Þorsteinn vill taka flóttamannaumræðuna: Hagvöxtur og velmegun minni án innflytjenda Bjarki Ármannsson skrifar 3. september 2017 14:36 Þorsteinn með sýrlenskum flóttamönnum sem íslensk stjórnvöld buðu að setjast að hér á landi um síðustu áramót. Vísir/Stefán „Staðreyndin er nefnilega sú að hagvöxtur hefði verið hér minni, velgmegun minni og velferðarkerfið veikara ef ekki hefði notið við aðstoðar innflytjenda; flóttamanna sem og annarra.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra í færslu um móttöku flóttamanna á Facebook-síðu sinni í dag. Þorsteinn gagnrýnir þar þá sem „stilli móttöku flóttamanna og framlögum til velferðarkerfisins upp sem andstæðum“ og ali þannig á andúð í garð innflytjenda. „Í hvert sinn sem málefni flóttamanna ber á góma rísa hér upp raddir sem gagnrýna að við séum að liðsinna fólki í neyð,“ skrifar Þorsteinn. „Gjarnan er þeim rökum beitt að valið standi milli þess að liðsinna flóttamönnum eða lyfta undir með fátækum Íslendingum með auknum framlögum til örorku- eða ellilífeyris. Eins og ekki sé hægt að gera bæði.“ Ráðherrann beinir orðum sínum meðal annars að nýjum stjórnmálaflokki sem hann segir nú að sækja í sig veðrið undir merkjum þessarar hugmyndafræði. Þorsteinn nefnir flokkinn ekki á nafn en gera má því skóna að hann eigi við Flokk fólksins, en fylgi hans hefur rokið upp í skoðanakönnunum að undanförnu. Formaður þess flokks, Inga Sæland, gagnrýndi Þorstein í viðtali við Vísi í sumar og sagði hann varla geta verið í tengslum við alþýðuna í landinu. Þorsteinn segir í færslu sinni um 36 þúsund fleiri erlenda ríkisborgara hafa flutt til landsins en frá því á tímabilinu frá 1961 til 2016 og spyr hvernig okkur hefði gengið að sinna mikilvægum þjónustustörfum hér á landi án þeirra. „Tökum þessa umræðu!“ skrifar Þorsteinn og vísar til þeirra sem gagnrýna móttöku flóttamanna, oft með yfirlýsingum um að það skorti kjark til að „taka umræðuna.“Færslu ráðherrans í heild sinni má lesa hér að neðan. Flóttamenn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Staðreyndin er nefnilega sú að hagvöxtur hefði verið hér minni, velgmegun minni og velferðarkerfið veikara ef ekki hefði notið við aðstoðar innflytjenda; flóttamanna sem og annarra.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra í færslu um móttöku flóttamanna á Facebook-síðu sinni í dag. Þorsteinn gagnrýnir þar þá sem „stilli móttöku flóttamanna og framlögum til velferðarkerfisins upp sem andstæðum“ og ali þannig á andúð í garð innflytjenda. „Í hvert sinn sem málefni flóttamanna ber á góma rísa hér upp raddir sem gagnrýna að við séum að liðsinna fólki í neyð,“ skrifar Þorsteinn. „Gjarnan er þeim rökum beitt að valið standi milli þess að liðsinna flóttamönnum eða lyfta undir með fátækum Íslendingum með auknum framlögum til örorku- eða ellilífeyris. Eins og ekki sé hægt að gera bæði.“ Ráðherrann beinir orðum sínum meðal annars að nýjum stjórnmálaflokki sem hann segir nú að sækja í sig veðrið undir merkjum þessarar hugmyndafræði. Þorsteinn nefnir flokkinn ekki á nafn en gera má því skóna að hann eigi við Flokk fólksins, en fylgi hans hefur rokið upp í skoðanakönnunum að undanförnu. Formaður þess flokks, Inga Sæland, gagnrýndi Þorstein í viðtali við Vísi í sumar og sagði hann varla geta verið í tengslum við alþýðuna í landinu. Þorsteinn segir í færslu sinni um 36 þúsund fleiri erlenda ríkisborgara hafa flutt til landsins en frá því á tímabilinu frá 1961 til 2016 og spyr hvernig okkur hefði gengið að sinna mikilvægum þjónustustörfum hér á landi án þeirra. „Tökum þessa umræðu!“ skrifar Þorsteinn og vísar til þeirra sem gagnrýna móttöku flóttamanna, oft með yfirlýsingum um að það skorti kjark til að „taka umræðuna.“Færslu ráðherrans í heild sinni má lesa hér að neðan.
Flóttamenn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira