Nýjar hliðar Geirfinnsmáls hugsanlegar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. september 2017 06:00 Sævar Ciesielski barðist fyrir endurupptöku mála sinna þar til hann lést árið 2011. mynd/Bragi Guðmundsson Ljósmyndasafn Reykjavíkur Ekki er útilokað að ljósi verði varpað á nýjar hliðar Guðmundar- og Geifinnsmáls við meðferð málsins í Hæstarétti. Þetta segir Unnar Steinn Bjarndal sem Hæstiréttur skipaði nýverið verjanda Sævars Ciesielskis. Ákæruvaldið vinnur nú að samantekt þeirra gagna sem verða lögð fyrir Hæstarétt, í samráði við verjendur. Að því loknu verða aðilum málsins gefnir frestir til að leggja fram greinargerðir og tímasetning málflutnings í Hæstarétti verður ákveðin þegar hún liggur fyrir. „Við erum að tala um marga mánuði,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, sérstakur saksóknari, um tímann sem undirbúningur fyrir málflutning muni taka. Unnar Steinn hefur fylgst með allri umfjöllun um Geirfinnsmál í gegnum tíðina.Unnar Steinn Bjarndal hrl.„Málið er auðvitað þess eðlis að það grípur flesta mjög sem kynna sér það,“ segir Unnar og bætir við að það sé vel skiljanlegt að fólk sem kynni sér málið dragist mjög ákaft að því. „Málið hefur mikið aðdráttarafl enda mjög margslungið og dularfullt,“ segir Unnar og bendir á að málið hafi líka margar hliðar sem komi þessum málarekstri ekki beinlínis við. „En það er ekki þar með sagt að það séu ekki hliðar á málinu sem verða dregnar fram undir rekstri málsins sem hafa ekki komið fram áður.“ „Þetta er mikið magn gagna og þýðingarmikil málskjöl hlaupa á þúsundum blaðsíðna,“ segir Unnar og bætir við að ekki sé útilokað að frekari gagnaöflun fari fram af hálfu verjenda. „Það er alveg ljóst að margvísleg gögn geta enn ratað inn í málið jafnvel þótt liðinn sé langur tími og því ekki hægt að útiloka að það verði varpað ljósi á nýjar hliðar málsins.“ Unnar segist finna til sérstakrar ábyrgðar sem verjandi Sævars.„Það er erfitt að ímynda sér mörg mál hérlendis þar sem jafnmikið er undir fyrir réttarríkið og tiltrú almennings á refsivörslukerfinu og í þessu máli. Ég hef það á tilfinningunni að allir sem eiga aðild að rekstri þessa máls finni til aukinnar ábyrgðar vegna þess. Fyrst og fremst fyrir sakborningana sjálfa og aðstandendur þeirra en líka fyrir þjóðina alla,“ segir Unnar Steinn. Sævar lést árið 2011 án þess að sjá árangur af áratugabaráttu sinni fyrir endurupptöku málsins. „Tilfinning mín fyrir hans málarekstri er sú að þarna fór maður sem barðist fyrir sakleysi sínu allt til síðasta dags. Ég mun leggja mig allan fram við að berjast fyrir þeim málstað sem Sævar barðist fyrir og margir trúðu á og það geri ég auðvitað líka,“ segir Unnar Steinn. Aðspurður um hvers sé að vænta í málarekstrinum og hvort vænta megi einhvers konar uppgjörs málsins, segir Unnar: „Það er mikið undir í þessu máli, enda ljóst að málið hefur legið lengi á þjóðinni og ég trúi því að við eigum, sem þjóðfélag í réttarríki að læra af því sem fór úrskeiðis í málsmeðferðinni hingað til. En fyrst þarf auðvitað að ná fram afdráttarlausri niðurstöðu um sakleysi sakborninganna. Um það snýst málareksturinn sem er fram undan.“ Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Geirfinnsmál í Hæstarétt á allra næstu dögum Guðmundar- og Geirfinnsmálið fer fyrir Hæstarétt núna í lok vikunnar eða í næstu viku. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu. "Það er verið að vinna í skjalagerðinni og svoleiðis,“ segir hann við Fréttablaðið. 1. júní 2017 07:00 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Guðmundar- og Geirfinnsmál: Davíð Þór settur ríkissaksóknari á ný Endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm manna sem sakfelldir voru fyrir aðild að málunum. 1. mars 2017 18:11 Saksóknari ætlar að ákveða næstu skref Davíð Þór Björgvinsson verður áfram saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum enda hefði það tafið málið mikið að setja nýjan mann í starfið. Nokkrir möguleikar eru í stöðunni. Sýkna eða að falla frá ákæruliðum. 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira
Ekki er útilokað að ljósi verði varpað á nýjar hliðar Guðmundar- og Geifinnsmáls við meðferð málsins í Hæstarétti. Þetta segir Unnar Steinn Bjarndal sem Hæstiréttur skipaði nýverið verjanda Sævars Ciesielskis. Ákæruvaldið vinnur nú að samantekt þeirra gagna sem verða lögð fyrir Hæstarétt, í samráði við verjendur. Að því loknu verða aðilum málsins gefnir frestir til að leggja fram greinargerðir og tímasetning málflutnings í Hæstarétti verður ákveðin þegar hún liggur fyrir. „Við erum að tala um marga mánuði,“ segir Davíð Þór Björgvinsson, sérstakur saksóknari, um tímann sem undirbúningur fyrir málflutning muni taka. Unnar Steinn hefur fylgst með allri umfjöllun um Geirfinnsmál í gegnum tíðina.Unnar Steinn Bjarndal hrl.„Málið er auðvitað þess eðlis að það grípur flesta mjög sem kynna sér það,“ segir Unnar og bætir við að það sé vel skiljanlegt að fólk sem kynni sér málið dragist mjög ákaft að því. „Málið hefur mikið aðdráttarafl enda mjög margslungið og dularfullt,“ segir Unnar og bendir á að málið hafi líka margar hliðar sem komi þessum málarekstri ekki beinlínis við. „En það er ekki þar með sagt að það séu ekki hliðar á málinu sem verða dregnar fram undir rekstri málsins sem hafa ekki komið fram áður.“ „Þetta er mikið magn gagna og þýðingarmikil málskjöl hlaupa á þúsundum blaðsíðna,“ segir Unnar og bætir við að ekki sé útilokað að frekari gagnaöflun fari fram af hálfu verjenda. „Það er alveg ljóst að margvísleg gögn geta enn ratað inn í málið jafnvel þótt liðinn sé langur tími og því ekki hægt að útiloka að það verði varpað ljósi á nýjar hliðar málsins.“ Unnar segist finna til sérstakrar ábyrgðar sem verjandi Sævars.„Það er erfitt að ímynda sér mörg mál hérlendis þar sem jafnmikið er undir fyrir réttarríkið og tiltrú almennings á refsivörslukerfinu og í þessu máli. Ég hef það á tilfinningunni að allir sem eiga aðild að rekstri þessa máls finni til aukinnar ábyrgðar vegna þess. Fyrst og fremst fyrir sakborningana sjálfa og aðstandendur þeirra en líka fyrir þjóðina alla,“ segir Unnar Steinn. Sævar lést árið 2011 án þess að sjá árangur af áratugabaráttu sinni fyrir endurupptöku málsins. „Tilfinning mín fyrir hans málarekstri er sú að þarna fór maður sem barðist fyrir sakleysi sínu allt til síðasta dags. Ég mun leggja mig allan fram við að berjast fyrir þeim málstað sem Sævar barðist fyrir og margir trúðu á og það geri ég auðvitað líka,“ segir Unnar Steinn. Aðspurður um hvers sé að vænta í málarekstrinum og hvort vænta megi einhvers konar uppgjörs málsins, segir Unnar: „Það er mikið undir í þessu máli, enda ljóst að málið hefur legið lengi á þjóðinni og ég trúi því að við eigum, sem þjóðfélag í réttarríki að læra af því sem fór úrskeiðis í málsmeðferðinni hingað til. En fyrst þarf auðvitað að ná fram afdráttarlausri niðurstöðu um sakleysi sakborninganna. Um það snýst málareksturinn sem er fram undan.“
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Geirfinnsmál í Hæstarétt á allra næstu dögum Guðmundar- og Geirfinnsmálið fer fyrir Hæstarétt núna í lok vikunnar eða í næstu viku. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu. "Það er verið að vinna í skjalagerðinni og svoleiðis,“ segir hann við Fréttablaðið. 1. júní 2017 07:00 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Guðmundar- og Geirfinnsmál: Davíð Þór settur ríkissaksóknari á ný Endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm manna sem sakfelldir voru fyrir aðild að málunum. 1. mars 2017 18:11 Saksóknari ætlar að ákveða næstu skref Davíð Þór Björgvinsson verður áfram saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum enda hefði það tafið málið mikið að setja nýjan mann í starfið. Nokkrir möguleikar eru í stöðunni. Sýkna eða að falla frá ákæruliðum. 2. mars 2017 07:00 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Sjá meira
Geirfinnsmál í Hæstarétt á allra næstu dögum Guðmundar- og Geirfinnsmálið fer fyrir Hæstarétt núna í lok vikunnar eða í næstu viku. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu. "Það er verið að vinna í skjalagerðinni og svoleiðis,“ segir hann við Fréttablaðið. 1. júní 2017 07:00
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Guðmundar- og Geirfinnsmál: Davíð Þór settur ríkissaksóknari á ný Endurupptökunefnd féllst á endurupptökubeiðnir fimm manna sem sakfelldir voru fyrir aðild að málunum. 1. mars 2017 18:11
Saksóknari ætlar að ákveða næstu skref Davíð Þór Björgvinsson verður áfram saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum enda hefði það tafið málið mikið að setja nýjan mann í starfið. Nokkrir möguleikar eru í stöðunni. Sýkna eða að falla frá ákæruliðum. 2. mars 2017 07:00