Mikilvægt er að snúa af þeirri leið að leggja af framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslu á Íslandi. Þetta kemur fram í pistli Arnars Árnasonar, formanns Landssambands kúabænda.
Árið 2019 á að endurnýja búvörusamninga og þá kjósa bændur um hvort framleiðsla verði gefin frjáls eða kvótanum viðhaldið.
„Með því að gefa framleiðslu frjálsa skapast hætta á offramleiðslu, sem leitt getur til óvissutíma og neytt búgreinina til að bregðast við með aðgerðum sem gætu orðið sársaukafullar fyrir fjölda bænda,“ segir Arnar.
Formaður vill kvótann áfram
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
