Kafnaði af völdum nokkurra samverkandi þátta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 12:09 Frá vettvangi í Mosfellsdal í júní. vísir/eyþór Arnar Jónsson Aspar, sem lést í kjölfar líkamsárásar sem hann varð fyrir á heimili sínu við Æsustaði í Mosfellsdal í júní síðastliðnum, kafnaði í árásinni. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars. Í ákærunni segir að Arnar hafi látið lífið vegna þess að öndunarhæfni hans minnkaði mikið. Það olli svo því að hann kafnaði en kæfinguna má rekja til nokkurra samverkandi þátta, það er „einkenna æsingaóráðs, þeirrar þvinguðu frambeygðu stöðu sem hann var í með hendur fyrir aftan bak, þunga ákærða sem þrýsti á brjósthol hans aftanvert, hálstaks í langan tíma og mótspyrnu hans sjálfs,“ eins og segir í ákæru. Þar er því jafnframt lýst hvernig Sveinn Gestur á að hafa ráðist að Arnari. Segir að Sveinn hafi haldið báðum höndum Arnars fyrir aftan bak, þar sem hann lá á maganum á jörðinni. Þá á Sveinn að hafa farið klofvega yfir bak Arnars þar sem hann notaði líkamsþunga sinn til að halda honum föstum. Er því svo lýst að Sveinn hafi tekið hann hálstaki og slegið hann ítrekað í andlit og höfuð með krepptum hnefa. Ákæra á hendur Sveini Gesti var gefin út á fimmtudag í liðinni viku. Var hann þá leiddur fyrir dómara og úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. september. Málið var rannsakað sem manndrápsmál og var Sveinn Gestur grunaður um að hafa brotið gegn 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Hann er hins vegar ákærður fyrir brot gegn 218. grein sem tekur til stórfelldrar líkamsárásar. Brotið varðar allt að 16 ára fangelsi. Sveinn Gestur hefur alfarið neitað sök í málinu. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Arnar Jónsson Aspar, sem lést í kjölfar líkamsárásar sem hann varð fyrir á heimili sínu við Æsustaði í Mosfellsdal í júní síðastliðnum, kafnaði í árásinni. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Sveini Gesti Tryggvasyni en hann er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til bana Arnars. Í ákærunni segir að Arnar hafi látið lífið vegna þess að öndunarhæfni hans minnkaði mikið. Það olli svo því að hann kafnaði en kæfinguna má rekja til nokkurra samverkandi þátta, það er „einkenna æsingaóráðs, þeirrar þvinguðu frambeygðu stöðu sem hann var í með hendur fyrir aftan bak, þunga ákærða sem þrýsti á brjósthol hans aftanvert, hálstaks í langan tíma og mótspyrnu hans sjálfs,“ eins og segir í ákæru. Þar er því jafnframt lýst hvernig Sveinn Gestur á að hafa ráðist að Arnari. Segir að Sveinn hafi haldið báðum höndum Arnars fyrir aftan bak, þar sem hann lá á maganum á jörðinni. Þá á Sveinn að hafa farið klofvega yfir bak Arnars þar sem hann notaði líkamsþunga sinn til að halda honum föstum. Er því svo lýst að Sveinn hafi tekið hann hálstaki og slegið hann ítrekað í andlit og höfuð með krepptum hnefa. Ákæra á hendur Sveini Gesti var gefin út á fimmtudag í liðinni viku. Var hann þá leiddur fyrir dómara og úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 28. september. Málið var rannsakað sem manndrápsmál og var Sveinn Gestur grunaður um að hafa brotið gegn 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Hann er hins vegar ákærður fyrir brot gegn 218. grein sem tekur til stórfelldrar líkamsárásar. Brotið varðar allt að 16 ára fangelsi. Sveinn Gestur hefur alfarið neitað sök í málinu.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Sveinn Gestur lýsir áfram yfir sakleysi Verjandi Sveins Gests Tryggvasonar, sem var í gær ákærður vegna dauða Arnars Jónssonar Aspar, segir umbjóðanda sinn hafna ákærunni. "Hann hefur lýst sig saklausan af þessum ásökunum og heldur sig fast við það,“ segir verjandinn, Þorgils Þorgilsson, í samtali við blaðið. 1. september 2017 07:00
Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04