Segir hugmyndir um borgarlínu óhagkvæmar og óraunhæfar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. september 2017 20:00 Leiðir sem fyrirhuguð borgarlína mun aka. mynd/borgarlinan.is Borgaryfirvöld ættu að endurskoða hugmyndir sínar um borgarlínu með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Þetta segir umferðarverkfræðingur sem telur áform um léttlest óhagkvæmar. Eðlilegra sé að ráðstafa þeim fjármunum sem verja á í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja. Borgarlína er hraðvagnakerfi líkt og þekkist í flestum stórborgum. Markmiðið er að auka hlutdeild almenningssamgangna úr fjórum prósentum í að minnsta kosti tólf prósent af heildarferðum innan höfuðborgarsvæðisins árið 2040, og kemur til með að kosta um sjötíu milljarða.Þórarinn Hjaltason segir eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur.Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur, segir þessar hugmyndir óhagkvæmar og hvetur borgaryfirvöld til þess að kynna sér þá þróun sem sé að eiga sér stað. Sjálfkeyrandi bílar séu framtíðin og að þar af leiðandi sé óraunhæft að fara í svo kostnaðarsamar aðgerðir. „Mér hugnast þessar hugmyndir ekki vel eins og þær líta út núna í síðustu tillögum. Ég held að þarna sé verið að taka mikla áhættu og ég tel að þetta verði ekki hagkvæmt. Jafnvel þó þetta yrði hagkvæmt þá er ég nokkuð viss um að önnur mannvirki – aðrar samgöngubætur myndu lenda framar í forgangsröðinni,“ segir Þórarinn. Þá sé markmið skipulagsyfirvalda um að auka hlutdeild í tólf prósent sömuleiðis óraunhæft „Í fyrsta lagi finnst mér þessi aukning úr fimm prósenta hlutdeild í tólf prósent í hærri kantinum. En það sem gerir stærsta útslagið er að það eru að koma á markaðinn á næstu misserum sjálfkeyrandi bílar. Það eru sjálfkeyrandi leigubílar sem margir meina, og ég tek undir þær skoðanir, sem munu veita strætó og léttlestum harða samkeppni,“ segir hann og bætir við að fyrirtæki muni keppast um að koma sjálfkeyrandi leigubílum á markað. Þórarinn bendir á að skipulagsyfirvöld í borgum á borð við Los Angeles séu þegar farin að gera ráð fyrir þeim breytingum sem sjálfkeyrandi bílar muni hafa í för með sér. Skynsamlegt sé að hið sama verði gert hér á landi og að frekar eigi að nýta milljarðana sjötíu í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Það ætti að endurskoða allar þessar hugmyndir með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta verður. Ég get ekki sagt hvenær sjálfkeyrandi leigubílar verða orðnir ráðandi á höfuðborgarsvæðinu, ég myndi giska á tíu ár, en það gætu verið fimm ár eða fimmtán ár.“ Aðspurður telur hann ólíklegt að borgarlínan verði einhvern tímann að veruleika hér á landi. „Ég efast um það. Það verður kannski byrjað á henni og eftir nokkur ár verður öllum ljóst hvernig framtíðin mun þróast. Ég vona bara skattgreiðenda vegna að það verði ekki farið út í þessar miklu fjárfestingar.“ Borgarlína Samgöngur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Borgaryfirvöld ættu að endurskoða hugmyndir sínar um borgarlínu með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Þetta segir umferðarverkfræðingur sem telur áform um léttlest óhagkvæmar. Eðlilegra sé að ráðstafa þeim fjármunum sem verja á í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja. Borgarlína er hraðvagnakerfi líkt og þekkist í flestum stórborgum. Markmiðið er að auka hlutdeild almenningssamgangna úr fjórum prósentum í að minnsta kosti tólf prósent af heildarferðum innan höfuðborgarsvæðisins árið 2040, og kemur til með að kosta um sjötíu milljarða.Þórarinn Hjaltason segir eðlilegra að ráðstafa þeim sjötíu milljörðum sem eiga að fara í lestarsamgöngur í uppbyggingu samgöngumannvirkja, segir umferðarverkfræðingur.Þórarinn Hjaltason, umferðarverkfræðingur, segir þessar hugmyndir óhagkvæmar og hvetur borgaryfirvöld til þess að kynna sér þá þróun sem sé að eiga sér stað. Sjálfkeyrandi bílar séu framtíðin og að þar af leiðandi sé óraunhæft að fara í svo kostnaðarsamar aðgerðir. „Mér hugnast þessar hugmyndir ekki vel eins og þær líta út núna í síðustu tillögum. Ég held að þarna sé verið að taka mikla áhættu og ég tel að þetta verði ekki hagkvæmt. Jafnvel þó þetta yrði hagkvæmt þá er ég nokkuð viss um að önnur mannvirki – aðrar samgöngubætur myndu lenda framar í forgangsröðinni,“ segir Þórarinn. Þá sé markmið skipulagsyfirvalda um að auka hlutdeild í tólf prósent sömuleiðis óraunhæft „Í fyrsta lagi finnst mér þessi aukning úr fimm prósenta hlutdeild í tólf prósent í hærri kantinum. En það sem gerir stærsta útslagið er að það eru að koma á markaðinn á næstu misserum sjálfkeyrandi bílar. Það eru sjálfkeyrandi leigubílar sem margir meina, og ég tek undir þær skoðanir, sem munu veita strætó og léttlestum harða samkeppni,“ segir hann og bætir við að fyrirtæki muni keppast um að koma sjálfkeyrandi leigubílum á markað. Þórarinn bendir á að skipulagsyfirvöld í borgum á borð við Los Angeles séu þegar farin að gera ráð fyrir þeim breytingum sem sjálfkeyrandi bílar muni hafa í för með sér. Skynsamlegt sé að hið sama verði gert hér á landi og að frekar eigi að nýta milljarðana sjötíu í uppbyggingu samgöngumannvirkja. „Það ætti að endurskoða allar þessar hugmyndir með tilliti til væntanlegrar þróunar í sjálfkeyrandi bílum. Það veit enginn nákvæmlega hvernig þetta verður. Ég get ekki sagt hvenær sjálfkeyrandi leigubílar verða orðnir ráðandi á höfuðborgarsvæðinu, ég myndi giska á tíu ár, en það gætu verið fimm ár eða fimmtán ár.“ Aðspurður telur hann ólíklegt að borgarlínan verði einhvern tímann að veruleika hér á landi. „Ég efast um það. Það verður kannski byrjað á henni og eftir nokkur ár verður öllum ljóst hvernig framtíðin mun þróast. Ég vona bara skattgreiðenda vegna að það verði ekki farið út í þessar miklu fjárfestingar.“
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira