Sumarið verður enn betra með bikartitli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. september 2017 06:00 Fyrirliðarnir Katrín Ásbjörnsdóttir og Sóley Guðmundsdóttir með Borgunarbikarinn. vísir/eyþór Þór/KA stendur með pálmann í höndunum í Pepsi-deild kvenna. Norðankonur eru með fimm stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir og fáir sem reikna með því að þær misstígi sig úr þessu. Fyrir vikið er enn meira í húfi fyrir liðin sem eru í úrslitaleik Borgunarbikarsins, Stjörnuna og ÍBV, en hann fer fram á morgun. Bæði lið töpuðu deildarleikjum sínum í upphafi vikunnar og möguleikar liðanna á Íslandsmeistaratitlinum voru þá um leið endanlega úr sögunni. Fyrirliðar liðanna eru þó sammála um að þrátt fyrir að titillinn sé úr sögunni hafi sumarið verið ágætt og verði enn betra með bikarmeistaratitli um helgina. „Þrátt fyrir allt var sumarið ekki vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Við spiluðum vel í deildinni þó svo að úrslitin hafi ef til vill ekki alltaf sýnt það og þá stóðum við okkur vel úti í Króatíu. Sú ferð gerði okkur gott – að vinna þrjá leiki og fá sjálfstraust aftur,“ sagði hún og átti þar við keppni í riðli Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, var sömuleiðis ánægð með sumarið. „Við vorum á svakalegum skriði fyrir EM-pásuna, sem var mjög skemmtilegt,“ segir hún en ÍBV gerði þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum eftir að hlé var gert á deildinni. „Það er helst sárt að sjá á eftir þeim stigum. Við hefðum gjarnan viljað fá þrjú stig í þeim leikjum.“Úr deildarleik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ.vísir/andri marinóHafa gætur á Cloe Katrín reiknar með jöfnum leik, enda gerðu þessi lið jafntefli í bæði skiptin þegar þau mættust í deildinni í sumar. „Þetta verður svipaður leikur og áður í sumar, reikna ég með. Við vitum að við verðum meira með boltann, enda erum við þannig lið. En þær eru góðar fram á við og nota sínar skyndisóknir vel,“ sagði Katrín. Cloe Lacasse er, rétt eins og Katrín sjálf, einn besti sóknarmaður deildarinnar. Báðar hafa skorað þrettán mörk í sumar. „Við hugsum auðvitað fyrst og fremst um ÍBV í heild en við verðum með góðar gætur á henni. Hún má ekki komast á ferðina því þá opnast vörnin okkar og þá getur allt gerst,“ segir Katrín. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkar leik og nýta okkur þessa viku til að undirbúa okkur og koma klárar til leiks,“ sagði fyrirliði Garðbæinga.Þjálfarar og fyrirliðar Stjörnunnar og ÍBV.vísir/eyþórGetum unnið öll lið Sóley tekur í svipaðan streng og segir að Eyjakonur séu ekki mikið að hugsa um lið Stjörnunnar í aðdraganda þessa leiks. „Við einbeitum okkur að okkar leik. Ef okkur tekst að spila vel þá ætti það að fara vel fyrir okkur,“ segir hún. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum en ÍBV er eina liðið sem hefur unnið norðankonur í deildinni. „Sá leikur staðfesti það sem við vissum, að við getum unnið öll lið. Það var mjög gott að hleypa Þór/KA ekki í gegnum mótið án þess að tapa og gaman að vinna þann leik. Sigurinn gefur ekkert í bikarúrslitum en gaf okkur sjálfstraust og fínan meðbyr.“Ógleymanleg stund Báðar segja að það væri dýrmæt stund fyrir þær að lyfta bikarnum góða á morgun, fyrir framan stuðningsmenn sína. „Ég hef tvisvar farið í bikarúrslit og í bæði skiptin lent í öðru sæti,“ segir Katrín. „Einu sinni með Þór/KA og einu sinni með KR. Þetta er þriðja skiptið mitt – og ég held að þetta sé þriðja skiptið hennar Gummu [Guðmundu Brynju Óladóttur] og við ætlum okkur að lyfta bikarnum í þetta skiptið.“ Það færist líka bros á Sóleyju við tilhugsunina um að lyfta bikarnum. „Það væri bara fáránlega góð tilfinning. Ég get eiginlega ekki hugsað það til enda – það yrði stund sem ég myndi aldrei gleyma.