Öflugasti jarðskjálftinn í Mexíkó í heila öld Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. september 2017 20:00 Minnst 33 eru látnir og mikill fjöldi slasaður eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó í nótt. Skjálftinn er með öflugustu skjálftum sem hafa orðið á svæðinu og búist er við að tala látinna og slasaðra komi til með að hækka umtalsvert. Íslensk kona sem starfar hjá jarðeðlisfræðistofnun Mexíkó segir gríðarlega eyðileggingu á svæðum í kringum upptök skjálftans. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi, eða um klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma og átti upptök sín um 87 kílómetrum suðvestur af Pijijiapan. Ekki hafa komið staðfestar tölur um stærð skjálftans en hann er talinn hafa verið 8,1-8,2 að stærð og er honum lýst sem öflugasta jarðskjálfta í Mexíkó í 100 ár. Vegna stærðarinnar var gefin út flóðbylgjuviðvörun yfir gjörvalla kyrrahafsströndina sem svo síðar í dag var afturkölluð. Íslensk kona sem búsett er í Mexíkóborg starfar sem jarðskjálftafræðingur hjá Jarðeðlisstofnun Mexíkó varð vör við skjálftann í nótt. „Þegar jarðskjálftar verða í Mexíkó að þá hringja viðvörunarbjöllur, þannig að í nótt þá fóru þær af stað og við förum út úr húsinu og finnum fyrir hreyfingunum,“ segir Vala Hjörleifsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Mjög langt eða sjöhundruð kílómetrar eru á milli þess staðar sem Vala er staðsett og þar sem skjálftinn átti upptök sín. Þrátt fyrir það fannst skjálftinn vel í miðborginni. „Akkúrat þar sem ég var þá fannst hann vel. Þetta eru svona stórar hreyfingar. Svona hægar frá þessum stóru skjálftum en mér skilst að í miðborginni að þá hafi hann fundist mjög sterklega og fólk var mjög hrætt á sumum svæðum,“ segir Vala Svæði næst upptökunum eru mjög illa farin samkvæmt þeim fréttum sem hafa borist. „Það sem ég heyrði í morgun var að tuttugu og sjö manns hefðu látist en það er örugglega tala sem á eftir að hækka. Það komu boð frá fólki á svæðinu þar sem það biður um aðstoð. Það segir að það séu miklar skemmdir og vill fá mat og vill fá hjálp við að grafa fólk úr byggingum,“ segir Vala. Skálftinn er óvenjulegur miðað við aðra skjálfta sem hafa orðið á þessu svæði þar sem svo virðist sem brot hafi komið í Kyrrahafsflekann sem venjulega fer undir Norður-Ameríkuflekann. Forseti Mexíkó sagði í ávarpi í dag að fimmtíu milljón manns hafi fundið fyrir skjálftanum. „Hann er svona tvisvar sinnum stærri heldur en skjálftinn sem varð 1985 sem að olli miklum skemmdum í Mexíkóborg,“ segir Vala. Fjöldi eftirskjálfta hafa orðið á svæðinu og hafa þrettán þeirra verið stærri en fimm. Búast má við því að eftirskjálftar haldi áfram en að þeir verði ekki stærri en sá sem varð í nótt. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Minnst 33 eru látnir og mikill fjöldi slasaður eftir jarðskjálfta sem reið yfir Mexíkó í nótt. Skjálftinn er með öflugustu skjálftum sem hafa orðið á svæðinu og búist er við að tala látinna og slasaðra komi til með að hækka umtalsvert. Íslensk kona sem starfar hjá jarðeðlisfræðistofnun Mexíkó segir gríðarlega eyðileggingu á svæðum í kringum upptök skjálftans. Skjálftinn reið yfir skömmu fyrir miðnætti að staðartíma í gærkvöldi, eða um klukkan fimm í nótt að íslenskum tíma og átti upptök sín um 87 kílómetrum suðvestur af Pijijiapan. Ekki hafa komið staðfestar tölur um stærð skjálftans en hann er talinn hafa verið 8,1-8,2 að stærð og er honum lýst sem öflugasta jarðskjálfta í Mexíkó í 100 ár. Vegna stærðarinnar var gefin út flóðbylgjuviðvörun yfir gjörvalla kyrrahafsströndina sem svo síðar í dag var afturkölluð. Íslensk kona sem búsett er í Mexíkóborg starfar sem jarðskjálftafræðingur hjá Jarðeðlisstofnun Mexíkó varð vör við skjálftann í nótt. „Þegar jarðskjálftar verða í Mexíkó að þá hringja viðvörunarbjöllur, þannig að í nótt þá fóru þær af stað og við förum út úr húsinu og finnum fyrir hreyfingunum,“ segir Vala Hjörleifsdóttir, jarðskjálftafræðingur. Mjög langt eða sjöhundruð kílómetrar eru á milli þess staðar sem Vala er staðsett og þar sem skjálftinn átti upptök sín. Þrátt fyrir það fannst skjálftinn vel í miðborginni. „Akkúrat þar sem ég var þá fannst hann vel. Þetta eru svona stórar hreyfingar. Svona hægar frá þessum stóru skjálftum en mér skilst að í miðborginni að þá hafi hann fundist mjög sterklega og fólk var mjög hrætt á sumum svæðum,“ segir Vala Svæði næst upptökunum eru mjög illa farin samkvæmt þeim fréttum sem hafa borist. „Það sem ég heyrði í morgun var að tuttugu og sjö manns hefðu látist en það er örugglega tala sem á eftir að hækka. Það komu boð frá fólki á svæðinu þar sem það biður um aðstoð. Það segir að það séu miklar skemmdir og vill fá mat og vill fá hjálp við að grafa fólk úr byggingum,“ segir Vala. Skálftinn er óvenjulegur miðað við aðra skjálfta sem hafa orðið á þessu svæði þar sem svo virðist sem brot hafi komið í Kyrrahafsflekann sem venjulega fer undir Norður-Ameríkuflekann. Forseti Mexíkó sagði í ávarpi í dag að fimmtíu milljón manns hafi fundið fyrir skjálftanum. „Hann er svona tvisvar sinnum stærri heldur en skjálftinn sem varð 1985 sem að olli miklum skemmdum í Mexíkóborg,“ segir Vala. Fjöldi eftirskjálfta hafa orðið á svæðinu og hafa þrettán þeirra verið stærri en fimm. Búast má við því að eftirskjálftar haldi áfram en að þeir verði ekki stærri en sá sem varð í nótt.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira