Innlent

Ábúðarjarðir ríkisins í mínus

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Núverandi ábúðarkerfi felur í sér fjárhagslega áhættu fyrir ríkissjóð vegna skyldu ríkisins til endurkaupa á fasteignum ábúanda við ábúðarlok og veðleyfa í jörðum vegna framkvæmda ábúandans á ábúðartíma. Þetta kemur fram í úttekt Hagfræðistofnunar sem unnin var fyrir Fjármála og efnahagsráðuneytið og birt var á föstudag.

Samkvæmt úttektinni virðist eiginlegur búskapur aðeins stundaður á ríflega 60 prósent jarðanna og er þar aðallega um sauðfjárrækt að ræða. 

Heildarleigutekjur ríkisins af ábúðarjörðum eru litlar og standa ekki undir ávöxtun ríkisins af þessum eignum né nauðsynlegum rekstrarkostnaði kerfisins. Aðeins um 20 bændur af 115 eru innan við fimmtugt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×