Opnað fyrir innsendingar laga í Eurovision: Verðlaunaféð hækkað Stefán Árni Pálsson skrifar 6. september 2017 12:37 Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslendinga í Eurovision í ár með lagið Paper. Hún hafnaði í 15. sæti fyrra undanúrslitakvöldið og var nokkuð frá því að komast í úrslit. Vísir/EPA Söngvakeppnin verður haldin í febrúar og mars 2018 en opnað var fyrir innsendingar laga í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. „Við leitum að 12 lögum sem hafa burði til að koma Íslandi alla leið í Eurovision! Höfundar sigurlagsins fá að launum þrjár milljónir króna til eigin ráðstöfunar og þann heiður að keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon í Portúgal, í maí á næsta ári. Verðlaunaféð hefur verið hækkað úr einni milljón í þrjár,“ segir í tilkynningunni.Tvær forkeppnir og glæsileg úrslitakeppni í LaugardalshöllFyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppni verður haldin dagana 10. og 17. febrúar í Háskólabíói, þar sem sex lög keppa og þrjú komast áfram hvort kvöldið. Úrslitakvöldið verður tveimur vikum síðar, 3. mars 2018. Þar keppa sex lög keppa til úrslita. Úrslitin fara fram í Laugardalshöll eins og undanfarin tvö. 98% þeirra sem horfðu á sjónvarp úrslitakvöldið fylgdust með keppninni í fyrra, sem er met. Nýjar stjörnur urðu til í íslensku tónlistarlífi og Svala Björgvinsdóttir var þjóðinni til sóma með einlægum og framúrskarandi flutningi á laginu Paper í Kænugarði. Líkt og síðustu ár býðst almenningi að vera á staðnum og fá Söngvakeppnina beint í æð og verður miðasala auglýst síðar. Öll þrjú kvöldin verða skemmtun sem enginn má láta fram hjá sér fara, hvorki þátttakendur, gestir í sal, né sjónvarpsáhorfendur. Hægt er að hlaða upp lögum inn á www.songvakeppnin.is fram til föstudagsins 20. októberkl. 23.59. Ekki verður hægt að hlaða upp lögum eftir þann tíma. Eurovision Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira
Söngvakeppnin verður haldin í febrúar og mars 2018 en opnað var fyrir innsendingar laga í hádeginu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. „Við leitum að 12 lögum sem hafa burði til að koma Íslandi alla leið í Eurovision! Höfundar sigurlagsins fá að launum þrjár milljónir króna til eigin ráðstöfunar og þann heiður að keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Lissabon í Portúgal, í maí á næsta ári. Verðlaunaféð hefur verið hækkað úr einni milljón í þrjár,“ segir í tilkynningunni.Tvær forkeppnir og glæsileg úrslitakeppni í LaugardalshöllFyrirkomulag keppninnar verður með svipuðu sniði og fyrri ár. Forkeppni verður haldin dagana 10. og 17. febrúar í Háskólabíói, þar sem sex lög keppa og þrjú komast áfram hvort kvöldið. Úrslitakvöldið verður tveimur vikum síðar, 3. mars 2018. Þar keppa sex lög keppa til úrslita. Úrslitin fara fram í Laugardalshöll eins og undanfarin tvö. 98% þeirra sem horfðu á sjónvarp úrslitakvöldið fylgdust með keppninni í fyrra, sem er met. Nýjar stjörnur urðu til í íslensku tónlistarlífi og Svala Björgvinsdóttir var þjóðinni til sóma með einlægum og framúrskarandi flutningi á laginu Paper í Kænugarði. Líkt og síðustu ár býðst almenningi að vera á staðnum og fá Söngvakeppnina beint í æð og verður miðasala auglýst síðar. Öll þrjú kvöldin verða skemmtun sem enginn má láta fram hjá sér fara, hvorki þátttakendur, gestir í sal, né sjónvarpsáhorfendur. Hægt er að hlaða upp lögum inn á www.songvakeppnin.is fram til föstudagsins 20. októberkl. 23.59. Ekki verður hægt að hlaða upp lögum eftir þann tíma.
Eurovision Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira