Stjörnustríðsleikstjóri látinn fara Birgir Olgeirsson skrifar 5. september 2017 22:56 Colin Trevorrow. Vísir/Getty Colin Trevorrow hefur verið látinn fara sem leikstjóri níundu Stjörnustríðsmyndarinnar sem ber í dag vinnuheitið Star Wars: Episode IX. Lucasfil og Disney tilkynntu þetta í dag en greint var fyrst frá brotthvarfi Trevorrow á vef Hollywood Reporter. Þar kemur fram að um sameiginlega ákvörðun leikstjórans og framleiðslufyrirtækjanna hafi verið að ræða. Í tilkynningu frá Lucasfilm segir að Trevorrow hafi reynst frábær við þróun þessarar myndarinnar en þetta hafi hins vegar verið niðurstaðan. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Í ágúst síðastliðnum var tilkynnt að breski handritshöfundurinn Jack Thorne hafi tekið við keflinu við handritskrif níundu Stjörnustríðsmyndarinnar, en hann skrifaði handrit myndarinnar Wonder með Juliu Roberts sem er væntanleg í kvikmyndahús. Trevorrow er ekki fyrsti leikstjóri Stjörnustríðsmyndar sem er látinn fara. Phil Lord og Chris Miller voru reknir frá Han Solo-myndinni í júní síðastliðnum og Ron Howard fenginn í staðinn. Tony Gilroy var fenginn í stað Gareth Edwards til að ljúka við Rogue One og þá var Josh Trank settur til hliðar við vinnslu á Stjörnustríðsmynd eftir að fregnir bárust af undarlegri hegðun hans við tökur á Fantastic Four. Trevorrow rataði fyrst í sviðsljósið með myndinni Safety Not Guaranteed sem sló í gegn á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Vegna hennar var hann fenginn til að leikstýra stórmyndinni Jurrasic World sem sló í gegn á heimsvísu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Colin Trevorrow hefur verið látinn fara sem leikstjóri níundu Stjörnustríðsmyndarinnar sem ber í dag vinnuheitið Star Wars: Episode IX. Lucasfil og Disney tilkynntu þetta í dag en greint var fyrst frá brotthvarfi Trevorrow á vef Hollywood Reporter. Þar kemur fram að um sameiginlega ákvörðun leikstjórans og framleiðslufyrirtækjanna hafi verið að ræða. Í tilkynningu frá Lucasfilm segir að Trevorrow hafi reynst frábær við þróun þessarar myndarinnar en þetta hafi hins vegar verið niðurstaðan. Sögusagnir um að Trevorrow yrði látinn fara sem leikstjóri myndarinnar fóru á kreik í júní síðastliðnum, nokkrum vikum fyrir frumsýningu nýjustu myndar hans The Book of Henry, spennutryllir sem lagðist illa í gagnrýnendur og gekk illa í miðasölu. Heimildarmenn Hollywood Reporter segja að handritskrísa hafi einkennt þróun níunda Stjörnustríðsmyndarinnar og að Trevorrow hafi reynt nokkrar útgáfur af því sem lögðust ekki nógu vel í Lucasfilm og Disney. Í ágúst síðastliðnum var tilkynnt að breski handritshöfundurinn Jack Thorne hafi tekið við keflinu við handritskrif níundu Stjörnustríðsmyndarinnar, en hann skrifaði handrit myndarinnar Wonder með Juliu Roberts sem er væntanleg í kvikmyndahús. Trevorrow er ekki fyrsti leikstjóri Stjörnustríðsmyndar sem er látinn fara. Phil Lord og Chris Miller voru reknir frá Han Solo-myndinni í júní síðastliðnum og Ron Howard fenginn í staðinn. Tony Gilroy var fenginn í stað Gareth Edwards til að ljúka við Rogue One og þá var Josh Trank settur til hliðar við vinnslu á Stjörnustríðsmynd eftir að fregnir bárust af undarlegri hegðun hans við tökur á Fantastic Four. Trevorrow rataði fyrst í sviðsljósið með myndinni Safety Not Guaranteed sem sló í gegn á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Vegna hennar var hann fenginn til að leikstýra stórmyndinni Jurrasic World sem sló í gegn á heimsvísu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira