Innlent

Björt framtíð vill að brotaþoli njóti vafans í kynferðisbrotamálum

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Nicole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar. Fréttablaðið/Ernir
Nicole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar. Fréttablaðið/Ernir
Björt framtíð vill að brotaþoli njóti vafans í kynferðisbrotum, bæði í regluverkinu og í framkvæmdinni. Þetta kemur fram í stjórnmálaályktun ársfundar flokksins sem fór fram um helgina.

„Það hefur alltaf staðið til hjá okkur í Bjartri framtíð að taka fastar á þessu,“ segir Nicole Leigh Mosty, þingkona flokksins og varaformaður Allsherjar- og menntamálanefndar.

Aðspurð um merkingu þessarar ályktunar og hvort flokkurinn vilji snúa við þeirri meginreglu að maður skuli saklaus uns sekt hans er sönnuð, segir Nicole að málefnið hafi ekki verið ítarlega rætt á fundinum. „Við náðum því miður ekki að ræða þetta vel, við vorum að renna út á tíma, segir Nicole Leigh Mosty, en vísar til eldri ályktana flokksins og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Í forgrunni ályktunar fundarins eru þó málefni ráðuneytanna sem flokkurinn fer með og er sérstaklega lagt að ráðherrum flokksins að hafa víðtækt samráð við hagsmuna­aðila og aðra stjórnmálaflokka við undirbúning mála. Áhersla er lögð á að ná sem mestri sátt um einstök mál, í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi minnsta mögulega meirihluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×