Heimir: Engin skömm að tapa hér þótt að það séu allir drullu svekktir 2. september 2017 19:45 „Þetta var verðugur andstæðingur hér í dag og það er engin skömm að tapa hér en auðvitað eru allir drullu svekktir,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, í viðtali við Arnar Björnsson í Tampere aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag eftir tap í Finnlandi. „Fyrri hálfleikurinn var ekki góður, sérstaklega framan af. Finnarnir voru ofan á og voru mun ákveðnari í baráttunni. Fyrir vikið voru þeir að vinna fyrsta og annan bolta.“ Heimi fannst íslenska liðið gleyma sér í pirringi á köflum. „Það fór svolítið í taugarnar á strákunum að þeim fannst Finnarnir spila ansi harkalega og dómarinn ekki dæma vel í dag. Þetta fór allt í taugarnar á mönnum og menn misstu aðeins hausinn en undir lok fyrri hálfleiks og í seinni var spilamennskan mun betri,“ sagði Heimir sem varði Rúrik sem fékk tvö gul spjöld á aðeins mínútu. „Hann gerir allt sem hann getur til að brjóta ekki á honum en hællinn virðist snerta hann. Líklegast verðuru að dæma á þetta en mér fannst þetta hart sem annað gula spjaldið.“ Heimir hrósaði finnska liðinu. „Við höfum held ég ekki áður lent í svona miklu mótlæti, kannski voru menn eitthvað með það í huganum að þetta yrði auðveldur leikur en finnska liðið fékk sjálfstraustið sem þeim hefur vantað með því að skora svona snemma leiks,“ sagði Heimir sem var heldur ósáttari með dómgæsluna: „Hann átti ekkert góðan dag frekar en íslenska liðið en það koma svona leikir. Við þurfum að geta haldið einbeitingu á leiknum þegar þetta kemur upp.“ Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Úkraínu. „Það tók gríðarlega á að sækjast eftir þessu marki, sérstaklega manni færri og menn verða kannski örlítið þreyttir á morgun en fyrst og fremst eru menn sárir og svekktir en verða að rífa sig upp.“ Framundan er spennandi barátta við Tyrki og Úkraínumenn um annað sæti riðilsins en hann á von á því að fyrsta sætið sé úr sögunni. „Þetta ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni, lið eiga eftir að tapa stigum og það eru margir leikir eftir innbyrðis. Líklegast er baráttan um fyrsta sætið töpuð en það er aldrei að vita. Menn verða að gjöra svo vel að rífa sig upp og mæta af krafti í Úkraínuleikinn.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
„Þetta var verðugur andstæðingur hér í dag og það er engin skömm að tapa hér en auðvitað eru allir drullu svekktir,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins, í viðtali við Arnar Björnsson í Tampere aðspurður hvað hefði farið úrskeiðis í dag eftir tap í Finnlandi. „Fyrri hálfleikurinn var ekki góður, sérstaklega framan af. Finnarnir voru ofan á og voru mun ákveðnari í baráttunni. Fyrir vikið voru þeir að vinna fyrsta og annan bolta.“ Heimi fannst íslenska liðið gleyma sér í pirringi á köflum. „Það fór svolítið í taugarnar á strákunum að þeim fannst Finnarnir spila ansi harkalega og dómarinn ekki dæma vel í dag. Þetta fór allt í taugarnar á mönnum og menn misstu aðeins hausinn en undir lok fyrri hálfleiks og í seinni var spilamennskan mun betri,“ sagði Heimir sem varði Rúrik sem fékk tvö gul spjöld á aðeins mínútu. „Hann gerir allt sem hann getur til að brjóta ekki á honum en hællinn virðist snerta hann. Líklegast verðuru að dæma á þetta en mér fannst þetta hart sem annað gula spjaldið.“ Heimir hrósaði finnska liðinu. „Við höfum held ég ekki áður lent í svona miklu mótlæti, kannski voru menn eitthvað með það í huganum að þetta yrði auðveldur leikur en finnska liðið fékk sjálfstraustið sem þeim hefur vantað með því að skora svona snemma leiks,“ sagði Heimir sem var heldur ósáttari með dómgæsluna: „Hann átti ekkert góðan dag frekar en íslenska liðið en það koma svona leikir. Við þurfum að geta haldið einbeitingu á leiknum þegar þetta kemur upp.“ Framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn Úkraínu. „Það tók gríðarlega á að sækjast eftir þessu marki, sérstaklega manni færri og menn verða kannski örlítið þreyttir á morgun en fyrst og fremst eru menn sárir og svekktir en verða að rífa sig upp.“ Framundan er spennandi barátta við Tyrki og Úkraínumenn um annað sæti riðilsins en hann á von á því að fyrsta sætið sé úr sögunni. „Þetta ræðst ekki fyrr en í lokaumferðinni, lið eiga eftir að tapa stigum og það eru margir leikir eftir innbyrðis. Líklegast er baráttan um fyrsta sætið töpuð en það er aldrei að vita. Menn verða að gjöra svo vel að rífa sig upp og mæta af krafti í Úkraínuleikinn.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Umfjöllun: Finnland - Ísland 1-0 | Slök frammistaða og tap í Tampere | Sjáðu markið Ísland laut í lægra haldi fyrir Finnlandi, 1-0, í Tampere í I-riðli undankeppni HM 2018 í dag. 2. september 2017 18:00