Þarf mjög sterk rök til að loka þinghaldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2017 10:38 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins vísir/stefán Formaður Blaðamannafélagsins segir að mjög sterk rök þurfi að vera til að hafa þinghald lokað. Dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen tilkynnti í morgun að skýrslutaka yfir þýskum réttarmeinafræðingi, Sebastian Kuntz, myndi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur, sem stutt hefur við bakið á aðstandendum Birnu Brjánsdóttur, skrifaði skilaboð að beiðni foreldra Birnu á Facebook. „Aðstoð við foreldra í sorg. Ég skrifa þetta að beiðni foreldra Birnu Brjánsdóttur. Sumir fjölmiðlar hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum sínum á atburðinum hræðilega. Sumar lýsingar eru þess eðlis að þær valda óbærilegum sársauka, skapa hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest, fjölskyldunnar. Það er ósk okkar að fjölmiðlar fari gætilega um leið og hugur þjóðarinnar er með fjölskyldunni. Þið megið gjarnan deila þessu ef þið eruð sammála.“ Skilaboðin fóru í mikla dreifingu en á sjöunda þúsund manns dreifðu þeim. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Skylda að koma upplýsingum á framfæri Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, er ekki sammála þessum sjónarmiðum þótt um óhemju sorglegan atburð sé að ræða. „Maður getur skilið lokuð þinghöld eins og í kynferðisbrotamálum og þar sem börn eiga í hlut,“ segir Hjálmar. Þetta sé hins vegar mjög heitt fréttamál og ekki óeðlilegt að sýna því áhuga. „Það er skylda fjölmiðla að koma upplýsingum á framfæri, þótt hún sé oft þungbær eins og ég þekki af eigin reynslu sem blaðamaður í aldarfjórðung.“ Hann bendir á að skýrsla réttarmeinafræðings sem krufði líkið hljóti að skipta miklu máli upp á framvindu málsins. Þær upplýsingar hljóti að eiga erindi við almenning.Krafa um upplýsingar „Þetta er lykilatriði í málsmeðferðinni. Ef hann (dómsformaðurinn) metur það svo að þetta sé svo viðkvæmt að fjölmiðlar geti ekki verið í dómssalnum þá hlýtur að vera gerð sú krafa til dómara að koma því sem fram kom á framfæri í einhvers konar samantekt.“ Það sé lykilatriði fyrir lýðræðislegt samfélag að dómshald sé opið. „Ég skil það sjónarmið að umfjöllun sé þungbær fyrir aðstandendur. En því verður ekki breytt að þessi óhemju sorglegi atburður gerðist. Fjölmiðlar eru að framfylgja sínu hlutverki og skyldu.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira
Formaður Blaðamannafélagsins segir að mjög sterk rök þurfi að vera til að hafa þinghald lokað. Dómsformaður í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen tilkynnti í morgun að skýrslutaka yfir þýskum réttarmeinafræðingi, Sebastian Kuntz, myndi fara fram fyrir lokuðum dyrum. Aðalmeðferð í málinu hófst í síðustu viku. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahússprestur, sem stutt hefur við bakið á aðstandendum Birnu Brjánsdóttur, skrifaði skilaboð að beiðni foreldra Birnu á Facebook. „Aðstoð við foreldra í sorg. Ég skrifa þetta að beiðni foreldra Birnu Brjánsdóttur. Sumir fjölmiðlar hafa verið mjög nákvæmir í lýsingum sínum á atburðinum hræðilega. Sumar lýsingar eru þess eðlis að þær valda óbærilegum sársauka, skapa hryllilegar myndir í hugskotum þeirra sem þjást mest, fjölskyldunnar. Það er ósk okkar að fjölmiðlar fari gætilega um leið og hugur þjóðarinnar er með fjölskyldunni. Þið megið gjarnan deila þessu ef þið eruð sammála.“ Skilaboðin fóru í mikla dreifingu en á sjöunda þúsund manns dreifðu þeim. Réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz í dómsal í morgun.Vísir/Vilhelm Skylda að koma upplýsingum á framfæri Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, er ekki sammála þessum sjónarmiðum þótt um óhemju sorglegan atburð sé að ræða. „Maður getur skilið lokuð þinghöld eins og í kynferðisbrotamálum og þar sem börn eiga í hlut,“ segir Hjálmar. Þetta sé hins vegar mjög heitt fréttamál og ekki óeðlilegt að sýna því áhuga. „Það er skylda fjölmiðla að koma upplýsingum á framfæri, þótt hún sé oft þungbær eins og ég þekki af eigin reynslu sem blaðamaður í aldarfjórðung.“ Hann bendir á að skýrsla réttarmeinafræðings sem krufði líkið hljóti að skipta miklu máli upp á framvindu málsins. Þær upplýsingar hljóti að eiga erindi við almenning.Krafa um upplýsingar „Þetta er lykilatriði í málsmeðferðinni. Ef hann (dómsformaðurinn) metur það svo að þetta sé svo viðkvæmt að fjölmiðlar geti ekki verið í dómssalnum þá hlýtur að vera gerð sú krafa til dómara að koma því sem fram kom á framfæri í einhvers konar samantekt.“ Það sé lykilatriði fyrir lýðræðislegt samfélag að dómshald sé opið. „Ég skil það sjónarmið að umfjöllun sé þungbær fyrir aðstandendur. En því verður ekki breytt að þessi óhemju sorglegi atburður gerðist. Fjölmiðlar eru að framfylgja sínu hlutverki og skyldu.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Sjá meira