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Þór/KA stendur með pálmann í höndunum í Pepsi-deild kvenna. Norðankonur eru með fimm stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir og fáir sem reikna með því að þær misstígi sig úr þessu. Fyrir vikið er enn meira í húfi fyrir liðin sem eru í úrslitaleik Borgunarbikarsins, Stjörnuna og ÍBV, en hann fer fram á morgun. Bæði lið töpuðu deildarleikjum sínum í upphafi vikunnar og möguleikar liðanna á Íslandsmeistaratitlinum voru þá um leið endanlega úr sögunni. Fyrirliðar liðanna eru þó sammála um að þrátt fyrir að titillinn sé úr sögunni hafi sumarið verið ágætt og verði enn betra með bikarmeistaratitli um helgina. „Þrátt fyrir allt var sumarið ekki vonbrigði fyrir okkur,“ sagði Katrín Ásbjörnsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Við spiluðum vel í deildinni þó svo að úrslitin hafi ef til vill ekki alltaf sýnt það og þá stóðum við okkur vel úti í Króatíu. Sú ferð gerði okkur gott – að vinna þrjá leiki og fá sjálfstraust aftur,“ sagði hún og átti þar við keppni í riðli Stjörnunnar í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, var sömuleiðis ánægð með sumarið. „Við vorum á svakalegum skriði fyrir EM-pásuna, sem var mjög skemmtilegt,“ segir hún en ÍBV gerði þrjú jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum eftir að hlé var gert á deildinni. „Það er helst sárt að sjá á eftir þeim stigum. Við hefðum gjarnan viljað fá þrjú stig í þeim leikjum.“Úr deildarleik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ.vísir/andri marinóHafa gætur á Cloe Katrín reiknar með jöfnum leik, enda gerðu þessi lið jafntefli í bæði skiptin þegar þau mættust í deildinni í sumar. „Þetta verður svipaður leikur og áður í sumar, reikna ég með. Við vitum að við verðum meira með boltann, enda erum við þannig lið. En þær eru góðar fram á við og nota sínar skyndisóknir vel,“ sagði Katrín. Cloe Lacasse er, rétt eins og Katrín sjálf, einn besti sóknarmaður deildarinnar. Báðar hafa skorað þrettán mörk í sumar. „Við hugsum auðvitað fyrst og fremst um ÍBV í heild en við verðum með góðar gætur á henni. Hún má ekki komast á ferðina því þá opnast vörnin okkar og þá getur allt gerst,“ segir Katrín. „Við þurfum fyrst og fremst að hugsa um okkar leik og nýta okkur þessa viku til að undirbúa okkur og koma klárar til leiks,“ sagði fyrirliði Garðbæinga.Þjálfarar og fyrirliðar Stjörnunnar og ÍBV.vísir/eyþórGetum unnið öll lið Sóley tekur í svipaðan streng og segir að Eyjakonur séu ekki mikið að hugsa um lið Stjörnunnar í aðdraganda þessa leiks. „Við einbeitum okkur að okkar leik. Ef okkur tekst að spila vel þá ætti það að fara vel fyrir okkur,“ segir hún. Stjarnan sló Þór/KA úr leik í bikarnum en ÍBV er eina liðið sem hefur unnið norðankonur í deildinni. „Sá leikur staðfesti það sem við vissum, að við getum unnið öll lið. Það var mjög gott að hleypa Þór/KA ekki í gegnum mótið án þess að tapa og gaman að vinna þann leik. Sigurinn gefur ekkert í bikarúrslitum en gaf okkur sjálfstraust og fínan meðbyr.“Ógleymanleg stund Báðar segja að það væri dýrmæt stund fyrir þær að lyfta bikarnum góða á morgun, fyrir framan stuðningsmenn sína. „Ég hef tvisvar farið í bikarúrslit og í bæði skiptin lent í öðru sæti,“ segir Katrín. „Einu sinni með Þór/KA og einu sinni með KR. Þetta er þriðja skiptið mitt – og ég held að þetta sé þriðja skiptið hennar Gummu [Guðmundu Brynju Óladóttur] og við ætlum okkur að lyfta bikarnum í þetta skiptið.“ Það færist líka bros á Sóleyju við tilhugsunina um að lyfta bikarnum. „Það væri bara fáránlega góð tilfinning. Ég get eiginlega ekki hugsað það til enda – það yrði stund sem ég myndi aldrei gleyma.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira