hreint og fínt. Við munum líklega senda þeim sýni víða úr kerfinu; úr krönum hjá fólki í hinum og þessum hverfum eftir aldri vatnsveitunnar, kerfinu okkar sjálfu og úr vatnsbólunum,“ segir hún. Ekki sé tímabært að lýsa yfir áhyggjum vegna plastagnanna. „Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni þegar svona finnst í neysluvatni, en við erum bara forvitin og viljum vita meira áður en við förum að vera mjög áhyggjufull.“ Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. Sýnatökur munu hefjast á næstu mánuðum, segir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna. „Við höfum þegar brugðist við. Okkar vísindamenn hafa sett sig í samband við þá sem gerðu rannsóknina úti og við höfum áhuga á að láta skoða vatnið okkar. Við viljum vita hvort það sé að finna plast í vatninu okkar. Þau tóku jákvætt í erindið okkar og við erum með málið í farvegi,“ segir Ólöf. Um er að ræða rannsókn sem greint var frá á vef Guardian í vikunni, en þar kom fram að plastagnir hafi fundist í 83 prósent þeirra sýna sem tekin voru. Mest var mengunin í vatni í Bandaríkjunum þar sem 94,4 prósent sýnanna voru menguð. Líbanon og Indland komu þar á eftir. Ástandið var skárra í Evrópu. Í Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi fannst plastið í um 72 prósent tilfella. Ólöf segist binda vonir við að fá niðurstöður rannsókna hér á landi hið fyrsta. „Við viljum vita hvað er í vatninu okkar sem við teljum svo hreint og fínt. Við munum líklega senda þeim sýni víða úr kerfinu; úr krönum hjá fólki í hinum og þessum hverfum eftir aldri vatnsveitunnar, kerfinu okkar sjálfu og úr vatnsbólunum,“ segir hún. Ekki sé tímabært að lýsa yfir áhyggjum vegna plastagnanna. „Auðvitað er það alltaf áhyggjuefni þegar svona finnst í neysluvatni, en við erum bara forvitin og viljum vita meira áður en við förum að vera mjög áhyggjufull.“
Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22