Pólitísk ábyrgð Kjartans Magnússonar Magnús Már Guðmundsson skrifar 7. september 2017 07:00 Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi liggur undir skemmdum og tjónið gríðarlegt – miklu meira en talið var í fyrstu. Forsvarsmenn fyrirtækisins kanna nú hvaða leiðir eru færar til að sækja skaðann á hendur þeim sem komu að byggingu hússins. Málinu er því ekki lokið og þarfnast miklu frekari skoðunar, sem þarf að gera af festu og ábyrgð frekar en af taugaveiklun. En því miður og eins og oft áður, laðast örvæntingarfullir stjórnmálamenn að Orkuveitunni – og reyna að slá pólitískar keilur. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu og í frétt hér í Fréttablaðinu fyrir helgi sýnir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi áður óþekkta takta. Þar kallar hann eftir því að einhver taki pólitíska ábyrgð á málinu og kennir svo Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Samfylkingunni um ástand hússins. Kjartan kallar líka eftir rannsókn á þessu öllu saman – ekki bara tjóninu á Orkuveituhúsinu heldur öllu ferlinu frá því að ákvörðun um byggingu hússins var tekin og kostnaði vegna byggingar hússins. Margt af þessu liggur þó nú þegar fyrir. Þrátt fyrir að Kjartan hafi, líkt og undirritaður, lagt stund á sagnfræði – þá vísvitandi ákveður hann að gera tilraun til að blekkja almenning frekar en að horfast í augu við eigin fortíð í málinu. Veturinn 1999-2000 er ákveðið að byggja húsnæðið á Bæjarhálsi. Fyrsta skóflustungan var tekin vorið 2000. Það var nokkrum mánuðum áður en að Samfylkingin var yfirhöfuð orðin til. Á þessum tíma átti Dagur B. Eggertsson ekki sæti í borgarstjórn. Hann bjó í Svíþjóð, nýútskrifaður úr læknisfræði. Tvö ár liðu því frá því að skóflustunga var tekin að höfuðstöðvum OR þangað til Dagur var kjörinn í borgarstjórn fyrir R-listann. Kjartan Magnússon teygir sig lengra en venjulega í tilraunum sínum til að gera hræðilegt ástand hússins að pólitísku deilumáli – og það með ósmekklegum hætti. Áður en við förum að benda á sökudólga í málinu þarf liggja fyrir hvers vegna húsið er í þessu ástandi, dómskvaddir matsmenn þurfa að skera úr um það og segja til um hvort hægt sé að sækja bætur til þeirra sem komu að byggingu höfuðstöðvanna á sínum tíma. Það er hins vegar allt annað mál að rýna í hverjir komu að ákvörðuninni um að reisa húsið. Fyrir liggur þó að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti byggingu höfuðstöðvanna bæði í stjórn veitustofnana og í borgarráði. Eini núverandi borgarfulltrúinn sem starfaði á vettvangi borgarstjórnar þegar þetta allt saman átti sér stað var hver? Jú, áðurnefndur Kjartan Magnússon. Greinarhöfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Már Guðmundsson Skoðun Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur á Bæjarhálsi liggur undir skemmdum og tjónið gríðarlegt – miklu meira en talið var í fyrstu. Forsvarsmenn fyrirtækisins kanna nú hvaða leiðir eru færar til að sækja skaðann á hendur þeim sem komu að byggingu hússins. Málinu er því ekki lokið og þarfnast miklu frekari skoðunar, sem þarf að gera af festu og ábyrgð frekar en af taugaveiklun. En því miður og eins og oft áður, laðast örvæntingarfullir stjórnmálamenn að Orkuveitunni – og reyna að slá pólitískar keilur. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu og í frétt hér í Fréttablaðinu fyrir helgi sýnir Kjartan Magnússon borgarfulltrúi áður óþekkta takta. Þar kallar hann eftir því að einhver taki pólitíska ábyrgð á málinu og kennir svo Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og Samfylkingunni um ástand hússins. Kjartan kallar líka eftir rannsókn á þessu öllu saman – ekki bara tjóninu á Orkuveituhúsinu heldur öllu ferlinu frá því að ákvörðun um byggingu hússins var tekin og kostnaði vegna byggingar hússins. Margt af þessu liggur þó nú þegar fyrir. Þrátt fyrir að Kjartan hafi, líkt og undirritaður, lagt stund á sagnfræði – þá vísvitandi ákveður hann að gera tilraun til að blekkja almenning frekar en að horfast í augu við eigin fortíð í málinu. Veturinn 1999-2000 er ákveðið að byggja húsnæðið á Bæjarhálsi. Fyrsta skóflustungan var tekin vorið 2000. Það var nokkrum mánuðum áður en að Samfylkingin var yfirhöfuð orðin til. Á þessum tíma átti Dagur B. Eggertsson ekki sæti í borgarstjórn. Hann bjó í Svíþjóð, nýútskrifaður úr læknisfræði. Tvö ár liðu því frá því að skóflustunga var tekin að höfuðstöðvum OR þangað til Dagur var kjörinn í borgarstjórn fyrir R-listann. Kjartan Magnússon teygir sig lengra en venjulega í tilraunum sínum til að gera hræðilegt ástand hússins að pólitísku deilumáli – og það með ósmekklegum hætti. Áður en við förum að benda á sökudólga í málinu þarf liggja fyrir hvers vegna húsið er í þessu ástandi, dómskvaddir matsmenn þurfa að skera úr um það og segja til um hvort hægt sé að sækja bætur til þeirra sem komu að byggingu höfuðstöðvanna á sínum tíma. Það er hins vegar allt annað mál að rýna í hverjir komu að ákvörðuninni um að reisa húsið. Fyrir liggur þó að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti byggingu höfuðstöðvanna bæði í stjórn veitustofnana og í borgarráði. Eini núverandi borgarfulltrúinn sem starfaði á vettvangi borgarstjórnar þegar þetta allt saman átti sér stað var hver? Jú, áðurnefndur Kjartan Magnússon. Greinarhöfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun