Kíkti í heimsókn til Lönu Del Ray og lék í myndbandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 9. september 2017 10:15 Eðvarð Egilsson er fluttur aftur til Íslands eftir átta ár í Los Angeles. Hann stundar nú nám við tónsmíðar í Listaháskóla Íslands. Mynd/Tim Cole Eðvarð Egilsson, fyrirsæta, tónlistarmaður og leikari, hefur verið búsettur í Los Angeles síðustu átta árin þar sem hann hefur verið að grúska í ýmsu – módelstörfum, tónlist og leiklist. Hann er á samningi hjá módelskrifstofunni Next í Los Angeles og hefur unnið alls kyns fyrirsætustörf. Eðvarð lék nýverið stórt hlutverk í myndbandi Lönu Del Ray við lagið White Mustang, en myndbandið kemur út á næstunni. „Vinkona mín taggaði mig í pósti hjá vinkonu hennar sem var að ráða í hlutverk eða „casta“ fyrir eitthvert myndband – þá voru þau að leita að ákveðinni týpu: einhverjum sem væri líkur Gregg Allman. Ég komst svo í samband við þennan „casting director“ sem sagði mér að þau væru að leita að fólki í myndband fyrir Lönu Del Ray. Þau vilja fá mig í viðtal og ég hlýði kallinu strax daginn eftir og hitti á framleiðandann og leikstjórann – sá er Rich Lee, svakalega hæfileikaríkur og flottur strákur – og ég bara spjallaði við þá.„Síðan seinna um kvöldið fæ ég símhringingu um að þau vilji endilega fá mig í myndbandið.“ Eðvarð segir hlutina hafa gerst nokkuð hratt og daginn eftir hafi hann verið á leiðinni að spila á giggi og þá hafi síminn hringt og manneskjan á hinum endanum hafi kynnt sig sem Lönu Del Ray.Eðvarð og Allman eru hálfgerðir tvífarar.NORDICPHOTOS/GETTY„Hún sagðist vera að pæla í hvort við ættum ekki að hittast aðeins áður en tökur hæfust. Ég tók leigubíl í heimsókn til hennar, sem var rosa gaman. Við spjölluðum og hlustuðum á tónlist sem hún hafði verið að vinna í – vorum bara að hlæja og spjalla. Ég náði að kynnast henni ágætlega og svo var fyndið að komast að því að við eigum nokkra sameiginlega vini.“ Tveimur dögum síðar var myndbandið tekið upp í Hollywood Hills og miðborg Los Angeles sem Eðvarð segir að hafi verið svaka skemmtilegt og gengið vel.„Lana var alveg frábær – rosalega jarðbundin, leggur sig mikið fram og með flotta sýn.“ „Það voru líka allir þarna gríðarlega miklir fagmenn og vel tekið á móti manni. Þetta var svakalega skemmtilegt verkefni. Það er fyndið hvernig maður er búinn að vera í ýmsu og svo kemur svona tækifæri skyndilega upp í hendurnar á manni og áður en maður veit af ef maður í hæðunum að taka upp svaka tónlistarmyndband.“ „Líka kannski gaman að segja frá því að hingað til lands kom leikstjóri að taka upp tónlistarmyndband fyrir djasstrompetleikarann Herb Alpert og hafði samband við Þórunni Antoníu sem hafði svo samband við mig og það vildi svo skemmtilega til að þessi leikstjóri var Clark Jackson, en hann var einmitt framleiðandi vídeósins hennar Lönu! Skemmtileg tilviljun.“ Nýfluttur aftur til ÍslandsÞetta er ekki eina stóra verkefnið sem Eðvarð hefur tekið þátt í því hann hefur líka leikið í myndbandi hjá Katy Perry, áströlsku poppstjörnunni Havönu Brown auk þess sem hann hefur setið fyrir í auglýsingum fyrir Levi’s, Converse, Urban Outfitters og fleira. Eðvarð er nýfluttur aftur heim til Íslands og nemur tónsmíðar í Listaháskóla Íslands en hann stefnir á að starfa meira við kvikmyndatónlist og annað slíkt. Hann er líka hægt og rólega að klára plötu sem hann stefnir á að gefa út bráðlega auk þess að koma fram sem plötusnúður og leika. Tónlist Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira
Eðvarð Egilsson, fyrirsæta, tónlistarmaður og leikari, hefur verið búsettur í Los Angeles síðustu átta árin þar sem hann hefur verið að grúska í ýmsu – módelstörfum, tónlist og leiklist. Hann er á samningi hjá módelskrifstofunni Next í Los Angeles og hefur unnið alls kyns fyrirsætustörf. Eðvarð lék nýverið stórt hlutverk í myndbandi Lönu Del Ray við lagið White Mustang, en myndbandið kemur út á næstunni. „Vinkona mín taggaði mig í pósti hjá vinkonu hennar sem var að ráða í hlutverk eða „casta“ fyrir eitthvert myndband – þá voru þau að leita að ákveðinni týpu: einhverjum sem væri líkur Gregg Allman. Ég komst svo í samband við þennan „casting director“ sem sagði mér að þau væru að leita að fólki í myndband fyrir Lönu Del Ray. Þau vilja fá mig í viðtal og ég hlýði kallinu strax daginn eftir og hitti á framleiðandann og leikstjórann – sá er Rich Lee, svakalega hæfileikaríkur og flottur strákur – og ég bara spjallaði við þá.„Síðan seinna um kvöldið fæ ég símhringingu um að þau vilji endilega fá mig í myndbandið.“ Eðvarð segir hlutina hafa gerst nokkuð hratt og daginn eftir hafi hann verið á leiðinni að spila á giggi og þá hafi síminn hringt og manneskjan á hinum endanum hafi kynnt sig sem Lönu Del Ray.Eðvarð og Allman eru hálfgerðir tvífarar.NORDICPHOTOS/GETTY„Hún sagðist vera að pæla í hvort við ættum ekki að hittast aðeins áður en tökur hæfust. Ég tók leigubíl í heimsókn til hennar, sem var rosa gaman. Við spjölluðum og hlustuðum á tónlist sem hún hafði verið að vinna í – vorum bara að hlæja og spjalla. Ég náði að kynnast henni ágætlega og svo var fyndið að komast að því að við eigum nokkra sameiginlega vini.“ Tveimur dögum síðar var myndbandið tekið upp í Hollywood Hills og miðborg Los Angeles sem Eðvarð segir að hafi verið svaka skemmtilegt og gengið vel.„Lana var alveg frábær – rosalega jarðbundin, leggur sig mikið fram og með flotta sýn.“ „Það voru líka allir þarna gríðarlega miklir fagmenn og vel tekið á móti manni. Þetta var svakalega skemmtilegt verkefni. Það er fyndið hvernig maður er búinn að vera í ýmsu og svo kemur svona tækifæri skyndilega upp í hendurnar á manni og áður en maður veit af ef maður í hæðunum að taka upp svaka tónlistarmyndband.“ „Líka kannski gaman að segja frá því að hingað til lands kom leikstjóri að taka upp tónlistarmyndband fyrir djasstrompetleikarann Herb Alpert og hafði samband við Þórunni Antoníu sem hafði svo samband við mig og það vildi svo skemmtilega til að þessi leikstjóri var Clark Jackson, en hann var einmitt framleiðandi vídeósins hennar Lönu! Skemmtileg tilviljun.“ Nýfluttur aftur til ÍslandsÞetta er ekki eina stóra verkefnið sem Eðvarð hefur tekið þátt í því hann hefur líka leikið í myndbandi hjá Katy Perry, áströlsku poppstjörnunni Havönu Brown auk þess sem hann hefur setið fyrir í auglýsingum fyrir Levi’s, Converse, Urban Outfitters og fleira. Eðvarð er nýfluttur aftur heim til Íslands og nemur tónsmíðar í Listaháskóla Íslands en hann stefnir á að starfa meira við kvikmyndatónlist og annað slíkt. Hann er líka hægt og rólega að klára plötu sem hann stefnir á að gefa út bráðlega auk þess að koma fram sem plötusnúður og leika.
Tónlist Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Sjá meira