„Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2017 09:01 Sigurður segir plast mjög góða vöru ef hún sé notuð rétt. Íslendingar þurfi að bæta sig í endurvinnslu á plasti. vísir/eyþór Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri einu plastendurvinnslunnar á Íslandi, Pure North Recycling, segir að Íslendingar þurfi að gera mun betur í því þegar kemur að því að endurvinna plast. Hann bendir á að við flytjum út 95 prósent af endurvinnanlegum hráefnum óunnum og að upp undir tíu prósent af kolefnissporinu sem verður til hér á landi er vegna sorps. „Það er mjög hátt miðað við þau lönd sem við erum að bera okkur saman við, til dæmis í Þýskalandi er það um eitt prósent. Frá 1990 hefur kolefnissporið frá sorpi aukist um fjörutíu á Íslandi á meðan það hefur dregist saman um 70 prósent í Þýskalandi,“ sagði Sigurður í umræðu um þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Að mati Sigurðar er plast mjög góð vara ef hún er rétt notuð. Hann sagði það tiltölulega einfalt að endurvinna plast en hjá Pure North Recycling er plast úr heyrúllum endurunnið.Hægt að nota endurunnið heyrúlluplast til að framleiða plastpoka Sigurður segir fyrirtækið hafa þróað nýja aðferð við að endurvinna plastið þannig að hægt sé að verka það svo vel að flokkist sem hágæðaplast. Þannig sé til að mynda hægt að nota það til framleiðslu á plastpokunum. Ávinningurinn fyrir umhverfið af því að flokka og endurvinna plast er óumdeilanlega umtalsverður. „Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu sem hægt er að skilja eftir í jörðinni,“ sagði Sigurður. Megnið af því plasti sem heimilin flokka og skila í grenndargáma og á endurvinnslustöðvar er flutt úr landi, aðallega til Svíþjóðar í flokkunarstöð sem getur flokkað plast eftir tegundum þegar búið er að blanda því saman. Tegundirnar af plasti er nefnilega mismunandi og bendir Sigurður til að mynda á að plastið í gosflösku er ekki það sama og í tappanum á flöskunni. Þetta þarf að flokka eftir á þegar fólk skilar því til endurvinnslu. „En skilaboðin mín eru þau að ef við þurfum ekki að vera að flokka þetta eftir á þá verða til verðmæti,“ sagði Sigurður en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Plastlaus september Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. 4. september 2017 09:30 Vestnorræna ráðið setur af stað rannsókn á plastmengun í Norður-Atlantshafi Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, samþykkti í dag að beina því til stjórnvalda að vinna sameiginlega að rannsókn á umfangi örplasts í lífverum hafsins og plastmengunar almennt í Norður-Atlantshafi. 1. september 2017 17:42 Banna plast á Sri Lanka Bannið tók gildi nú um mánaðarmótin og nær til margra tegunda af plasti og einnota umbúðum. 1. september 2017 13:57 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Sigurður Halldórsson, framkvæmdastjóri einu plastendurvinnslunnar á Íslandi, Pure North Recycling, segir að Íslendingar þurfi að gera mun betur í því þegar kemur að því að endurvinna plast. Hann bendir á að við flytjum út 95 prósent af endurvinnanlegum hráefnum óunnum og að upp undir tíu prósent af kolefnissporinu sem verður til hér á landi er vegna sorps. „Það er mjög hátt miðað við þau lönd sem við erum að bera okkur saman við, til dæmis í Þýskalandi er það um eitt prósent. Frá 1990 hefur kolefnissporið frá sorpi aukist um fjörutíu á Íslandi á meðan það hefur dregist saman um 70 prósent í Þýskalandi,“ sagði Sigurður í umræðu um þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Að mati Sigurðar er plast mjög góð vara ef hún er rétt notuð. Hann sagði það tiltölulega einfalt að endurvinna plast en hjá Pure North Recycling er plast úr heyrúllum endurunnið.Hægt að nota endurunnið heyrúlluplast til að framleiða plastpoka Sigurður segir fyrirtækið hafa þróað nýja aðferð við að endurvinna plastið þannig að hægt sé að verka það svo vel að flokkist sem hágæðaplast. Þannig sé til að mynda hægt að nota það til framleiðslu á plastpokunum. Ávinningurinn fyrir umhverfið af því að flokka og endurvinna plast er óumdeilanlega umtalsverður. „Fyrir hvert kíló af endurunnu plasti sem þú getur notað spararðu 1,6 lítra af olíu sem hægt er að skilja eftir í jörðinni,“ sagði Sigurður. Megnið af því plasti sem heimilin flokka og skila í grenndargáma og á endurvinnslustöðvar er flutt úr landi, aðallega til Svíþjóðar í flokkunarstöð sem getur flokkað plast eftir tegundum þegar búið er að blanda því saman. Tegundirnar af plasti er nefnilega mismunandi og bendir Sigurður til að mynda á að plastið í gosflösku er ekki það sama og í tappanum á flöskunni. Þetta þarf að flokka eftir á þegar fólk skilar því til endurvinnslu. „En skilaboðin mín eru þau að ef við þurfum ekki að vera að flokka þetta eftir á þá verða til verðmæti,“ sagði Sigurður en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Plastlaus september Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. 4. september 2017 09:30 Vestnorræna ráðið setur af stað rannsókn á plastmengun í Norður-Atlantshafi Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, samþykkti í dag að beina því til stjórnvalda að vinna sameiginlega að rannsókn á umfangi örplasts í lífverum hafsins og plastmengunar almennt í Norður-Atlantshafi. 1. september 2017 17:42 Banna plast á Sri Lanka Bannið tók gildi nú um mánaðarmótin og nær til margra tegunda af plasti og einnota umbúðum. 1. september 2017 13:57 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Plastlaus september Gríðarlegt magn af einnota plasti er urðað eða endar í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Samkvæmt könnun Náttúruverndarsamtaka Íslands á viðhorfi almennings til ástands hafsins frá 2016 hafa 80 prósent Íslendinga miklar áhyggjur af plastmengun í hafinu, og er full ástæða til. Hafið er matarkista okkar en virðist um leið vera okkar ruslakista. 4. september 2017 09:30
Vestnorræna ráðið setur af stað rannsókn á plastmengun í Norður-Atlantshafi Ársfundur Vestnorræna ráðsins, samstarfsráðs þjóðþinga Íslands, Færeyja og Grænlands, samþykkti í dag að beina því til stjórnvalda að vinna sameiginlega að rannsókn á umfangi örplasts í lífverum hafsins og plastmengunar almennt í Norður-Atlantshafi. 1. september 2017 17:42
Banna plast á Sri Lanka Bannið tók gildi nú um mánaðarmótin og nær til margra tegunda af plasti og einnota umbúðum. 1. september 2017 13:57