„Viðbrögð vegna höfuðhögga á Ísland eru því miður ekki nógu góð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. september 2017 21:45 Sara Hrund í leik með Grindavík í sumar. vísir/stefán Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, hefur tekið sér frí frá fótbolta um óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðsla. Sara skrifaði pistil á Facebook í kvöld þar sem hún fer yfir meiðslasögu sína. Sara rotaðist í bikarleik gegn ÍBV á dögunum og glímir enn við afleiðingarnar af því. „Sjötti heilahristingurinn staðreynd og stöðug barátta við höfuðverki í 8 ár vegna rangra viðbragða vegna höfuðhöggs því miður niðurstaðan. Fótbolti hefur verið líf mitt síðustu 20 árin og þess vegna lét ég þetta ekki stöðva mig enda hefur fótboltinn gefið mér svo mikið, meðal annars að fara til USA og upplifa drauminn minn,“ skrifar Sara á Facebook. „En núna er tími til þess að stoppa og hlusta á líkamann, eftir að ég rotaðist í leik fyrir rúmum 2 vikum og hélt áfram að spila í rúmar 15 mínútur og eftir það hefur daglega lífið mitt raskast verulega. Á 2 vikum fór ég frá því að spila heilan fótbolta leik án vandræða í 10 mín göngutúr með vandræðum.“ Sara segir að viðbrögðum við höfuðmeiðslum hér á landi sé ábótavant. Þau verði að taka alvarlega þótt áverkarnir séu ekki sýnilegir. „Ég vona að ég geti verið víti til varnaðar fyrir aðra og að viðbrögð þeirra sem standa að liðunum verði betri. Viðbrögð vegna höfuðhögga á Íslandi eru því miður ekki nógu góð og vona ég að fólk fari að taka þau alvarlega,“ skrifar Sara. „Það er auðvelt að bregðast við meiðslum líkt og beinbrotum þar sem þau eru sýnileg, höfuðáverkar eru ekki sýnilegir en það gerir þá engu að síður mjög hættulega og afleiðingar geta verið alvarlegar. Ef þið fáið höfuðhögg og finnið fyrir einkennum farið útaf!! En ábyrgðin er ekki hjá leikmanni sem er ekki alltaf með getu að segja til um hvort þau geti haldið áfram, því er mjög mikilvægt að þjálfarar og sjúkraþjálfarar séu meðvitaðir um einkenni og afleiðngar höfuðhögga!“ Pistil Söru má sjá í heild sinni hér að neðan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Sara Hrund Helgadóttir, leikmaður Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna, hefur tekið sér frí frá fótbolta um óákveðinn tíma vegna höfuðmeiðsla. Sara skrifaði pistil á Facebook í kvöld þar sem hún fer yfir meiðslasögu sína. Sara rotaðist í bikarleik gegn ÍBV á dögunum og glímir enn við afleiðingarnar af því. „Sjötti heilahristingurinn staðreynd og stöðug barátta við höfuðverki í 8 ár vegna rangra viðbragða vegna höfuðhöggs því miður niðurstaðan. Fótbolti hefur verið líf mitt síðustu 20 árin og þess vegna lét ég þetta ekki stöðva mig enda hefur fótboltinn gefið mér svo mikið, meðal annars að fara til USA og upplifa drauminn minn,“ skrifar Sara á Facebook. „En núna er tími til þess að stoppa og hlusta á líkamann, eftir að ég rotaðist í leik fyrir rúmum 2 vikum og hélt áfram að spila í rúmar 15 mínútur og eftir það hefur daglega lífið mitt raskast verulega. Á 2 vikum fór ég frá því að spila heilan fótbolta leik án vandræða í 10 mín göngutúr með vandræðum.“ Sara segir að viðbrögðum við höfuðmeiðslum hér á landi sé ábótavant. Þau verði að taka alvarlega þótt áverkarnir séu ekki sýnilegir. „Ég vona að ég geti verið víti til varnaðar fyrir aðra og að viðbrögð þeirra sem standa að liðunum verði betri. Viðbrögð vegna höfuðhögga á Íslandi eru því miður ekki nógu góð og vona ég að fólk fari að taka þau alvarlega,“ skrifar Sara. „Það er auðvelt að bregðast við meiðslum líkt og beinbrotum þar sem þau eru sýnileg, höfuðáverkar eru ekki sýnilegir en það gerir þá engu að síður mjög hættulega og afleiðingar geta verið alvarlegar. Ef þið fáið höfuðhögg og finnið fyrir einkennum farið útaf!! En ábyrgðin er ekki hjá leikmanni sem er ekki alltaf með getu að segja til um hvort þau geti haldið áfram, því er mjög mikilvægt að þjálfarar og sjúkraþjálfarar séu meðvitaðir um einkenni og afleiðngar höfuðhögga!“ Pistil Söru má sjá í heild sinni hér að neðan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira