Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Heimir Már Pétursson skrifar 19. september 2017 19:30 Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að svara spurningum um framkvæmd laga um uppreist æru. En áður en til þess kom að ráðherra svarðaði spurningum nefndarmanna var skipt um forystu í nefndinni. Nýr meirihluti í nefndinni ákvað að kjósa Jón Steindór Valdimarsson þingmann Viðreisnar í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Sjálfstæðisflokki, en Jón Steindór var áður fyrsti varaformaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum var kosin fyrsti varaformaður. „Það væri ekki rétt að Brynjar héldi ekki áfram sem formaður í nefndinni í ljósi þeirra verkefna sem nefndin er að fást við akkúrat núna,“ sagði Jón Steindór eftir nefndarfund í dag.Jón Steindór Valdimarsson, til hægri, þingmaður Viðreisnar var kjörinn í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Vísir/AntonFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni mótmæltu þessu með bókun og lýstu fullum stuðningi við Brynjar. Þessi atburðarás væri afar óheppileg í ljósi þess að verið væri reyna að ljúka þingstörfum í sátt fyrir kosningar.Nú eru örfáar vikur til kosninga. Hvaða verkefni eru eftir hjá nefndinni að fjalla um og lítur nefndin þannig á að hún hafi það hlutverk að rannsaka þessi mál frekar? „Við förum í það núna að fara betur yfir þessi mál um uppreist æru og það sem kann að standa út af þar,“ segir Jón Steindór. Hann eigi hins vegar ekki von á að nefndinni takist að afgreiða álit sitt á skýrslu um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum eins og til stóð á gera á næstu vikum. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máli með því að sitja á upplýsingum og spurði ráðherra hver bæri ábyrgð á því. Ráðherra sagði ósannindi felast í spurningunni því engin tilraun hafi verið gerð til þöggunar. „Það er afskaplega ómaklegt að halda því fram að ráðuneytið, sérfræðingar ráðuneytisins sem hafa það eitt að leiðarljósi að halda auðvitað trúnað um viðkvæm málefni og höndla viðkvæm málefni dags daglega; að ætla að saka þá eða mig um þöggun í þessu máli,“ sagði Sigríður. Hún hafi ekki ætlað að skrifa undir umsókn sem lá fyrir um uppreist æru í ráðuneytinu en í morgun hafi sú umsókn verið dregin til baka.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máliVísir/Anton BrinkDómsmálaráðherra segir þetta mál vekja eðlilegar spurningar um stjórnsýsluna almennt. Hún teldi ekki eðlilegt að undanþáguatkvæði í lögum um veitingu uppreistar æru tveimur árum eftir afplánun hefði orðið meginregla í stað þeirra fimm ára sem meginregla laganna gerði ráð fyrir. En þá framkvæmd mætti að minnsta kosti rekja allt aftur til ársins 1995. „Þannig að þetta er eldgömul framkvæmd. Ég reifaði það á þessum fundi og las upp úr tilskipun frá árinu 1870 (frá Danakonungi). Þannig að þessi mál eru auðvitað á gömlum grunni og auðvitað full ástæða til að skoða þetta og að mínu viti afnema þessa heimild til uppreistrar æru. Og koma endurheimt borgararéttinda í allt annað horf,“ sagði Sigríður Á. Andersen að loknum nefndarfundinum í dag. Uppreist æru Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í morgun til að svara spurningum um framkvæmd laga um uppreist æru. En áður en til þess kom að ráðherra svarðaði spurningum nefndarmanna var skipt um forystu í nefndinni. Nýr meirihluti í nefndinni ákvað að kjósa Jón Steindór Valdimarsson þingmann Viðreisnar í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Sjálfstæðisflokki, en Jón Steindór var áður fyrsti varaformaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir Vinstri grænum var kosin fyrsti varaformaður. „Það væri ekki rétt að Brynjar héldi ekki áfram sem formaður í nefndinni í ljósi þeirra verkefna sem nefndin er að fást við akkúrat núna,“ sagði Jón Steindór eftir nefndarfund í dag.Jón Steindór Valdimarsson, til hægri, þingmaður Viðreisnar var kjörinn í embætti formanns í stað Brynjars Níelssonar Vísir/AntonFulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni mótmæltu þessu með bókun og lýstu fullum stuðningi við Brynjar. Þessi atburðarás væri afar óheppileg í ljósi þess að verið væri reyna að ljúka þingstörfum í sátt fyrir kosningar.Nú eru örfáar vikur til kosninga. Hvaða verkefni eru eftir hjá nefndinni að fjalla um og lítur nefndin þannig á að hún hafi það hlutverk að rannsaka þessi mál frekar? „Við förum í það núna að fara betur yfir þessi mál um uppreist æru og það sem kann að standa út af þar,“ segir Jón Steindór. Hann eigi hins vegar ekki von á að nefndinni takist að afgreiða álit sitt á skýrslu um sölu ríkisins á Búnaðarbankanum eins og til stóð á gera á næstu vikum. Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máli með því að sitja á upplýsingum og spurði ráðherra hver bæri ábyrgð á því. Ráðherra sagði ósannindi felast í spurningunni því engin tilraun hafi verið gerð til þöggunar. „Það er afskaplega ómaklegt að halda því fram að ráðuneytið, sérfræðingar ráðuneytisins sem hafa það eitt að leiðarljósi að halda auðvitað trúnað um viðkvæm málefni og höndla viðkvæm málefni dags daglega; að ætla að saka þá eða mig um þöggun í þessu máli,“ sagði Sigríður. Hún hafi ekki ætlað að skrifa undir umsókn sem lá fyrir um uppreist æru í ráðuneytinu en í morgun hafi sú umsókn verið dregin til baka.Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að tilraun hefði verið gerð til þöggunar í þessu máliVísir/Anton BrinkDómsmálaráðherra segir þetta mál vekja eðlilegar spurningar um stjórnsýsluna almennt. Hún teldi ekki eðlilegt að undanþáguatkvæði í lögum um veitingu uppreistar æru tveimur árum eftir afplánun hefði orðið meginregla í stað þeirra fimm ára sem meginregla laganna gerði ráð fyrir. En þá framkvæmd mætti að minnsta kosti rekja allt aftur til ársins 1995. „Þannig að þetta er eldgömul framkvæmd. Ég reifaði það á þessum fundi og las upp úr tilskipun frá árinu 1870 (frá Danakonungi). Þannig að þessi mál eru auðvitað á gömlum grunni og auðvitað full ástæða til að skoða þetta og að mínu viti afnema þessa heimild til uppreistrar æru. Og koma endurheimt borgararéttinda í allt annað horf,“ sagði Sigríður Á. Andersen að loknum nefndarfundinum í dag.
Uppreist æru Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira