Gleðin var við völd hjá íslensku stuðningsmönnunum í lestinni frá Helsinki til Tampere.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætti Pólverjum í Helsinki í morgun og steinlá því miður, 61-91.
Rúmlega 800 stuðningsmenn Íslands fóru svo í lest yfir til Tampere þar sem fótboltalandsliðið mætir Finnum í undankeppni HM.
Arnar Björnsson skellti sér um borð í Íslendingalestina og spjallaði við hressa stuðningsmenn Íslands.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fylgjast má með leik Finnlands og Íslands í beinni textalýsingu með því að smella hér.
