Fjórum bjargað úr Krossá: „Á endanum verður mjög stórt slys“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. september 2017 20:30 Fjórir voru í bílnum sem festist í ánni en öllum var komið á land heilu og höldnu. Skjáskot Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar illa búinn bíll með fjóra farþega innanborðs festist í Krossá í dag. Leiðsögumaður, sem staddur var við ána í dag og tók þátt í björgunaraðgerðum, segir atvikið hluta af stóru vandamáli á fjallvegum landsins sem bílaleigur þurfi að taka harðar á. Þá segir hann aðeins tímaspursmál að alvarlegt slys verði við sambærilegar aðstæður.Gísli Magnús Garðarsson leiðsögumaður.Gísli Magnús GarðarssonGerðu allt vitlaust sem hægt var að gera vitlaust Gísli Magnús Garðarsson starfar sem leiðsögumaður á svæðinu. Hann birti myndband á Facebook-síðu sinni í dag af því þegar fjórum farþegum bíls, sem keyrt hafði verið út í Krossá, var bjargað. Um var að ræða vaðið yfir ána sem leiðir að Húsadal. „Þetta var hópur af fjórum ferðamönnum sem voru á leiðinni inn í Húsadal. Þau fóru ofan í ána á kolvitlausum stað á bíl sem átti ekki að fara ofan í ána,“ segir Gísli Magnús í samtali við Vísi. „Svo gerðu þau allt vitlaust sem þau gátu gert þarna ofan í ánni, þau beygðu upp á móti straumnum og straumurinn fer inn í vél og drepur á bílnum. Svo tekur straumurinn þau niður og bíllinn sekkur.“Flaut niður ána áður en honum var bjargað Gísli Magnús notar fjallajeppa við vinnu sína og stýrir jeppaferðum um svæðið. Hann var sjálfur að fara með hóp af fólki í eina slíka ferð þegar hann kom að fólkinu sem lent hafði í ógöngum í ánni. Hann segir fólkið hafa verið fjölskyldu, að öllum líkindum frá Póllandi. „Þá er trukkur á leiðinni en við bíðum þarna með þeim. Einn úr bílnum kemst í land, hann flaut reyndar alveg vel niður áður en ég náði að bjarga honum upp úr.“ Fólkinu var að lokum öllu bjargað á land og varð ekki meint af þó því hafi vissulega verið kalt. „Þau hlógu nú eiginlega bara að þessu, en voru auðvitað aðeins skelkuð þarna fyrst,“ segir Gísli Magnús.Bílaleigur verði að axla ábyrgð Gísli Magnús segir atvikið í dag hluta af stærra vandamáli. Töluvert sé um það að ferðamenn ferðist um fjallvegi og fari yfir ár á illa búnum bílum. „Leiðin inn í Þórsmörk er full af bílaleigubílum sem æða út í allt. Það skipir ekki máli hvort það sé Yaris eða stór, breyttur bíll. Svo fara þau bara í gegn og svo sér maður þegar maður kemur til baka að það eru bílar hér og þar, annað hvort með sprungin dekk eða hreinlega ónýtir.“Bíllinn var að lokum togaður upp úr ánni og á land.SkjáskotGísli Magnús segir enn fremur að ábyrgðin liggi að stórum hluta hjá bílaleigunum. „Persónulega finnst mér að bílaleigurnar eigi að taka harðar á þessu,“ segir Gísli Magnús sem veit þó ekki hvort bíll fólksins í dag hafi verið bílaleigubíll. „Þegar fólkið æðir svona út í ána, sérstaklega á bíl eins og þessum sem er algjör drusla, þá endar þetta illa. Á endanum verður mjög stórt slys.“Hér að neðan má sjá myndband Gísla Magnúsar af björgunaraðgerðum við Krossá í dag. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar illa búinn bíll með fjóra farþega innanborðs festist í Krossá í dag. Leiðsögumaður, sem staddur var við ána í dag og tók þátt í björgunaraðgerðum, segir atvikið hluta af stóru vandamáli á fjallvegum landsins sem bílaleigur þurfi að taka harðar á. Þá segir hann aðeins tímaspursmál að alvarlegt slys verði við sambærilegar aðstæður.Gísli Magnús Garðarsson leiðsögumaður.Gísli Magnús GarðarssonGerðu allt vitlaust sem hægt var að gera vitlaust Gísli Magnús Garðarsson starfar sem leiðsögumaður á svæðinu. Hann birti myndband á Facebook-síðu sinni í dag af því þegar fjórum farþegum bíls, sem keyrt hafði verið út í Krossá, var bjargað. Um var að ræða vaðið yfir ána sem leiðir að Húsadal. „Þetta var hópur af fjórum ferðamönnum sem voru á leiðinni inn í Húsadal. Þau fóru ofan í ána á kolvitlausum stað á bíl sem átti ekki að fara ofan í ána,“ segir Gísli Magnús í samtali við Vísi. „Svo gerðu þau allt vitlaust sem þau gátu gert þarna ofan í ánni, þau beygðu upp á móti straumnum og straumurinn fer inn í vél og drepur á bílnum. Svo tekur straumurinn þau niður og bíllinn sekkur.“Flaut niður ána áður en honum var bjargað Gísli Magnús notar fjallajeppa við vinnu sína og stýrir jeppaferðum um svæðið. Hann var sjálfur að fara með hóp af fólki í eina slíka ferð þegar hann kom að fólkinu sem lent hafði í ógöngum í ánni. Hann segir fólkið hafa verið fjölskyldu, að öllum líkindum frá Póllandi. „Þá er trukkur á leiðinni en við bíðum þarna með þeim. Einn úr bílnum kemst í land, hann flaut reyndar alveg vel niður áður en ég náði að bjarga honum upp úr.“ Fólkinu var að lokum öllu bjargað á land og varð ekki meint af þó því hafi vissulega verið kalt. „Þau hlógu nú eiginlega bara að þessu, en voru auðvitað aðeins skelkuð þarna fyrst,“ segir Gísli Magnús.Bílaleigur verði að axla ábyrgð Gísli Magnús segir atvikið í dag hluta af stærra vandamáli. Töluvert sé um það að ferðamenn ferðist um fjallvegi og fari yfir ár á illa búnum bílum. „Leiðin inn í Þórsmörk er full af bílaleigubílum sem æða út í allt. Það skipir ekki máli hvort það sé Yaris eða stór, breyttur bíll. Svo fara þau bara í gegn og svo sér maður þegar maður kemur til baka að það eru bílar hér og þar, annað hvort með sprungin dekk eða hreinlega ónýtir.“Bíllinn var að lokum togaður upp úr ánni og á land.SkjáskotGísli Magnús segir enn fremur að ábyrgðin liggi að stórum hluta hjá bílaleigunum. „Persónulega finnst mér að bílaleigurnar eigi að taka harðar á þessu,“ segir Gísli Magnús sem veit þó ekki hvort bíll fólksins í dag hafi verið bílaleigubíll. „Þegar fólkið æðir svona út í ána, sérstaklega á bíl eins og þessum sem er algjör drusla, þá endar þetta illa. Á endanum verður mjög stórt slys.“Hér að neðan má sjá myndband Gísla Magnúsar af björgunaraðgerðum við Krossá í dag.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira